Tilkynning um frumkvæðisathugun á þjónustu í búsetuúrræðum fatlaðs fólks
Málsnúmer 2404093
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 40. fundur - 11.12.2025
Lögð fram til kynningar skýrsla um frumkvæðisathugun á búsetuúrræðum fatlaðs fólks - 1. fasi. Í apríl 2024 hóf Gæða- og eftirlitsstofnun ríkisins frumkvæðisathugun á búsetuúrræðum fyrir fullorðið fatlað fólk sem nær til allra svetirarfélaga landsins. Frumkvæðisathugunin skiptist í tvo fasa og er þeim fyrri nú lokið með útgáfu skýrslu sem er á heimasíðu GEV. Í skýrslunni setur GEV fram ábendingar til sveitarfélaganna varðandi þær úrbætur sem stofnunin telur mikilvægar út frá svörum sveitarfélaganna. Gert er ráð fyrir að síðari fasa frumkvæðisathugunnar verði lokið á fyrri hluta næsta árs, en hann felur í sér ítarlegar úttektir á þjónustu í öllum búsetuúrræðum fyrir fullorðið fatlað fólk. Sveitarfélögunum var falið að framkvæma úttektir á úrræðunum með ítarlegum spurningarlista og leiðbeiningum frá GEV, ásamt því að skila inn tillögum að úrbótaáætlunum. Skagafjörður hefur skilað inn gögum innan tilskilins tímafrests og er með vinnu í gangi varðandi verkferla og gæðahandbóka varðandi þjónustu og innra mat. Styrkur að upphæð 13 m.kr. fékkst til vinnunar frá Jöfnunarsjóði. Nefndin þakkar leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks fyrir góða vinnu og utanumhald við þessa vinnu.
Með vísan til 1. mgr. 15. gr. og 1. mgr. 22. gr. laga um GEV óskar stofnunin eftir því að sveitarfélagið fylli út og skili til GEV upplýsingum um alla búsetuþjónustu sveitarfélagsins sem ætluð er fötluðu fólki (íbúðakjarnar, sambýli, skammtímavistanir, heimili fyrir fötluð börn), svari gátlista fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sveitarfélagsins sem ætluð eru fötluðu fólki sem náð hefur 18 ára aldri, á það einnig við um heimili sem rekin eru af einkaaðilum á grundvelli þjónustusamnings við sveitarfélagið. Sem og skili úrbótaáætlun fyrir hvern íbúðakjarna og herbergjasambýli sem er í þörf fyrir úrbætur samkvæmt niðurstöðu gátlista. Fyrri skil gagna eru 30. apríl nk. og seinni skil þann 1. október nk. Félagsmála- og tómstundanefnd fagnar vinnu GEV samhljóða og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs að vinna málið áfram.