Fræðslunefnd
Dagskrá
1.Menntastefna Skagafjarðar
Málsnúmer 2502207Vakta málsnúmer
2.Framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði
Málsnúmer 2304014Vakta málsnúmer
Hjörvar Halldórsson, sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir þær framkvæmdir og viðhald sem eru í gangi og eru framundan við skólamannvirki í Skagafirði.
Framkvæmdum við nýjan leikskóla í Varmahlíð er að mestu lokið og var leikskólinn formlega opnaður 26. nóvember síðastliðinn. Framkvæmdir við lóð leikskólans ganga samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í byrjun árs 2026.
Í sumar var drenlögn við Árskóla endurnýjuð, sem leysti úr öðrum afleiddum vandamálum á lóð og húsnæði. Gert er ráð fyrir að ráðast í viðgerðir á leiktækjum á skólalóðinni á komandi misserum, auk þess sem fyrirhugaðar eru múrviðgerðir og málun innanhúss vegna nýrra glugga í A‑álmu.
Á næsta ári verður unnið að dren- og sökkuleinangrun á norðurhlið Varmahlíðarskóla. Innanhúss stendur til að ráðast í málun, endurnýjun gólfefna og uppsetningu nýrra kerfislofta.
Á haustmánuðum lauk gluggaskiptum á vesturhlið yngri byggingar Grunnskólans austan Vatna, ásamt tilheyrandi klæðningarvinnu. Framundan er fyrsti áfangi við hönnun og upphaf framkvæmda við fyrirhugaða viðbyggingu undir mötuneyti skólans. Grunnhönnun íþróttahúss við Grunnskólann austan Vatna liggur fyrir.
Gert er ráð fyrir að Skagafjörður leggi fram fjármuni vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í kostnaði við stækkun verknámshúss FNV.
Á árinu lauk vinnu við endurnýjun þakpappa yfir sal Höfðaborgar sem í dag hýsir mötuneyti og íþróttaaðstöðu fyrir Grunnskólann austan Vatna.
Vinna við lóð eldra stigs leikskólans Ársala er fyrirhuguð á vormánuðum.
Framkvæmdum við nýjan leikskóla í Varmahlíð er að mestu lokið og var leikskólinn formlega opnaður 26. nóvember síðastliðinn. Framkvæmdir við lóð leikskólans ganga samkvæmt áætlun og er gert ráð fyrir að þeim ljúki í byrjun árs 2026.
Í sumar var drenlögn við Árskóla endurnýjuð, sem leysti úr öðrum afleiddum vandamálum á lóð og húsnæði. Gert er ráð fyrir að ráðast í viðgerðir á leiktækjum á skólalóðinni á komandi misserum, auk þess sem fyrirhugaðar eru múrviðgerðir og málun innanhúss vegna nýrra glugga í A‑álmu.
Á næsta ári verður unnið að dren- og sökkuleinangrun á norðurhlið Varmahlíðarskóla. Innanhúss stendur til að ráðast í málun, endurnýjun gólfefna og uppsetningu nýrra kerfislofta.
Á haustmánuðum lauk gluggaskiptum á vesturhlið yngri byggingar Grunnskólans austan Vatna, ásamt tilheyrandi klæðningarvinnu. Framundan er fyrsti áfangi við hönnun og upphaf framkvæmda við fyrirhugaða viðbyggingu undir mötuneyti skólans. Grunnhönnun íþróttahúss við Grunnskólann austan Vatna liggur fyrir.
Gert er ráð fyrir að Skagafjörður leggi fram fjármuni vegna hlutdeildar sveitarfélagsins í kostnaði við stækkun verknámshúss FNV.
Á árinu lauk vinnu við endurnýjun þakpappa yfir sal Höfðaborgar sem í dag hýsir mötuneyti og íþróttaaðstöðu fyrir Grunnskólann austan Vatna.
Vinna við lóð eldra stigs leikskólans Ársala er fyrirhuguð á vormánuðum.
3.Fundir fræðslunefndar á vorönn 2026
Málsnúmer 2512131Vakta málsnúmer
Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir vorönn 2026, sem eru eftirfarandi:
15. janúar, 26. febrúar, 19. mars, 21. apríl, 7. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
15. janúar, 26. febrúar, 19. mars, 21. apríl, 7. maí. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
4.Staða í leikskólamálum - haust 2025
Málsnúmer 2508092Vakta málsnúmer
Mönnun, staða innritunar barna og starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði hafa verið til umfjöllunar í fræðslunefnd. Þegar þetta er ritað er staðan eftirfarandi:
Í Ársölum eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. má ætla að fjögur börn verði tekin inn í janúar en þau eru fædd á árunum 2021-2023 og fara á eldra stig.
