Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Glaumbær Byggðasafn Skagfirðinga - Deiliskipulag
Málsnúmer 2101290Vakta málsnúmer
2.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag
Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við deiliskipulagstillögu fyrir "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 16.10.2025- 30.11.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Innan skipulagssvæðis “Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag" eru tvær óráðstafaðar lóðir, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 sem ekki falla að skipulagstillögunni, þeirra getið í skipulagslýsingu þar sem m.a. segir:
"Þá eru lóðirnar Flæðar spennistöð og Flæðar hleðslustöð innan svæðisins. Þær eru nýjar og óbyggðar og verður fundin hentugri staðsetning með skipulagi þessu."
Í kafla 2.2.3 Lóðir og byggingarreitir í skipulagslýsingu er gerð grein fyrir 2 nýjum nýjum lóðum sem ætlaðar eru fyrir spennistöð og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá samþykkir nefndin einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að eyða lóðum/fasteignum, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 og sameina þær landnúmeri Sauðarkróks L218097.
Þrjár umsagnir bárust sem gefa ekki tilefni til breytinga.
Innan skipulagssvæðis “Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag" eru tvær óráðstafaðar lóðir, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 sem ekki falla að skipulagstillögunni, þeirra getið í skipulagslýsingu þar sem m.a. segir:
"Þá eru lóðirnar Flæðar spennistöð og Flæðar hleðslustöð innan svæðisins. Þær eru nýjar og óbyggðar og verður fundin hentugri staðsetning með skipulagi þessu."
Í kafla 2.2.3 Lóðir og byggingarreitir í skipulagslýsingu er gerð grein fyrir 2 nýjum nýjum lóðum sem ætlaðar eru fyrir spennistöð og hleðslustöð fyrir rafmagnsbíla.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.
Þá samþykkir nefndin einnig samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að eyða lóðum/fasteignum, Flæðar Hleðslustöð L239829 og Flæðar Spennistöð L239827 og sameina þær landnúmeri Sauðarkróks L218097.
3.Freyjugata - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2511082Vakta málsnúmer
Kynnt fyrir skipulagsnefnd fyrirliggjandi samþykki frá Brák íbúðafélagi hses um minnkun á lóð þeirra við Freyjugötu 9 á Sauðárkróki. Það í samræmi við beiðni forsvarsmanna Gunnars Bjarnasonar ehf. varðandi möguleg uppbyggingaráform á svæðinu.
4.Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar, þjóðlendu 2.12.2025)
Málsnúmer 2512074Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá á 309. fundi Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar 13. september 2017, má nr. 1707040, eftirfarandi bókað:
Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)
"Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, sbr. meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar byggðarráðs frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið."
Á 359. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 11. október 2017 var fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar bókar eftirfarandi á 705. fundi - 13.08.2015
"Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands."
Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015.
Í dag liggur fyrir umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 2. desember 2025 undirritað af Regínu Sigurðardóttur ásamt uppfærðu "LANDSPILDUBLAÐ - UNADALS- OG DEILDARDALSAFRÉTT - SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR" dags. 02.12.2025, kort nr. SV7B-UDA. Uppdráttur í mkv. 1:250.000 í A3.
