Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag
Málsnúmer 2206310
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 6. fundur - 13.07.2022
Vísað frá 2. fundi skipulagsnefndar 30. júní 2022 þannig bókað.
Lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra sem vísar til samþykktar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 25. maí 2022 um fyrirhugaða byggingu menningarhús við Faxatorg á Sauðárkróki, sem í felst endurbætur og viðbygging á núverandi Safnahúsi Skagfirðinga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort fyrirhuguð framkvæmd samræmist gildandi deiliskipulagi.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Flæðar á Sauðárkróki.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.
Lögð fram fyrirspurn Sigfúsar Inga Sigfússonar sveitarstjóra sem vísar til samþykktar í sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar dags. 25. maí 2022 um fyrirhugaða byggingu menningarhús við Faxatorg á Sauðárkróki, sem í felst endurbætur og viðbygging á núverandi Safnahúsi Skagfirðinga. Óskað er eftir upplýsingum um hvort fyrirhuguð framkvæmd samræmist gildandi deiliskipulagi.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Flæðar á Sauðárkróki.
Erindið borið upp til afgreiðslu og samþykkt með þremur atkvæðum.
Skipulagsnefnd - 3. fundur - 20.07.2022
Lögð fram tillaga að afmörkun skipulagssvæðis fyrir endurskoðun á gildandi deiliskipulagi. Ákveðið að stækka skipulagssvæðið til suðurs frá fyrri afmörkun.
Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsvinnuna.
Skipulagsfulltrúa falið að leita tilboða í deiliskipulagsvinnuna.
Skipulagsnefnd - 24. fundur - 04.05.2023
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki, útg. 1.0, dags. 27.04.2023 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 2,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að austan, áhorfendabrekku íþróttavallar að sunnan, neðsta hluta Nafa að austan og Suðurgötu að norðan.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 13. fundur - 10.05.2023
Vísað frá 24. fundi skipulagsnefndar frá 4. maí sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki, útg. 1.0, dags. 27.04.2023 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 2,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að austan, áhorfendabrekku íþróttavallar að sunnan, neðsta hluta Nafa að austan og Suðurgötu að norðan.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki, útg. 1.0, dags. 27.04.2023 sem unnin var á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagssvæðið nær yfir 2,4 ha svæði sem afmarkast af Skagfirðingabraut að austan, áhorfendabrekku íþróttavallar að sunnan, neðsta hluta Nafa að austan og Suðurgötu að norðan.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir með níu atkvæðum, að setja skipulagslýsingu fyrir Flæðar á Sauðárkróki í auglýsingu í samræmi við 40. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd - 29. fundur - 27.07.2023
Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við auglýsta deiliskipulagslýsingu fyrir Flæðarnar á Sauðárkróki. Umsögnum er vísað til vinnu við gerð deiliskipulagstillögu.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.
Skipulagsnefnd - 82. fundur - 15.09.2025
Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi "Flæðar á Sauðárkróki" uppdráttur nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025
Vísað frá 82. fundi skipulagsnefndar frá 15. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi "Flæðar á Sauðárkróki" uppdráttur nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson og Eyþór Fannar Sveinsson kvöddu sér hljóðs.
Fulltrúar Byggðalistans óska bókað:
"Það er ljóst að bygging húsnæðis í þeim tilgangi að varðveita menningaminjar okkar Skagfirðinga er nauðsynlegt til að bregðast við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar varðveislu. Einnig er ljóst að endubætur á húsnæði Héraðsskjalasafns Skagfirðinga við Faxatorg hafa lengi verið brýnar og því er jákvætt að Íslenska ríkið sé tilbúið að tengja þessi verkefni saman og koma til móts við uppbyggingu og endurbætur.
Vinningstillaga af menningarhúsi frá Arkís arkitektum sýnir mjög metnaðarfulla uppbyggingu á Flæðum, uppbyggingu sem við höfum áhyggjur af að geti orðið íþyngjandi fyrir sveitarfélagið að fullkomna. Semja þarf við arkitektana um ýmsa þætti sem við kemur efnisvali byggingarhluta, uppbyggingu lóðar og annað sem getur haft áhrif á útlit hússins og á lóð. Í framhaldi af því finnst okkur varasamt að leggja fram svo nánar útlits myndir úr tillögunni í deiliskipulag fyrir svæðið, sem getur hæglega tekið miklum breytingum á nánari stigum hönnunar. Þess má geta að lóðin er utan þess kostnaðar sem ríkið tekur þátt í og því teljum við nauðsynlegt að vanda til við nánari hönnun hennar og bera saman við lóðir sem hafa verið í uppbyggingu að undanförnu.
Uppfærsla á hönnun og áætlunum mun gefa skýrari mynd af kostnaði en að því sögðu liggur ekki fyrir sá kostnaður sem mun leggjast á sveitarfélagið og miðað við áætluð verkefni og viðhaldskuldir sveitarfélagssins nú þegar, þá sitjum við hjá við afgreiðslu málsins."
Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalistans sitja hjá við afgreiðslu málsins.
"Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi "Flæðar á Sauðárkróki" uppdráttur nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.
Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.
Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."
Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson og Eyþór Fannar Sveinsson kvöddu sér hljóðs.
