Fara í efni

Styrkbeiðni - Alþýðulist

Málsnúmer 2511194

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 40. fundur - 09.12.2025

Lagt fram erindi dags. 17. nóvember 2025 frá Ástu Búadóttur, formanni Gallerí Alþýðulistar, þar sem þakkað er fyrir stuðning Skagafjarðar við starfsemi félagsins á liðnum árum. Opnunartími gallerísins hefur verið lengdur og gestafjöldinn aukist mikið ár frá ári. Í ljósi hækkunar á rekstrarkostnaði óskar félagið þó eftir hækkun á rekstrarstuðningi sveitarfélagsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur, gestafjölda og starfsemi Gallerís Alþýðulistar. Jafnframt býður nefndin rekstraraðila á næsta fund nefndarinnar til að fylgja málinu eftir.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42. fundur - 16.01.2026

Á 40. fundi Atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 9. desember 2025 var tekið fyrir erindi dags. 17. nóvember 2025 frá Ástu Búadóttur, formanni Gallerí Alþýðulistar, þar sem þakkað er fyrir stuðning Skagafjarðar við starfsemi félagsins á liðnum árum. Opnunartími gallerísins hefur verið lengdur og gestafjöldinn aukist mikið ár frá ári. Í ljósi hækkunar á rekstrarkostnaði óskar félagið þó eftir hækkun á rekstrarstuðningi sveitarfélagsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkti samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur, gestafjölda og starfsemi Gallerís Alþýðulistar. Jafnframt bauð nefndin rekstraraðila á næsta fund nefndarinnar til að fylgja málinu eftir.

Helga Þórðardóttir sat fundinn undir þessum lið.

Nefndin þakkar Helgu fyrir góða yfirferð. Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til á næsta fundi.