Fara í efni

Háeyri 8, L197232 - Beiðni um frest til að skila inn umsókn um byggingarleyfi og heimild til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2512079

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 88. fundur - 11.12.2025

Fyrir liggur erindi frá Fisk-Seafood dags. 5.12.2025 þar sem m.a. kemur fram:
Þann 05. mars 2025 samþykkti skipulagsnefnd að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar úthluta FISK-Seafood ehf. iðnaðar- og athafnalóðinni Háeyri 8, landnr. 197574.
Sveitarstjórn samþykkti að úthlutunina þann 12. mars 2025.
Í erindi umsækjenda kemur m.a. fram:
Undanfarin misseri hefur FISK-Seafood staðið í framkvæmdum annars staðar á hafnarsvæðinu og ekki haft tök á að ráðast í ætlaða uppbyggingu á Háeyri 8 samtímis. Nú er nefndri framkvæmd lokið og mun lóðarhafi nú hefja hönnunarvinnu vegna uppbygginar á Háeyri 8.
Því er óskað eftir fresti til að skila inn umsókn um byggingarleyfi sbr. 10.1 gr. úthlutunarreglna Skagafjarðar dags. 14. sept. 2022. Hönnunarvinna mun hefjast á næstu vikum og lóðarhafi áformar að hefja uppbyggingu á haustmánuðum árið 2026, að fengnum tilheyrandi heimildum frá sveitarfélaginu.
Þá óskar lóðarhafi eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins á sinn kostnað skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin mun ná til Háeyrar 6, L179232, og Háeyrar 8, L197574, en umsækjandi er lóðarhafi beggja lóða. Að fengnu leyfi sveitarfélags, til að láta vinna tillögu að breytingu deiliskipulags, verður unnin breytingartillaga sem verður kynnt fyrir landbúnaðar- og innviðanefnd, sem fer með framkvæmdastjórn hafnarmála skv. 4. gr. hafnarreglugerðar nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar. Að fengnu samþykki landbúnaðar- og innviðanefndar á breytingartillögu yrði hún lögð fyrir skipulagsnefnd.

Skipulagsnefnd samþykkir umbeðinn frest til að hefja framkvæmdir til og með 01.08.2026.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að umsækjanda verði heimilað að láta vinna deiliskipulagsbreytingu á eigin kostnað og og skal deiliskipulagsbreytingunni vera lokið fyrir 01.05.2026 og minnir jafnframt á að vinna þarf skipulagið í samráði við landbúnaðar- og innviðanefnd Skagafjarðar sbr. Hafnarreglugerð Skagafjarðar.