Fara í efni

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd

40. fundur 09. desember 2025 kl. 13:00 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ragnar Helgason formaður
  • Hrefna Jóhannesdóttir varaform.
  • Elínborg Erla Ásgeirsdóttir aðalm.
  • Hrólfur Þeyr Hlínarson varam. áheyrnarftr.
    Aðalmaður: Tinna Kristín Stefánsdóttir
Starfsmenn
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
  • Maria Neves verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Maria Neves deildarstjóri þróunar, miðlunar og menningar
Dagskrá

1.Skýrsla deildarstjóra

Málsnúmer 2508066Vakta málsnúmer

Starfsmaður nefndarinnar fer yfir þau mál sem eru á döfinni frá síðasta fundi.

Skýrslan er flutt munnlega og til kynningar.

Nefndin þakkar fyrir yfirferðina.

2.Félagsheimilið Bifröst - rekstur 2026-2028

Málsnúmer 2512034Vakta málsnúmer

Sveitarfélagið auglýsti í október sl. eftir umsóknum frá aðilum sem vildu taka að sér rekstur félagsheimilisins Bifrastar á Sauðárkróki. Umsóknarfresturinn rann út 24. nóvember sl. og alls bárust inn þrjár umsóknir.

Framlagðar umsóknir um rekstur félagsheimilisins Bifrastar.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða alla þrjá umsækjendur í viðtal.

3.Stöðugreining og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði

Málsnúmer 2508069Vakta málsnúmer

Á 39. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefnda þann 20. nóvember 2025 fól nefndin starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með MN og FFS hvað varðar kostnaðarskiptingu verkefnisins.

Lögð fram uppfærð kostnaðaráætlun og verkefnalýsing fyrir vinnu Markaðsstofu Norðurlands við stöðugreiningu og aðgerðaáætlun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða framlagða uppfærða kostnaðaráætlun og felur starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram.

4.Laugardagsopnun

Málsnúmer 2508068Vakta málsnúmer

Framlagt erindi dags. 14. nóvember 2025 frá Kristínu Sigurrós Einarsdóttur, forstöðumanni Héraðsbókasafns Skagfirðinga þar sem óskað er eftir að laugardagsopnunin, sem átti að hefjast um áramót, hefjist þess í stað í febrúar.

Kristín Sigurrós Einarsdóttir, forstöðumaður Héraðsbókasafns Skagfirðinga sat fundinn undir þessum lið.

Nefndin samþykkir samhljóða að verða við beiðni forstöðumanns að hefja laugardagsopnun bókasafnsins 7. febrúar 2026 í stað janúar 2026. Jafnframt er forstöðumanni og starfsmönnum nefndarinnar falið að auglýsa þessa þjónustuviðbót á heimasíðu sveitarfélagsins og safnsins og á samfélagsmiðlum.

5.Sæluvika 2026

Málsnúmer 2508070Vakta málsnúmer

Á 36. fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar þann 20. ágúst 2025 fól nefndin starfsmönnum nefndarinnar að setja í loftið leiðbeinandi íbúakönnun til að kanna áhuga á að færa tímasetningu Sæluvikunnar. Umsóknarfresturinn rann út 29. nóvember sl.

Niðurstöður íbúakönnunarinnar lagðar fram.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd fór yfir fyrirliggjandi niðurstöður sem voru afgerandi, 74% þátttakenda voru fylgjandi breytingum og 26% voru á móti. Það kom fram í athugasemdum könnunarinnar að óskað væri eftir fjölbreyttara viðburðarhaldi, sérstaklega fyrir börn og ungmenni.

Nefndin samþykkir samhljóða að færa hátíðina fram um tvær vikur sem tilraunaverkefni til tveggja ára. Setning Sæluviku verður því 12. apríl 2026.

Nefndin hvetur íbúa til þess að taka virkan þátt í Sæluviku 2026, bæði sem þátttakendur og skipuleggjendur.

6.Styrkbeiðni - Alþýðulist

Málsnúmer 2511194Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dags. 17. nóvember 2025 frá Ástu Búadóttur, formanni Gallerí Alþýðulistar, þar sem þakkað er fyrir stuðning Skagafjarðar við starfsemi félagsins á liðnum árum. Opnunartími gallerísins hefur verið lengdur og gestafjöldinn aukist mikið ár frá ári. Í ljósi hækkunar á rekstrarkostnaði óskar félagið þó eftir hækkun á rekstrarstuðningi sveitarfélagsins.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að óska eftir frekari upplýsingum um rekstur, gestafjölda og starfsemi Gallerís Alþýðulistar. Jafnframt býður nefndin rekstraraðila á næsta fund nefndarinnar til að fylgja málinu eftir.

Fundi slitið - kl. 15:00.