Í umsókn kemur m.a. fram: Landsvæði það sem óskast stofnað er þjóðlendna skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011 og dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra, skv. d-lið, 5. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 5/2025 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Unadals- og Deildardalsafréttir, er þjóðlenda og afrétt jarða í fyrrum Hofshreppi, nú í Skagafirði. Afmörkun svæðisins er sbr. dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012:
Mörk milli þjóðlendu og eignarlanda á Una- og Deildardal afmarkast svo:
Upphafspunktur er á sýslumörkum í sunnanverðum Hákömbum við Deildardalsjökul, punktur 1 hjá óbyggðanefnd (un1). Þaðan er fyrrum sveitarfélagamörkum Hofshrepps og Hólahrepps fylgt til suðvesturs þar til komið er að merkjum Grafarsels á háfjalli milli Vesturdals og Kolbeinsdals N497864,19 A589979,48 (un2), punktur 1 á korti Byggðasafns Skagafjarðar. Þaðan til norðvesturs í Afréttará (Vesturá) (un2a) þar til komið er að hornmerki Grindarsellands við Vesturdalsá N491458,76 A593383,29, punktur 6 (un3). Þaðan í hornpunkt Grindarsellands sunnan við Smjörskál, punktur 7 N491993,46
A593846,67 (un4). Þaðan í hornmerki Grindarsel- lands við Seljadalsá (un5) N491993,48 A594486,92, punktur 8. Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Óslandssel við Selja- dalsá N492843,83 A594515,72 punktur 12 (un6). Þaðan í horn- merki Marbælissellands við Strangalæk og Seljadalsá, punktur 13 N495492,47 A593915,59 (un7). Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Deildardalsafrétt á háfjalli, punktur 14 N496051,16 A595900,40 (un8). Þaðan í punkt 15 N497258,75 A595600,81 á háfjalli milli Unadals og Seljadals (un9). Þaðan í punkt 16 við Klifhól, N497061,25 A598259,80 (un10). Eftir það til austurs í syðsta punkt Spánárlands við Grjótá (un11). Þaðan í háfjall á fyrrum hreppamörkum Hofshrepps og Fljótahrepps (punktur 13 hjá óbyggðanefnd) (un12). Þaðan er fylgt fyrrum hreppamörkum Fljótahrepps og Hofshrepps og síðan sýslumörkum um Hákamba (un13) til suðurs allt að upphafspunkti við Deildardalsjökul (un1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl umsóknar eru:
Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011.
Dómur HéraðsdómsNorðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015.
Uppfært landspildublað sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar Unadals- og Deildardalsafréttar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Unadals- og Deildardalsafréttar í Skagafirði.
Með vísan til nefndra bókana Skipulags- og byggingarnefndar, byggðarráðs og staðfestinga sveitarstjórnar Skagafjarðar hér að framan og dóms Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin stofnun umbeðinnar þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
Unadals- og Deildardalsafréttir - Umsókn um stofnun fasteignar (þjóðlendu)
"Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 4. júlí 2017 undirritað af Regínu Sigurðardóttur og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. gr. laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, sbr. meðfylgjandi umsókn er úrdráttur úr dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012. Með vísan til bókunar byggðarráðs frá 13.8.2015 samþykkir Skipulags- og byggingarnefnd erindið og felur byggingarfulltrúa að afgreiða erindið."
Á 359. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar 11. október 2017 var fundargerð skipulags- og byggingarnefndar samþykkt.
Byggðarráð Svf. Skagafjarðar bókar eftirfarandi á 705. fundi - 13.08.2015
"Lagður fram dómur Héraðsdóms Norðurlands vestra frá 5. júní 2015 í máli E-50/2012, Sveitarfélagið Skagafjörður gegn Ríkissjóði Íslands. Sveitarfélagið krafðist þess að felldur yrði úr gildi að hluta úrskurður óbyggðanefndar í málinu nr. 1/2009 og 2/2009. Niðurstaðan er að úrskurðir óbyggðanefndar um þjóðlendur er staðfestur að mestu, en þó er fallist á að sellöndin í Una- og Deildardal séu eignarlönd sveitarfélagsins.
Byggðarráð samþykkir að áfrýja ekki dómi héraðsdóms til Hæstaréttar Íslands."
Afgreiðsla 705. fundar byggðarráðs staðfest á 330. fundi sveitarstjórnar 19. ágúst 2015.
Í dag liggur fyrir umsókn Forsætisráðuneytisins dagsett 2. desember 2025 undirritað af Regínu Sigurðardóttur ásamt uppfærðu "LANDSPILDUBLAÐ - UNADALS- OG DEILDARDALSAFRÉTT - SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR" dags. 02.12.2025, kort nr. SV7B-UDA. Uppdráttur í mkv. 1:250.000 í A3.
Í umsókn kemur m.a. fram: Landsvæði það sem óskast stofnað er þjóðlendna skv. úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011 og dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015. Um hana fer eftir ákvæðum laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta, nr. 58/1998, með síðari breytingum.
Landeigandi: Íslenska ríkið, skv. 2. gr. laga nr. 58/1998.
