Fara í efni

Stöðugreining og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði

Málsnúmer 2508069

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 36. fundur - 20.08.2025

Lagt fram erindi frá Tómasi Árdal fyrir hönd Félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði dags. 2. júlí 2025.

Á fundi félagsins sem fór fram daginn áður var ákveðið að veita fjármagn fyrir stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustuna í Skagafirði og óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins í slíku verkefni.

Markaðsstofa Norðurlands hefur unnið sambærilegt verkefni með öðrum sveitafélögum í landshlutanum sem gengur út á það að safna upplýsingum um innviði og stöðu ferðaþjónustunnar á vissum svæðum. Síðan eru listaðar upp hugmyndir að aðgerðum til frekari þróunar ferðaþjónustu á því svæði sem um ræðir.

Nefndin þakkar Tómasi fyrir framlagt erindi og tekur jákvætt í verkefnið.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela deildarstjóra að kanna kostnað við þesskonar verkefni og einnig aðkomu sveitarfélagsins að því.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 39. fundur - 20.11.2025

Lagt fram kostnaðaráætlun og verkefnalýsingu fyrir vinnu Markaðsstofu Norðurlands við stöðugreiningu og aðgerðaráætlun fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.

Markmið verkefnisins er að þróa þjónustukjarna sem getur tekið á móti ferðamönnum sem dvelja í nokkra daga, nýta betur tækifærin sem eflast í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll, gera framboð ferðaþjónustu í Skagafirði aðgengilegra og efla samvinnu á svæðinu.

Nefndin tekur jákvætt í erindið og styður markmið þess, en telur kostnaðarskiptinguna ekki vera í samræmi við það sem lagt var upp með.

Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að vinna málið áfram með MN og FFS í samræmi við umræður á fundinum.