Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

42. fundur 16. janúar 2026 kl. 10:00 - 13:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Hrefna Jóhannesdóttir varaform.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Tinna Kristín Stefánsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Maria Neves verkefnastjóri
  • Iðunn Jónsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Iðunn Jónsdóttir Verkefnastjóri atvinnu-, menningar- og kynningarmála
Dagskrá
Hrefna Jóhannesdóttir sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Skýrsla deildarstjóra

Málsnúmer 2508066Vakta málsnúmer

Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

2.Fundir atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar 2026

Málsnúmer 2601093Vakta málsnúmer

Umræður um næstu fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar.

Nefndin samþykkir samhljóða að næstu fundir nefndarinnar fram að kosningum í vor fari fram á eftirfarandi dögum:

19. febrúar

12. mars

16. apríl

3.Félagsheimilið Bifröst - rekstur 2026-2028

Málsnúmer 2512034Vakta málsnúmer

Lagður fram undirritaður samningur um rekstur á félagsheimilinu Bifröst.


Nefndin samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Félagsheimilið Ljósheimar - rekstur 2026-2028

Málsnúmer 2512036Vakta málsnúmer

Samningur um rekstur á félagsheimilinu Ljósheimum rann út 31. desember 2025.

Umræður um áform varðandi félagsheimilið.

Nefndin samþykkir með tveimur atkvæðum svohljóðandi auglýsingu:

Rekstraraðili fyrir félagsheimilið Ljósheima

"Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir eftir umsóknum frá aðilum sem vilja taka að sér rekstur félagsheimilisins Ljósheima á Sauðárkróki til allt að 10 ára með gagnkvæmum uppsagnarákvæðum.

Rekstraraðila er ætlað að sjá um daglega starfsemi í húsinu, útleigu, ræstingar og minni háttar viðhald. Afhending húsnæðis er eftir samkomulagi.

Leigugreiðsla tekur mið af álögðum fasteignasköttum, skyldutryggingum og viðhaldskostnaði sem nemur 0,85% af brunabótamati fasteignarinnar. Rekstraraðila ber jafnframt að standa straum af greiðslu rafmagns, hita og annarra trygginga.

Óskað er eftir að umsókn fylgi upplýsingar um bakgrunn og reynslu umsækjanda.

Umsóknarfrestur er til og með 27. febrúar 2026 og skal skila umsóknum í Ráðhúsið á Sauðárkróki, Skagfirðingabraut 21, 550 Sauðárkróki eða á netfangið skagafjordur@skagafjordur.is."

Forsendur eru þær sömu og þegar auglýst var eftir rekstraraðilum að félagsheimili Hegraness og Skagaseli.

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir, fulltrúi Byggðalista, sat hjá við afgreiðslu málsins.

5.Félagsheimilið Ketilás - rekstur 2026-2028

Málsnúmer 2512035Vakta málsnúmer

Samningur um rekstur á félagsheimilinu Ketilás rann út 31. desember 2025.

Umræður um áform varðandi félagsheimilið.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að semja við núverandi rekstraraðila um áframhaldandi rekstur á meðan unnið er að því að skýra eignarhald hússins.




6.Erindi frá Drangey - smábátafélagi Skagafjarðar, vegna byggðakvóta

Málsnúmer 2601092Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf dagsett 9. janúar 2026 frá Magnúsi Jónssyni, fyrir hönd Drangeyjar-smábátafélags í Skagafirði er varðar úthlutun á byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025-2026. Í erindinu er lögð fram samþykkt frá aðalfundi félagsins þann 17. september 2025.

Lagt fram til kynningar.

7.Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025-2026 Skagafjörður

Málsnúmer 2512187Vakta málsnúmer

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 18. desember 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026.

Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 115 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn og Sauðárkrókur 100 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2026.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1333/2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026 í Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.

3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026."

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Aðsóknartölur tjaldsvæða 2025

Málsnúmer 2512161Vakta málsnúmer

Lagðar fram aðsóknartölur tjaldsvæða í Skagafirði fyrir árið 2025.

Lagt fram til kynningar.

Ánægjulegt er að greina frá því að árið 2025 komu samtals 10.402 gestir á tjaldsvæði Skagafjarðar sem er aukning frá árinu 2024.

9.Atvinnulífssýning 2026

Málsnúmer 2505012Vakta málsnúmer

Rætt um atvinnulífssýninguna.

10.Framtíð verkstæðissýningar

Málsnúmer 2511103Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Berglindar Þorsteinsdóttur, forstöðumaður Byggðasafns Skagfirðinga, dagsett 9. október 2025 um núverandi stöðu Verkstæðissýningar.

Berglind Þorsteinsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Nefndin þakkar Berglindi fyrir gott samtal um Verkstæðissýninguna.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar í samvinnu við Eignasjóð að skoða ástandið á núverandi vörslugeymslu og tryggja öryggi munanna.

11.Styrkbeiðni - Alþýðulist

Málsnúmer 2511194Vakta málsnúmer

Á 40. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. desember 2025 var tekið fyrir erindi dags. 17. nóvember 2025 frá Ástu Búadóttur, formanni Gallerí Alþýðulistar, þar sem þakkað er fyrir stuðning Skagafjarðar við starfsemi félagsins á liðnum árum. Opnunartími gallerísins hefur verið lengdur og gestafjöldinn aukist mikið ár frá ári. Í ljósi hækkunar á rekstrarkostnaði óskar félagið þó eftir hækkun á rekstrarstuðningi sveitarfélagsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur, gestafjölda og starfsemi Gallerís Alþýðulistar. Jafnframt bauð nefndin rekstraraðila á næsta fund nefndarinnar til að fylgja málinu eftir.

Helga Þórðardóttir sat fundinn undir þessum lið.

Nefndin þakkar Helgu fyrir góða yfirferð. Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til á næsta fundi.

12.Styrkbeiðni Söguseturs íslenska hestsins fyrir árið 2026

Málsnúmer 2601098Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 7. janúar 2026 frá Swanhild Ylfu Leifsdóttur fyrir hönd Söguseturs íslenska hestsins um styrkbeiðni fyrir árið 2026.

Ragnar Helgason víkur af fundi undir þessum lið.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd þakkar fyrir erindið og samþykkir samhljóða að styrkja Sögusetrið um 1.500.000 kr til starfseminnar á árinu 2026.

Fundi slitið - kl. 13:00.