Fara í efni

Framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði

Málsnúmer 2304014

Vakta málsnúmer

Fræðslunefnd - 13. fundur - 12.04.2023

Steinn Leó, sviðsstjóri veitu - og framkvæmdasviðs, kynnti helstu framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði. Miklar framkvæmdir eru á dagskrá, sem snúa bæði að uppbyggingu og endurbótum. Verið er að bjóða út framkvæmdir við Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi, sem snúa m.a. að þakskiptum á eldri byggingu, klæðningu á norðurhlið hennar, klæðningu og gluggaskiptum á vesturhlið nýrri byggingar og endurgerð snyrtinga. Fyrirhugað er að ráðast í enn frekari uppbyggingu á Hofsósi með nýju íþróttahúsi og sömuleiðis er verið að þarfagreina innra rými grunnskólans. Einnig hefur verið samþykkt að bjóða út framkvæmdir við Árskóla sem snúa að endurbótum á A-álmu skólans, gluggaskiptum í sömu álmu og klæðningu á vesturhlið. Í Varmahlíð er verið að leggja lokahönd á hönnun skólahúsnæðis og stefnt á að bjóða út fyrsta hluta leikskólaframkvæmdarinnar í sumar.

.



Fræðslunefnd - 22. fundur - 18.01.2024

Jón Örn Berndsen og Ingvar Páll Ingvarsson, starfsmenn framkvæmdasviðs kynntu framkvæmdir við skólamannvirki í Skagafirði.

Á Hofsósi er áhersla lögð á aðgengismál við grunnskólann og Höfðaborg, innan- og utandyra. Búið er að panta lyftu fyrir Grunnskólann austan Vatna á Hofsósi sem verður sett upp fyrir haustið. Þá er einnig unnið að hönnun á húsnæði skólans til framtíðar með tengingu við íþróttasal. Vinna hefur verið í gangi við klæðningu og mun henni ljúka fyrir haustið samhliða vinnu við lyftu.

Til stendur að bjóða út framkvæmdir í febrúar við nýjan leikskóla Í Varmahlíð. Ef allt gengur vel er stefnt að því að í sumar verði húsið steypt upp og klárað að utan og á árinu 2025 verði húsnæðið klárað að innan.

Í Árskóla þarf að skipta um glugga í A-álmu og hafa þeir verið keyptir en ekki hefur verið samið um verkið við verktaka en tímalínan liggur ekki ljós fyrir á þessum tímapunkti.

Fræðslunefnd - 26. fundur - 17.04.2024

Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir stöðu á framkvæmdum við Grunnskólann austan Vatna. Búið er að setja glugga í norðurhlið eldri byggingarinnar og er nú unnið að frágangi. Veggklæðning verður sett á þá hlið í vor. Lyfta fyrir skólann er komin til landsins og á hún að vera tilbúin til notkunar fyrir haustið. Áætluð verklok á lyftustokki eru 2. ágúst. Búið er að teikna nýtt anddyri og panta hurðir í það. Í hönnun er malbikaður stígur við skólahúsnæðið sem tengist sparkvelli og gangstétt við Lindargötu. Hæðarsetning, lagning og lýsing þarf að setja í verðkönnun eða útboð. Byrjað er að vinna frumdrög að íþróttasal og búningsaðstöðu.