Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Menntastefna Skagafjarðar
Málsnúmer 2502207Vakta málsnúmer
Nína Ýr Nielsen verkefnastjóri fræðslumála sat undir þessum dagskrárlið
2.Styrkbeiðni vegna fræðsluefnis ME félag Íslands
Málsnúmer 2601062Vakta málsnúmer
Lögð fram styrkbeiðni frá ME félagi Íslands vegna dreifingar fræðsluefnis fyrir starfsfólk grunnskóla árið 2026. Fræðsluefninu er ætlað að auka skilning á vanda barna sem eru með ME sjúkdóminn. Nefndin telur sér ekki fært að styrkja félagið og samþykkir samhljóða að hafna erindinu og óskar ME félagi Íslands alls góðs í störfum sínum
3.Starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði
Málsnúmer 2510244Vakta málsnúmer
Mönnun, staða innritunar barna og starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði hafa verið til umfjöllunar í fræðslunefnd. Umsóknir hafa verið að berast um lausar stöður, ráðningar farið fram og starfsemi leikskólanna hefur gengið vel undanfarnar vikur. Verið er að innrita börn í samræmi við mönnun. Leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar upplýsti jafnframt um að vinna við þemagreiningu Auðnast ehf. er á lokametrunum. Afurðin, þ.m.t. tillögur til úrbóta, verður tekin til umfjöllunar á næsta fundi fræðslunefndar.
4.Innleiðing Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar
Málsnúmer 2512123Vakta málsnúmer
Heillaspor er heildræn nálgun sem styður við velferð, öryggi og virka þátttöku barna í inngildandi skóla- og frístundastarfi. Vinnuferlar Heillaspora styðja fullorðna í því að efla seiglu og vellíðan barna, sérstaklega þeirra sem hafa upplifað áföll eða búa við erfiða félags-, efnahags- og menningarlega stöðu. Fjölskyldusvið Skagafjarðar hefur kynnt sér verkefnið og vill gera samstarfsamning við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu um innleiðingu Heillaspora í fræðsluþjónustu Skagafjarðar. Lögð fram kostnaðaráætlun, yfirlit yfir styrki sem hægt er að sækja um fyrir verkefnið og drög að samstarfsamningi við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fjölskyldusvið innleiði Heillaspor í fræðsluþjónustu sviðsins og felur leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að gera samstarfssamning við Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu í samræmi við umræður á fundinum.
5.Samráð; Drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum
Málsnúmer 2601128Vakta málsnúmer
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 6/2026, „Drög að reglugerð um fyrirkomulag og framkvæmd samræmds námsmats í grunnskólum“. Umsagnarfrestur er til og með 02.02.2026.
Nína Ýr Nielsen verkefnastjóri fræðslumála sat undir þessum dagskrárlið
Fundi slitið - kl. 17:50.
Menntastefna Skagfjarðar 2026-2031 ásamt aðgerðaráætlun um innleiðingu stefnunnar með áorðnum breytingum lögð fram til samþykktar. Ásgarður skólaráðgjöf leiddi vinnuna ásamt stýrihóp. Haldnir hafa verið fjölmargir fundir með hagsmunaaðilum skólasamfélagsins og jafnframt hafa verið haldnir opnir fundir þar sem íbúum Skagafjarðar hefur gefist kostur á að koma með ábendingar og hugmyndir við stefnumótunarvinnuna. Menntastefna Skagafjarðar er leiðarljós skólastarfs í Skagafirði og nær hún til leik-, grunn-, og tónlistarskóla í Skagafirði.
Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með metnaðarfulla menntastefnu og þakkar öllum þeim sem komið hafa að gerð hennar fyrir þeirra framlag. Fræðslunefnd hvetur íbúa til að kynna sér stefnuna vel. Fræðslunefnd samþykkir stefnuna samhljóða og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.