Fara í efni

Innleiðing Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar

Málsnúmer 2512123

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 43. fundur - 16.12.2025

Heillaspor er heildræn og tengslamiðuð nálgun sem styður við inngildandi skóla- og frístundastarf. Nálgunin á sér traustan fræðilegan og rannsóknarlegan grunn sem byggir á tengslakenningum, áfallamiðaðri nálgun, félags- og taugavísindum. Heillaspor markar skýra sýn á forvarnir, snemmtækan stuðning og eflingu verndandi þátta sem eru í samræmi við markmið farsældarlaga. Verkefnið er eitt af nokkrum verkefnum Miðstöðvar menntunar- og skólaþjónustu sem byggir starf sitt á grunni farsældarlaga og menntastefnu stjórnvalda. Í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum 444/2019 kemur fram að skólaþjónusta skuli beinast að því að efla skóla sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veita starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Með innleiðingu Heillaspora er hlutverk sérfræðinga skólaþjónustu við leiðsögn, fræðslu og eftirfylgni á fyrsta þjónustustigi skilgreint. Lagður er grunnur að umgjörð fyrir samstarfi milli skóla, foreldra, sveitarfélaga og annarra þjónustuaðila. Áhersla er lögð á að nýta samræmdar aðferðir, markvissa gagnaöflun og samfellda leiðsögn og eftirfylgd.
Skólaþjónusta Skagafjarðar hefur kynnt sér verkefnið og vill gera samstarfsamning við miðstöð Menntunar- og skólaþjónustu um innleiðingu Heillaspora í skólaþjónustu Skagafjarðar. Skólaþjónustan hefur sótt um styrk til lýðsheilsusjóðs fyrir úthlutun árið 2026.
Fræðslunefnd samþykkir samhljóða að fela Leiðtoga farsældar, fræðslu og ráðgjafar að leggja drög að samstarfssamningi fyrir á næsta fund nefndarinnar ásamt kostnaðaráætlun og yfirlit yfir styrki sem hægt er að sækja í verkefnið.