Mönnun, staða innritunar barna og starfsumhverfi leikskóla í Skagafirði hafa verið til umfjöllunar í fræðslunefnd. Þegar þetta er ritað er staðan eftirfarandi:
Í Ársölum eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. má ætla að fjögur börn verði tekin inn í janúar en þau eru fædd á árunum 2021-2023 og fara á eldra stig.
Á Birkilundi eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. verða tvö tekin inn í janúar en þau eru fædd árið 2023. Af þessum 14 börnum sem bíða innritunar eru þrjú börn sem eru þegar vistuð á öðrum leikskóla í Skagafirði. Nýir starfsmenn eru að koma til starfa á leikskólanum og m.v. þær ráðningar sem gerðar hafa verið nú þegar þá er hægt að taka inn sjö börn í mars.
Í Tröllaborg eru þrjú börn sem bíða innritunar og eru þau fædd í lok ársins 2024. Ætla má að hægt verði að innrita öll þau börn í febrúar 2026.
Umsóknir eru að berast um störf í leikskólunum. Vonir eru til þess að áframhald verði á ráðningum starfsmanna og hægt verði að innrita sem flest börn á næstu vikum.
Á síðasta fundi fræðslunefndar var leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar falið að ganga til samninga við Auðnast ehf., Þemagreining á áskorunum leikskólans Ársala var framkvæmd af Auðnast í Ráðhúsi Skagafjarðar dagana 27. og 28. nóvember 2025. Öllum deildarstjórum skólans var boðið viðtal sem og aðstoðar- og leikskólastjóra. Enginn forföll voru á fólki. Auðnast er viðurkenndur þjónustuaðili á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012. Markmið þemagreiningar er að kortleggja áskoranir í vinnuumhverfi, vinnumenningu, sálfélagslega áhættuþætti og verndandi þætti, líðan í starfi og önnur þemu. Einnig að meta áhrif af þekktum og greindum áhættuþáttum í leikskólaumhverfinu. Jafnframt að leggja til úrbætur ef þurfa þykir. Ábyrgðarmaður greiningar fyrir hönd Auðnast er Katrín Þrastardóttir sérfræðingur í vinnuvernd. Auk hennar komu að greiningunni Helena Katrín Hjaltadóttir og Hrefna Hugosdóttir sérfræðingar í vinnuvernd. Niðurstaða þemagreiningar mun liggja fyrir í lok mánaðar. Sömu daga fór fram hóp handleiðsla á vegum Auðnast ehf., fyrir stjórnendur og alla deildarstjóra Birkilundar ásamt því að allir leikskólastjórendur leikskólanna í Skagafirði fengu einstaklings stjórnendahandleiðslu.
Í Ársölum eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. má ætla að fjögur börn verði tekin inn í janúar en þau eru fædd á árunum 2021-2023 og fara á eldra stig.
Á Birkilundi eru 14 börn sem bíða innritunar, þ.a. verða tvö tekin inn í janúar en þau eru fædd árið 2023. Af þessum 14 börnum sem bíða innritunar eru þrjú börn sem eru þegar vistuð á öðrum leikskóla í Skagafirði. Nýir starfsmenn eru að koma til starfa á leikskólanum og m.v. þær ráðningar sem gerðar hafa verið nú þegar þá er hægt að taka inn sjö börn í mars.
Í Tröllaborg eru þrjú börn sem bíða innritunar og eru þau fædd í lok ársins 2024. Ætla má að hægt verði að innrita öll þau börn í febrúar 2026.
Umsóknir eru að berast um störf í leikskólunum. Vonir eru til þess að áframhald verði á ráðningum starfsmanna og hægt verði að innrita sem flest börn á næstu vikum.
Á síðasta fundi fræðslunefndar var leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar falið að ganga til samninga við Auðnast ehf., Þemagreining á áskorunum leikskólans Ársala var framkvæmd af Auðnast í Ráðhúsi Skagafjarðar dagana 27. og 28. nóvember 2025. Öllum deildarstjórum skólans var boðið viðtal sem og aðstoðar- og leikskólastjóra. Enginn forföll voru á fólki. Auðnast er viðurkenndur þjónustuaðili á grundvelli reglugerðar nr. 730/2012. Markmið þemagreiningar er að kortleggja áskoranir í vinnuumhverfi, vinnumenningu, sálfélagslega áhættuþætti og verndandi þætti, líðan í starfi og önnur þemu. Einnig að meta áhrif af þekktum og greindum áhættuþáttum í leikskólaumhverfinu. Jafnframt að leggja til úrbætur ef þurfa þykir. Ábyrgðarmaður greiningar fyrir hönd Auðnast er Katrín Þrastardóttir sérfræðingur í vinnuvernd. Auk hennar komu að greiningunni Helena Katrín Hjaltadóttir og Hrefna Hugosdóttir sérfræðingar í vinnuvernd. Niðurstaða þemagreiningar mun liggja fyrir í lok mánaðar. Sömu daga fór fram hóp handleiðsla á vegum Auðnast ehf., fyrir stjórnendur og alla deildarstjóra Birkilundar ásamt því að allir leikskólastjórendur leikskólanna í Skagafirði fengu einstaklings stjórnendahandleiðslu.