Á Birkilundi eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. verða tvö tekin inn í janúar en þau eru fædd árið 2023. Af þessum 14 börnum sem bíða innritunar eru þrjú börn sem eru þegar vistuð á öðrum leikskóla í Skagafirði. Nýir starfsmenn eru að koma til starfa á leikskólanum og m.v. þær ráðningar sem gerðar hafa verið nú þegar þá er hægt að taka inn sjö börn í mars.
Í Tröllaborg eru þrjú börn sem bíða innritunar og eru þau fædd í lok ársins 2024. Ætla má að hægt verði að innrita öll þau börn í febrúar 2026.
Umsóknir eru að berast um störf í leikskólunum. Vonir eru til þess að áframhald verði á ráðningum starfsmanna og hægt verði að innrita sem flest börn á næstu vikum.
Á síðasta fundi fræðslunefndar var leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar falið að ganga til samninga við Auðnast ehf., Þemagreining á áskorunum leikskólans Ársala var framkvæmd af Auðnast í Ráðhúsi Skagafjarðar dagana 27. og 28. nóvember 2025. Öllum deildarstjórum skólans var boðið viðtal sem og aðstoðar- og leikskólastjóra. Enginn forföll voru á fólki. Auðnast er viðurkenndur þjónustuaðili á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012. Markmið þemagreiningar er að kortleggja áskoranir í vinnuumhverfi, vinnumenningu, sálfélagslega áhættuþætti og verndandi þætti, líðan í starfi og önnur þemu. Einnig að meta áhrif af þekktum og greindum áhættuþáttum í leikskólaumhverfinu. Jafnframt að leggja til úrbætur ef þurfa þykir. Ábyrgðarmaður greiningar fyrir hönd Auðnast er Katrín Þrastardóttir sérfræðingur í vinnuvernd. Auk hennar komu að greiningunni Helena Katrín Hjaltadóttir og Hrefna Hugosdóttir sérfræðingar í vinnuvernd. Niðurstaða þemagreiningar mun liggja fyrir í lok mánaðar. Sömu daga fór fram hóp handleiðsla á vegum Auðnast ehf., fyrir stjórnendur og alla deildarstjóra Birkilundar ásamt því að allir leikskólastjórendur leikskólanna í Skagafirði fengu einstaklings stjórnendahandleiðslu.
Í Ársölum eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. má ætla að fjögur börn verði tekin inn í janúar en þau eru fædd á árunum 2021-2023 og fara á eldra stig.
Á Birkilundi eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. verða tvö tekin inn í janúar en þau eru fædd árið 2023. Af þessum 14 börnum sem bíða innritunar eru þrjú börn sem eru þegar vistuð á öðrum leikskóla í Skagafirði. Nýir starfsmenn eru að koma til starfa á leikskólanum og m.v. þær ráðningar sem gerðar hafa verið nú þegar þá er hægt að taka inn sjö börn í mars.
Í Tröllaborg eru þrjú börn sem bíða innritunar og eru þau fædd í lok ársins 2024. Ætla má að hægt verði að innrita öll þau börn í febrúar 2026.
Umsóknir eru að berast um störf í leikskólunum. Vonir eru til þess að áframhald verði á ráðningum starfsmanna og hægt verði að innrita sem flest börn á næstu vikum.
Á síðasta fundi fræðslunefndar var leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar falið að ganga til samninga við Auðnast ehf., Þemagreining á áskorunum leikskólans Ársala var framkvæmd af Auðnast í Ráðhúsi Skagafjarðar dagana 27. og 28. nóvember 2025. Öllum deildarstjórum skólans var boðið viðtal sem og aðstoðar- og leikskólastjóra. Enginn forföll voru á fólki. Auðnast er viðurkenndur þjónustuaðili á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012. Markmið þemagreiningar er að kortleggja áskoranir í vinnuumhverfi, vinnumenningu, sálfélagslega áhættuþætti og verndandi þætti, líðan í starfi og önnur þemu. Einnig að meta áhrif af þekktum og greindum áhættuþáttum í leikskólaumhverfinu. Jafnframt að leggja til úrbætur ef þurfa þykir. Ábyrgðarmaður greiningar fyrir hönd Auðnast er Katrín Þrastardóttir sérfræðingur í vinnuvernd. Auk hennar komu að greiningunni Helena Katrín Hjaltadóttir og Hrefna Hugosdóttir sérfræðingar í vinnuvernd. Niðurstaða þemagreiningar mun liggja fyrir í lok mánaðar. Sömu daga fór fram hóp handleiðsla á vegum Auðnast ehf., fyrir stjórnendur og alla deildarstjóra Birkilundar ásamt því að allir leikskólastjórendur leikskólanna í Skagafirði fengu einstaklings stjórnendahandleiðslu.