Fyrirsvarsmaður: Forsætisráðherra, skv. d-lið, 5. tölul. 1. gr. forsetaúrskurðar nr. 5/2025 um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands.
Land innan eftirfarandi marka, þ.e. Unadals- og Deildardalsafréttir, er þjóðlenda og afrétt jarða í fyrrum Hofshreppi, nú í Skagafirði. Afmörkun svæðisins er sbr. dóm Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012:
Mörk milli þjóðlendu og eignarlanda á Una- og Deildardal afmarkast svo:
Upphafspunktur er á sýslumörkum í sunnanverðum Hákömbum við Deildardalsjökul, punktur 1 hjá óbyggðanefnd (un1). Þaðan er fyrrum sveitarfélagamörkum Hofshrepps og Hólahrepps fylgt til suðvesturs þar til komið er að merkjum Grafarsels á háfjalli milli Vesturdals og Kolbeinsdals N497864,19 A589979,48 (un2), punktur 1 á korti Byggðasafns Skagafjarðar. Þaðan til norðvesturs í Afréttará (Vesturá) (un2a) þar til komið er að hornmerki Grindarsellands við Vesturdalsá N491458,76 A593383,29, punktur 6 (un3). Þaðan í hornpunkt Grindarsellands sunnan við Smjörskál, punktur 7 N491993,46
A593846,67 (un4). Þaðan í hornmerki Grindarsel- lands við Seljadalsá (un5) N491993,48 A594486,92, punktur 8. Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Óslandssel við Selja- dalsá N492843,83 A594515,72 punktur 12 (un6). Þaðan í horn- merki Marbælissellands við Strangalæk og Seljadalsá, punktur 13 N495492,47 A593915,59 (un7). Þaðan í hornmerki Marbælissellands við Deildardalsafrétt á háfjalli, punktur 14 N496051,16 A595900,40 (un8). Þaðan í punkt 15 N497258,75 A595600,81 á háfjalli milli Unadals og Seljadals (un9). Þaðan í punkt 16 við Klifhól, N497061,25 A598259,80 (un10). Eftir það til austurs í syðsta punkt Spánárlands við Grjótá (un11). Þaðan í háfjall á fyrrum hreppamörkum Hofshrepps og Fljótahrepps (punktur 13 hjá óbyggðanefnd) (un12). Þaðan er fylgt fyrrum hreppamörkum Fljótahrepps og Hofshrepps og síðan sýslumörkum um Hákamba (un13) til suðurs allt að upphafspunkti við Deildardalsjökul (un1). Að því leyti sem fylgt er jökuljaðri er miðað við stöðu jökuls eins og hann var við gildistöku þjóðlendulaga 1. júlí 1998.
Fylgiskjöl umsóknar eru:
Útdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 2/2009, dags. 10. október 2011.
Dómur HéraðsdómsNorðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015.
Uppfært landspildublað sem sýnir afmörkun þjóðlendunnar Unadals- og Deildardalsafréttar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðna stofnun þjóðlendu, Unadals- og Deildardalsafréttar í Skagafirði.
Með vísan til nefndra bókana Skipulags- og byggingarnefndar, byggðarráðs og staðfestinga sveitarstjórnar Skagafjarðar hér að framan og dóms Héraðsdóms Norðurlands vestra í máli nr. E-50/2012, dags. 5. júní 2015 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falin stofnun umbeðinnar þjóðlendu sbr. 14. gr. laga um skráningu, merki og mat fasteigna nr. 6/2001, með síðari breytingum.
5.Suðurgata 3 (L143781) - Lóðarmál
Málsnúmer 2511205Vakta málsnúmer
Einar E. Einarsson óskar eftir með tölvupósti dags. 26.11. sl. fyrir hönd Suðurgötu 3 ehf. þar sem ekki liggja fyrir þinglýst gögn, frumheimildir varðandi tilurð lóðarinnar nr. 3 við Suðurgötu, (landnúmer lóðar L143781) að gerður verði á grundvelli gildandi deiliskipulags staðfestu af Skipulagsstjóra Ríkisins 25.02.1987, lóðaleigusamningur ásamt lóðarblaði fyrir lóðina.
Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að lóðarblaði með hnitsettri afmörkun lóðarinnar sem byggir á nefndu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að lóðarblaði og felur skipulagsfulltrúa að láta fullvinna lóðarblaðið ásamt merkjalýsingu og ganga frá skráningu lóðarinnar jafnframt því að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
Skipulagsfulltrúi leggur fram drög að lóðarblaði með hnitsettri afmörkun lóðarinnar sem byggir á nefndu deiliskipulagi.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlögð drög að lóðarblaði og felur skipulagsfulltrúa að láta fullvinna lóðarblaðið ásamt merkjalýsingu og ganga frá skráningu lóðarinnar jafnframt því að gera lóðarleigusamning við hlutaðeigandi.
Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu erindisins.
6.Páfastaðir á Langholti - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2512077Vakta málsnúmer
Sigurður Baldursson, Guðrún Kristín Jóhannesdóttir og Ívar Sigurðsson f.h. Páfastaða ehf., sem er þinglýstur eigandi Páfastaða, landnr. 145989, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit í landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 1. des. 2025.
Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7783-0101.
Á byggingarreitinn er fyrirhugað að flytja tilbúið starfsmanna- og gestahús, sem komið verður fyrir á forsteyptum undirstöðum. Heildarstærð byggingarreits 50 m2, stærð húss sem fyrirhugað er að byggja á reitnum er um 15 m2, hæð allt að 3,0 m. Í húsinu verður gistiaðstaða fyrir starfsmann eða gesti á búinu.
Stofnun byggingarreitsins skerðir ekki ræktað land eða búrekstrarskilyrði. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði nr. L-1 þar sem ræktarlandi er hlíft og ekki er verið að rjúfa samfellu landbúnaðarlands. Einnig er byggingarreitur í samræmi við almenn ákvæði fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæðum þar sem hann er nærri öðrum húsum á jörðinni, innviðir, s.s. vegir og veitur, nýtast áfram og uppbyggingin tengist landbúnaðarstarfsemi. Þá er byggingarreitur utan verndar- og helgunarsvæða og umfang hans hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur hvað varðar aðgengi, landnotkun, útsýni eða skuggavarp. Skv. kafla 12.4 í gildandi aðalskipulagi metur skipulagsnefnd hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, almennra ákvæða aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Í sama kafla kemur fram að sveitarstjórn getur heimilað stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7783-0101.
Á byggingarreitinn er fyrirhugað að flytja tilbúið starfsmanna- og gestahús, sem komið verður fyrir á forsteyptum undirstöðum. Heildarstærð byggingarreits 50 m2, stærð húss sem fyrirhugað er að byggja á reitnum er um 15 m2, hæð allt að 3,0 m. Í húsinu verður gistiaðstaða fyrir starfsmann eða gesti á búinu.
Stofnun byggingarreitsins skerðir ekki ræktað land eða búrekstrarskilyrði. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði aðalskipulags fyrir landbúnaðarsvæði nr. L-1 þar sem ræktarlandi er hlíft og ekki er verið að rjúfa samfellu landbúnaðarlands. Einnig er byggingarreitur í samræmi við almenn ákvæði fyrir landnotkun á landbúnaðarsvæðum þar sem hann er nærri öðrum húsum á jörðinni, innviðir, s.s. vegir og veitur, nýtast áfram og uppbyggingin tengist landbúnaðarstarfsemi. Þá er byggingarreitur utan verndar- og helgunarsvæða og umfang hans hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur hvað varðar aðgengi, landnotkun, útsýni eða skuggavarp. Skv. kafla 12.4 í gildandi aðalskipulagi metur skipulagsnefnd hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, almennra ákvæða aðalskipulags um landnotkun á landbúnaðarsvæðum og umfangi framkvæmda. Í sama kafla kemur fram að sveitarstjórn getur heimilað stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
Óskað hefur verið eftir umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.
