Fara í efni

Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar, þjóðlendu 2.12.2025)

Málsnúmer 2512074

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 88. fundur - 11.12.2025

Málið áður á dagskrá á 309. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 13. september 2017, má nr. 1707040, eftirfarandi bókað:
Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)
"Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, sbr. meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar byggðarráðs frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið."
Á 359. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 11. október 2017 var fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar bókar eftirfarandi á 705. fundi - 13.08.2015
"Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands."
Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015.
Í dag liggur fyrir umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 2. desember 2025 undirritað af Regínu Sigurðardóttur ásamt uppfærðu "LANDSPILDUBLAÐ - UNADALS- OG DEILDARDALSAFRÉTT - SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR" dags. 02.12.2025, kort nr. SV7B-UDA. Uppdráttur í mkv. 1:250.000 í A3.
Í umsókn kemur m.a. fram: Landsvæði það sem óskast stofnað er þjóðlendna skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011 og dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra, skv. d-lið, 5. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 5/2025 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Unadals- og Deildardalsafréttir, er þjóðlenda og afrétt jarða í fyrrum Hofshreppi, nú í Skagafirði. Afmörkun svæðisins er sbr. dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012:
Mörk milli þjóðlendu og eignarlanda á Una- og Deildardal afmarkast svo:
Upphafspunktur er á sýslumörkum í sunnanverðum Hákömbum við Deildardalsjökul, punktur 1 hjá óbyggðanefnd (un1). Þaðan er fyrrum sveitarfélagamörkum Hofshrepps og Hólahrepps fylgt til suðvesturs þar til komið er að merkjum Grafarsels á háfjalli milli Vesturdals og Kolbeinsdals N497864,19 A589979,48 (un2), punktur 1 á korti Byggðasafns Skagafjarðar. Þaðan til norðvesturs í Afréttará (Vesturá) (un2a) þar til komið er að hornmerki Grindarsellands við Vesturdalsá N491458,76 A593383,29, punktur 6 (un3). Þaðan í hornpunkt Grindarsellands sunnan við Smjörskál, punktur 7 N491993,46
A593846,67 (un4). Þaðan í hornmerki Grindarsel- lands við Seljadalsá (un5) N491993,48 A594486,92, punktur 8. Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Óslandssel við Selja- dalsá N492843,83 A594515,72 punktur 12 (un6). Þaðan í horn- merki Marbælissellands við Strangalæk og Seljadalsá, punktur 13 N495492,47 A593915,59 (un7). Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Deildardalsafrétt á háfjalli, punktur 14 N496051,16 A595900,40 (un8). Þaðan í punkt 15 N497258,75 A595600,81 á háfjalli milli Unadals og Seljadals (un9). Þaðan í punkt 16 við Klifhól, N497061,25 A598259,80 (un10). Eftir það til austurs í syðsta punkt Spánárlands við Grjótá (un11). Þaðan í háfjall á fyrrum hreppamörkum Hofshrepps og Fljótahrepps (punktur 13 hjá óbyggðanefnd) (un12). Þaðan er fylgt fyrrum hreppamörkum Fljótahrepps og Hofshrepps og síðan sýslumörkum um Hákamba (un13) til suðurs allt að upphafspunkti við Deildardalsjökul (un1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl umsóknar eru:
Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011.
Dómur HéraðsdómsNorðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015.
Uppfært landspildublað sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar Unadals- og Deildardalsafréttar.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Unadals- og Deildardalsafréttar í Skagafirði.
Með vísan til nefndra bókana Skipulags- og byggingarnefndar, byggðarráðs og staðfestinga sveitarstjórnar Skagafjarðar hér að framan og dóms Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin stofnun umbeðinnar þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.