Fara í efni

Félagsmála- og tómstundanefnd

40. fundur 11. desember 2025 kl. 10:00 - 11:45 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigurður Bjarni Rafnsson formaður
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir áheyrnarftr.
  • Sandra Björk Jónsdóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Þorvaldur Gröndal frístundastjóri
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi fatlaðs fólks og eldra fólks
  • Rakel Kemp Guðnadóttir leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar
Fundargerð ritaði: Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir leiðtogi fatlaðs fólks og eldra fólks
Dagskrá

1.Kosning varaformanns félagsmála- og tómstundanefndar

Málsnúmer 2512063Vakta málsnúmer

Formaður lagði til að Sandra Björk Jónsdóttir nýkjörinn aðalmaður verði kosin varaformaður nefndarinnar í stað Guðlaugs Skúlasonar sem er nýkjörinn varamaður. Aðrar tilnefningar komu ekki fram og skoðast Sandra Björk því rétt kjörin.

2.Menntastefna Skagafjarðar

Málsnúmer 2502207Vakta málsnúmer

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi Ásgarðs skólaráðgjafar kom inn á fundinn í gegnum fjarfundabúnað og kynnti drög að endurskoðaðri menntastefnu fyrir Skagafjörð. Vinna að endurskoðun stefnunnar hefur staðið yfir síðustu mánuði og mikið samráð hefur verið haft við samfélagið, meðal annars með íbúafundum, könnunum ásamt því að rýnt hefur verið i fyrirliggjandi gögn. Búið er að kynna endurskoðaða stefnu á öllum skólastigum sveitarfélagsins ásamt því að stefnan hefur verið í opnu samráði.

3.Fundir félagsmála- og tómstundnefndar vorönn 2026

Málsnúmer 2512062Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2026, sem eru eftirfarandi:
22.janúar, 12.febrúar, 26.mars, 16.apríl, 7. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.

4.Tilkynning um frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks

Málsnúmer 2404093Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla um frumkvæðisathugun á búsetuúrræðum fatlaðs fólks - 1. fasi. Í apríl 2024 hóf Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins frumkvæðisathugun á búsetuúrræðum fyrir fullorðið fatlað fólk sem nær til allra svetirarfélaga landsins. Frumkvæðisathugunin skiptist í tvo fasa og er þeim fyrri nú lokið með útgáfu skýrslu sem er á heimasíðu GEV. Í skýrslunni setur GEV fram ábendingar til sveitarfélaganna varðandi þær úrbætur sem stofnunin telur mikilvægar út frá svörum sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að síðari fasa frumkvæðisathugunnar verði lokið á fyrri hluta næsta árs, en hann felur í sér ítarlegar úttektir á þjónustu í öllum búsetuúrræðum fyrir fullorðið fatlað fólk. Sveitarfélögunum var falið að framkvæma úttektir á úrræðunum með ítarlegum spurningarlista og leiðbeiningum frá GEV, ásamt því að skila inn tillögum að úrbótaáætlunum. Skagafjörður hefur skilað inn gögum innan tilskilins tímafrests og er með vinnu í gangi varðandi verkferla og gæðahandbóka varðandi þjónustu og innra mat. Styrkur að upphæð 13 m.kr. fékkst til vinnunar frá Jöfnunarsjóði. Nefndin þakkar leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks fyrir góða vinnu og utanumhald við þessa vinnu.

5.Samráð; Drög að landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum

Málsnúmer 2511188Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá dómsmálaráðuneytinu, kynnt er til samráðs drög að landsáætlun gegn kynbundnu ofbeldi gegn konum.

6.Fagráð - fjallað um og veitt ráðgjöf um einstök mál

Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar fjórar fundargerðir nr. 39 frá október sl. nr. 40 og 41 frá nóvember sl. og nr. 42 frá desember 2025.

7.Barnavernarþjónusta Mið - Norðurlands fundargerðir faghóps

Málsnúmer 2301093Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar ein fundargerð frá fundi nr. 66 frá 1. desember 2025.

8.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2025

Málsnúmer 2501432Vakta málsnúmer

Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók
Þorvaldur Gröndal vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:45.