7.Mannskaðahóll L146558 á Höfðaströnd - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2512080Vakta málsnúmer
Sunna Dís Bjarnadóttir og Bjarni Salberg Pétursson, f.h. Mannskaðahóls ehf., þinglýsts eiganda jarðarinnar Mannskaðahóll, landnr. 146558, óska eftir heimild til að stofna 5.300 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi, hnitsettum afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 77410000 útg. 18. nóv. 2025. Afstöðuppdráttur unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjós. Hámarksbyggingarmagn verður 1.100 m² og hámarksbyggingarhæð verður 10 m frá gólfi í mæni. Þak verður tvíhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur að óverulegu leyti inn á ræktað land og rífur ekki samfellu landbúnaðarlands, sbr. ákvæði 12.4.1. kafla greinargerðar aðalskipulags um uppbyggingu á L-1 landbúnaðarsvæðum. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags. Fyrirhuguð bygging er landbúnaðarbygging og mun styðja við landbúnaðarstarfsemi á jörðinni, byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir, og um er að ræða byggingu sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægð milli bygginga og vega og ákvæðum aðalskipulags um að hlífa ræktuðu landi, samfellu ræktaðs lands og hagrænni nýtingu innviða. Þá var einnig horft til sjónlínu nærliggjandi bæjarhlaða, Mýrarkots og Litlu-Brekku, í Málmey. Sjónlína frá Mýrarkoti er sýnd á afstöðuuppdrætti og liggur vestan byggingarreits. Skv. hæðalínum stendur bæjarhlað Litlu-Brekku í um 60 m hæð en mæld landhæð undir byggingarreit er á bilinu 16-22 m hæð. Gólfkóti byggingar liggur ekki fyrir en óraunhæft er að setja hann í þá hæð að hann skerði sjónlínu frá íbúðarhúsi á Litlu-Brekku í Málmey, sem er í um 1,5 km fjarlægð frá byggingarreit. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Þar sem bygginaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Mýrarkots er erindið einnig áritað af eigendum þeirrar landeignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt framlögð gögn og þau geri ekki athugasemdir við uppbyggingaráform.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt fjós. Hámarksbyggingarmagn verður 1.100 m² og hámarksbyggingarhæð verður 10 m frá gólfi í mæni. Þak verður tvíhalla.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarsvæði nr. L-1 í aðalskipulag Skagafjarðar 2020-2035 og er í samræmi við ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu á landbúnaðarsvæðum. Reiturinn gengur að óverulegu leyti inn á ræktað land og rífur ekki samfellu landbúnaðarlands, sbr. ákvæði 12.4.1. kafla greinargerðar aðalskipulags um uppbyggingu á L-1 landbúnaðarsvæðum. Byggingaráform eru í samræmi við almenn ákvæði um landnotkun á landbúnaðarsvæðum sem talin eru upp í kafla 12.4 í greinargerð aðalskipulags. Fyrirhuguð bygging er landbúnaðarbygging og mun styðja við landbúnaðarstarfsemi á jörðinni, byggingarreitur er staðsettur þannig að nýting núverandi innviða, s.s. vegakerfi, hitaveitu, rafmagnsveitu og fjarskipta, kallar ekki á umfangsmiklar framkvæmdir, og um er að ræða byggingu sem er ekki líkleg til að hafa veruleg áhrif á mengun eða aðgengi. Jafnframt segir í sama kafla:
"Skipulagsnefnd metur hverju sinni málsmeðferð uppbyggingaráforma m.t.t. skipulagslaga, með hliðsjón af ofangreindum ákvæðum og umfangi framkvæmda.
Sveitarstjórn getur ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif."