5.Innleiðing Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar
Málsnúmer 2512123Vakta málsnúmer
Heillaspor er heildræn og tengslamiðuð nálgun sem styður við inngildandi skóla- og frístundastarf. Nálgunin á sér traustan fræðilegan og rannsóknarlegan grunn sem byggir á tengslakenningum, áfallamiðaðri nálgun, félags- og taugavísindum. Heillaspor markar skýra sýn á forvarnir, snemmtækan stuðning og eflingu verndandi þátta sem eru í samræmi við markmið farsældarlaga. Verkefnið er eitt af nokkrum verkefnum Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu sem byggir starf sitt á grunni farsældarlaga og menntastefnu stjórnvalda. Í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum 444/2019 kemur fram að skólaþjónusta skuli beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Með innleiðingu Heillaspora er hlutverk sérfræðinga skólaþjónustu við leiðsögn, fræðslu og eftirfylgni á fyrsta þjónustustigi skilgreint. Lagður er grunnur að umgjörð fyrir samstarfi milli skóla, foreldra, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila. Áhersla er lögð á að nýta samræmdar aðferðir, markvissa gagnaöflun og samfellda leiðsögn og eftirfylgd.
Skólaþjónusta Skagafjarðar hefur kynnt sér verkefnið og vill gera samstarfsamning við miðstöð Menntunar- og skólaþjónustu um innleiðingu Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar. Skólaþjónustan hefur sótt um styrk til lýðsheilsusjóðs fyrir úthlutun árið 2026.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela Leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að leggja drög að samstarfssamningi fyrir á næsta fund nefndarinnar ásamt kostnaðaráætlun og yfirlit yfir styrki sem hægt er að sækja í verkefnið.
Skólaþjónusta Skagafjarðar hefur kynnt sér verkefnið og vill gera samstarfsamning við miðstöð Menntunar- og skólaþjónustu um innleiðingu Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar. Skólaþjónustan hefur sótt um styrk til lýðsheilsusjóðs fyrir úthlutun árið 2026.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela Leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að leggja drög að samstarfssamningi fyrir á næsta fund nefndarinnar ásamt kostnaðaráætlun og yfirlit yfir styrki sem hægt er að sækja í verkefnið.
6.Fundargerðir skólaráðs Árskóla 2024-25
Málsnúmer 2502065Vakta málsnúmer
Fundargerð skólaráðs Árskóla frá 5. nóvember 2025 lögð fram til kynningar.
7.Fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla 2024-25
Málsnúmer 2411070Vakta málsnúmer
Tvær fundargerðir skólaráðs Varmahlíðarskóla frá 5. nóvember 2025 og 10. desember 2025 lagðar fram til kynningar, ásamt breytingu á skóladagatali. Stjórnendur Varmahlíðarskóla, með samþykki skólaráðs óska eftir breytingu á skóladagatali vegna uppbrots- og vordaga sem voru ekki á fyrra dagatali.
Fræðslunefnd staðfestir samhljóða breytingu skóladagatals.
Fræðslunefnd staðfestir samhljóða breytingu skóladagatals.
8.Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna 2024-2025
Málsnúmer 2508163Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar sjálfsmatsskýrsla Grunnskólans austan Vatna 2024-2025
9.Samræmdar dagsetningar umsókna í grunnskóla
Málsnúmer 2512130Vakta málsnúmer
Fræðslunefnd barst erindi frá Miðstöð menntunar og skólaþjónustu, dagsett 17. nóv 2025, þar sem þess er óskað að sveitarfélög sameinist um tímabil fyrir innritun og umsóknir í grunnskóla vorið 2026. Þann 15. desember barst tölvupóstur frá Miðstöð menntunar- og skólaþjónustu þar sem fyrra erindi var afturkallað. Kynna á nemendagrunninn betur fyrir sveitarfélögunum og verða kynningar í byrjun janúar.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Fræðslunefnd lýsir yfir ánægju með það mikla og góða samráð sem hefur verið haft við íbúa.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð fagna því að ný menntastefna Skagafjarðar sé loks að líta dagsins ljós en VG og óháð hafa reglulega minnt á mikilvægi endurskoðunar hennar, sem skýrt er kveðið á um að eigi að vera á þriggja ára fresti. Sú menntastefna sem nú er starfað eftir er frá árinu 2020 og hefur því verið úrelt um nokkurt skeið, sem vekur spurningar um forgangsröðun og eftirfylgni í menntamálum sveitarfélagsins. VG og óháð eru bjartsýn á að sú menntastefna sem nú liggur fyrir sé metnaðarfull og nýtist sem raunhæft leiðarljós fyrir skólastarf í Skagafirði á komandi árum".