Fara í efni

Úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga 2025-2026 Skagafjörður

Málsnúmer 2512187

Vakta málsnúmer

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd - 42. fundur - 16.01.2026

Tekið fyrir erindi frá Innviðaráðuneytinu, dagsett 18. desember 2025, vegna úthlutunar byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2025/2026.

Úthlutaður byggðakvóti til sveitarfélagsins Skagafjarðar er 115 tonn sem skiptast þannig: Hofsós 15 tonn og Sauðárkrókur 100 tonn. Ráðuneytið óskar eftir rökstuddum tillögum varðandi sérreglur um úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga. Tillögum skal skilað fyrir 19. janúar 2026.

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd samþykkir samhljóða að leggja til eftirfarandi breytingar á reglugerð nr. 1333/2025 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2025/2026 í Skagafirði:

1. Nýtt ákvæði 4. greinar reglugerðarinnar verður (nýr málsl. bætist við 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar) svohljóðandi: " Hámarksúthlutun fiskiskipa af því aflamarki sem fallið hefur innan viðkomandi byggðarlags verður 24 þorskígildistonn á skip."

2. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: „Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið innan viðkomandi sveitarfélags á tímabilinu 1. september 2024 til 31. ágúst 2025.

3. Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Afli sem er landað er í byggðarlagi úr fiskiskipum sem ekki eru skráð innan viðkomandi sveitarfélags, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr. "

4. Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: "Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðarkvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2025 til 31. ágúst 2026."

Atvinnu-, menningar- og kynningarnefnd vísar málinu til afgreiðslu sveitarstjórnar.