Staðsetning byggingarreits, sem hér er sótt um, byggir á ákvæðum skipulagsreglugerðar um fjarlægð milli bygginga og vega og ákvæðum aðalskipulags um að hlífa ræktuðu landi, samfellu ræktaðs lands og hagrænni nýtingu innviða. Þá var einnig horft til sjónlínu nærliggjandi bæjarhlaða, Mýrarkots og Litlu-Brekku, í Málmey. Sjónlína frá Mýrarkoti er sýnd á afstöðuuppdrætti og liggur vestan byggingarreits. Skv. hæðalínum stendur bæjarhlað Litlu-Brekku í um 60 m hæð en mæld landhæð undir byggingarreit er á bilinu 16-22 m hæð. Gólfkóti byggingar liggur ekki fyrir en óraunhæft er að setja hann í þá hæð að hann skerði sjónlínu frá íbúðarhúsi á Litlu-Brekku í Málmey, sem er í um 1,5 km fjarlægð frá byggingarreit. Byggingaráform samrýmast núverandi landnotkun og lögð verður áhersla á fyrirhuguð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Þar sem bygginaráform kunna að varða hagsmuni eigenda Mýrarkots er erindið einnig áritað af eigendum þeirrar landeignar til staðfestingar um að þeim hafi verið kynnt framlögð gögn og þau geri ekki athugasemdir við uppbyggingaráform.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
8.Háeyri 8, L197232 - Beiðni um frest til að skila inn umsókn um byggingarleyfi og heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi
Málsnúmer 2512079Vakta málsnúmer
Fyrir liggur erindi frá Fisk-Seafood dags. 5.12.2025 þar sem m.a. kemur fram:
Þann 05. mars 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar úthluta FISK-Seafood ehf. iðnaðar- og athafnalóðinni Háeyri 8, landnr. 197574.
Sveitarstjórn samþykkti að úthlutunina þann 12. mars 2025.
Í erindi umsækjenda kemur m.a. fram:
Undanfarin misseri hefur FISK-Seafood staðið í framkvæmdum annars staðar á hafnarsvæðinu og ekki haft tök á að ráðast í ætlaða uppbyggingu á Háeyri 8 samtímis. Nú er nefndri framkvæmd lokið og mun lóðarhafi nú hefja hönnunarvinnu vegna uppbygginar á Háeyri 8.
Því er óskað eftir fresti til að skila inn umsókn um byggingarleyfi sbr. 10.1 gr. úthlutunarreglna Skagafjarðar dags. 14. sept. 2022. Hönnunarvinna mun hefjast á næstu vikum og lóðarhafi áformar að hefja uppbyggingu á haustmánuðum árið 2026, að fengnum tilheyrandi heimildum frá sveitarfélaginu.
Þá óskar lóðarhafi eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin mun ná til Háeyrar 6, L179232, og Háeyrar 8, L197574, en umsækjandi er lóðarhafi beggja lóða. Að fengnu leyfi sveitarfélags, til að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulags, verður unnin breytingartillaga sem verður kynnt fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd, sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. 4. gr. hafnarreglugerðar nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Að fengnu samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar á breytingartillögu yrði hún lögð fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn frest til að hefja framkvæmdir til og með 01.08.2026.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og og skal deiliskipulagsbreytingunni vera lokið fyrir 01.05.2026 og minnir jafnframt á að vinna þarf skipulagið í samráði við landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar sbr. Hafnarreglugerð Skagafjarðar.
Þann 05. mars 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar úthluta FISK-Seafood ehf. iðnaðar- og athafnalóðinni Háeyri 8, landnr. 197574.
Sveitarstjórn samþykkti að úthlutunina þann 12. mars 2025.
Í erindi umsækjenda kemur m.a. fram:
Undanfarin misseri hefur FISK-Seafood staðið í framkvæmdum annars staðar á hafnarsvæðinu og ekki haft tök á að ráðast í ætlaða uppbyggingu á Háeyri 8 samtímis. Nú er nefndri framkvæmd lokið og mun lóðarhafi nú hefja hönnunarvinnu vegna uppbygginar á Háeyri 8.
Því er óskað eftir fresti til að skila inn umsókn um byggingarleyfi sbr. 10.1 gr. úthlutunarreglna Skagafjarðar dags. 14. sept. 2022. Hönnunarvinna mun hefjast á næstu vikum og lóðarhafi áformar að hefja uppbyggingu á haustmánuðum árið 2026, að fengnum tilheyrandi heimildum frá sveitarfélaginu.
Þá óskar lóðarhafi eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin mun ná til Háeyrar 6, L179232, og Háeyrar 8, L197574, en umsækjandi er lóðarhafi beggja lóða. Að fengnu leyfi sveitarfélags, til að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulags, verður unnin breytingartillaga sem verður kynnt fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd, sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. 4. gr. hafnarreglugerðar nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Að fengnu samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar á breytingartillögu yrði hún lögð fyrir skipulagsnefnd.
Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn frest til að hefja framkvæmdir til og með 01.08.2026.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og og skal deiliskipulagsbreytingunni vera lokið fyrir 01.05.2026 og minnir jafnframt á að vinna þarf skipulagið í samráði við landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar sbr. Hafnarreglugerð Skagafjarðar.
9.Borgarsíða 5 - Borgarsíða 7 - Borgarteigur 6 - Beiðni um skipti á lóðum
Málsnúmer 2504115Vakta málsnúmer
Á 87. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar var tekið fyrir erindi frá Ágústi Andréssyni fyrir hönd Norðar ehf., beiðni um frest til að kynna byggingaráform og framkvæmdir á lóðinni við Borgarsíðu 5.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði eftir frekari rökstuðningi.
Í tölvupósti frá umsækjanda dags. 2.12.2025 kemur m.a. fram að lóðarhafi mun ákveða fyrir 1. júní 2026 hvort lóðinni verði skilað eða önnur áform en möguleg sameining lóðanna Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6 verði kynnt.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að framlengja frest til að hefja framkvæmdir við Borgarsíðu 5 til og með 01.05.2026. Sé ekki ætlunin að hefja framkvæmdir skal umsækjandi skila inn lóðinni fyrir 15.04.2026.
Skipulagsnefnd frestaði afgreiðslu erindisins og óskaði eftir frekari rökstuðningi.
Í tölvupósti frá umsækjanda dags. 2.12.2025 kemur m.a. fram að lóðarhafi mun ákveða fyrir 1. júní 2026 hvort lóðinni verði skilað eða önnur áform en möguleg sameining lóðanna Borgarsíðu 5 og Borgarteigs 6 verði kynnt.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að framlengja frest til að hefja framkvæmdir við Borgarsíðu 5 til og með 01.05.2026. Sé ekki ætlunin að hefja framkvæmdir skal umsækjandi skila inn lóðinni fyrir 15.04.2026.
10.Umsagnarbeiðni vegna máls nr 1028 2024 í Skipulagsgátt - Blöndulína (breyting á aðalskipulagi)
Málsnúmer 2408184Vakta málsnúmer
Húnabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar við eftirfarandi mál í Skipulagsgátt:
Blöndulína, nr. 1028/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1028 .
Kynningartími er frá 4.12.2025 til 15.1.2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 - 2022 vegna Blöndulínu 3.
Blöndulína, nr. 1028/2024: Auglýsing tillögu (Breyting á aðalskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2024/1028 .
Kynningartími er frá 4.12.2025 til 15.1.2026.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Húnavatnshrepps 2012 - 2022 vegna Blöndulínu 3.
11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 75
Málsnúmer 2512003FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 75 þann 01.12.2025.
Fundi slitið - kl. 14:30.
Skipulagssvæðið er 18,90 hektarar, helstu markmið deiliskipulagsins verða að bæta aðgengi og móttöku ferðamanna og gesta sem sækja heim Byggðasafn Skagfirðinga og Glaumbæjarkirkju. Skipulaginu er ætlað að skapa ramma um jákvæða uppbyggingu til lengri tíma. Lögð verður áhersla á að mannvirki hafi samræmda heildarásýnd sem falli vel að sérkennum umhverfisins og núverandi byggð.
Helstu viðfangsefni í deiliskipulaginu verða:
Fyrirhuguð uppbygging á húsnæði undir starfsemi safnsins þar sem
gerð verður grein fyrir byggingarreitum, hámarks byggingarmagni og öðrum byggingaskilmálum.
Setja fram, í samstarfi við Vegagerðina, tillögu að bættri vegtengingu við Sauðárkróksbraut (75) til að auka umferðaröryggi og bæta aðgengi.
Skipuleggja safnasvæðið og umhverfi Glaumbæjarkirkju, fyrirkomulag bílastæða, stígakerfi, aðgengi að minjasvæðum, merkingar og yfirbragð umhverfis.
Stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.