Fara í efni

Menntastefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2502207

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 36. fundur - 27.02.2025

Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaráðgjafar, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti þjónustu við gerð og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð. Skólastjórnendur grunnskóla Skagafjarðar hafa fengið kynningu frá Ásgarði og er í samráði við þá lagt til að gengið verði til samninga við Ásgarð skólaráðgjöf um vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Ásgarð með þeim fyrirvara að Byggðarráð samþykki að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025. Vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 138. fundur - 18.03.2025

Máli vísað frá 36. fundi fræðslunefndar þann 27. febrúar 2025, þannig bókað:
"Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skólaráðgjafar, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og kynnti þjónustu við gerð og innleiðingu menntastefnu fyrir Skagafjörð. Skólastjórnendur grunnskóla Skagafjarðar hafa fengið kynningu frá Ásgarði og er í samráði við þá lagt til að gengið verði til samninga við Ásgarð skólaráðgjöf um vinnu við gerð og innleiðingu menntastefnu. Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra fjölskyldusviðs að ganga til samninga við Ásgarð með þeim fyrirvara að Byggðarráð samþykki að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs undirbúa gerð viðauka að upphæð 2,5 milljóna króna vegna samningsins.

Byggðarráð Skagafjarðar - 149. fundur - 04.06.2025

Á 36. fundi fræðslunefndar þann 27. febrúar 2025 var samþykkt að ganga til samninga við Ásgarð, skólaráðgjöf um gerð og innleiðingu nýrrar menntastefnu fyrir Skagafjörð. Byggðarráð samþykkti að veita fjármagnni í verkefnið á 138. fundi sínum þann 18. mars 2025.

Nú er undirbúningur fyrir þessa vinnu hafin og því eru lögð fram drög að erindisbréfi stýrihóps um endurskoðun menntastefnu Skagafjarðar 2025 fyrir byggðarráð. Stýrihópinn skipa Formaður fræðslunefndar, Steinunn Rósa Guðmundsdóttir sem fulltrúi minnihluta fræðslunefndar, Jóhanna Sveinbjörg Traustadóttir sem fulltrúi stjórnenda leikskóla, Trostan Agnarsson sem fulltrúi stjórnenda grunnskóla og Nína Ýr Nielsen sem fulltrúi fræðsluþjónustu.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlögð drög að erindisbréfi með áorðnum breytingum.