Fulltrúar Byggðalistans óska bókað:
"Það er ljóst að bygging húsnæðis í þeim tilgangi að varðveita menningaminjar okkar Skagfirðinga er nauðsynlegt til að bregðast við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar varðveislu. Einnig er ljóst að endubætur á húsnæði Héraðsskjalasafns Skagfirðinga við Faxatorg hafa lengi verið brýnar og því er jákvætt að Íslenska ríkið sé tilbúið að tengja þessi verkefni saman og koma til móts við uppbyggingu og endurbætur.
Vinningstillaga af menningarhúsi frá Arkís arkitektum sýnir mjög metnaðarfulla uppbyggingu á Flæðum, uppbyggingu sem við höfum áhyggjur af að geti orðið íþyngjandi fyrir sveitarfélagið að fullkomna. Semja þarf við arkitektana um ýmsa þætti sem við kemur efnisvali byggingarhluta, uppbyggingu lóðar og annað sem getur haft áhrif á útlit hússins og á lóð. Í framhaldi af því finnst okkur varasamt að leggja fram svo nánar útlits myndir úr tillögunni í deiliskipulag fyrir svæðið, sem getur hæglega tekið miklum breytingum á nánari stigum hönnunar. Þess má geta að lóðin er utan þess kostnaðar sem ríkið tekur þátt í og því teljum við nauðsynlegt að vanda til við nánari hönnun hennar og bera saman við lóðir sem hafa verið í uppbyggingu að undanförnu.
Uppfærsla á hönnun og áætlunum mun gefa skýrari mynd af kostnaði en að því sögðu liggur ekki fyrir sá kostnaður sem mun leggjast á sveitarfélagið og miðað við áætluð verkefni og viðhaldskuldir sveitarfélagssins nú þegar, þá sitjum við hjá við afgreiðslu málsins."
Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalistans sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Skipulagsnefnd - 84. fundur - 13.10.2025
Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 18.09.2025- 06.10.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.
Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.
Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
Sveitarstjórn Skagafjarðar - 42. fundur - 15.10.2025
Vísað frá 84. fundi skipulagsnefndar frá 13. október sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 18.09.2025- 06.10.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.
Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.“
Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."
Hlé gert á fundinum.
Þá kvaddi Guðlaugur Skúlason sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi:
"Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vill benda á að ekki eru sérstakar takmarkanir til uppbyggingar mannvirkja á þessu landi en í þessu tilfelli er það einungis hluti varðveislurýmis sem lendir innan hættumatslínunnar. Samkvæmt skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók kemur fram að innan hættumatslínu A sé „heimilt að reisa nýtt íbúðar- og atvinnuhúsnæði án sérstakra styrkinga, nema hvað styrkja þarf hús þar sem búist er við miklum mannsöfnuði (svo sem fjölbýlishús, skóla, sjúkrahús) og íbúðarhús með fleiri en fjórum íbúðum.“ Í fyrirliggjandi vinnslutillögu er samantekt áhrifa á umhverfisþætti þar sem náttúruvá er metin núll í matinu. Jafnframt gerir Veðurstofa Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu innan línunnar. Skýrslu Veðurstofu Íslands frá 2015 má finna á heimasíðu Veðurstofunnar."
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Sveitarstjórn samþykkir, með sjö atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
„Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 18.09.2025- 06.10.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.
Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.“
Eyþór Fannar Sveinsson kvaddi sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd Byggðalista, svohljóðandi:
"Fulltrúar Byggðalista telja það varhugavert að byggingareitur fyrir nýtt menningarhús við Faxatorg sé að hluta innan skilgreinds A-hættusvæðis með tilliti til ofanflóða, eins og fram kemur í deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg.
Á fundi Byggðarráðs nr. 162 og fundi Skipulagsnefndar nr. 83 í september síðastliðnum, var bréf lagt til kynningar frá Náttúruhamfaratryggingum Íslands. Í bréfinu var vakin athygli á 16. grein laga um Náttúruhamfaratryggingu Íslands nr. 55/1992, en hún fjallar um heimild NTÍ til að lækka bætur eða synja bótakröfum á mannvirki sem skipulögð eru og byggð á fyrir fram þekktum hættusvæðum með tilliti til náttúruhamfara.
Í bréfinu er áréttað að skipulag byggðar og leyfisveitingar á þekktum hættusvæðum séu á ábyrgð skipulagsyfirvalda og þeirra sem byggja og reka mannvirki á slíkum svæðum.
Í greinagerð með deiliskipulagstillögu fyrir Faxatorg er stuðst við skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók.
Í skýrslunni er vitnað í reglugerð nr. 505/2000 sem fjallar um hættumat vegna ofanflóða og flokkun og nýtingu hættusvæða. Í skýrslunni kemur fram að skv. reglugerðinni sé heimilt að byggja innan A-hættusvæðis á þegar byggðum svæðum, án þess að gerð sé krafa um styrkingu mannvirkja. Hins vegar sé krafist styrkingar á mannvirki sé það byggt á óbyggðum svæðum. Við nánari skoðun fyrrnefndrar reglugerðar og breytingu hennar frá árinu 2017 er ekki hægt að greina þá tilvitnun sem fjallar um að styrkkröfur á mannvirki séu engar á áður byggðum svæðum. Í reglugerðinni kemur hins vegar fram að skv. 21. grein um nýtingu hættusvæða megi mannvirki rísa á hættusvæði A sé það styrkt til að standast kröfur um ásteymisþrýsting fyrir slíkt svæði. Í 22. grein um sérstaka nýtingu hættusvæða A og B kemur fram að heimilt sé að reisa mannvirkið án kvaða fyrrnefndar 21. greinar, ef liggi fyrir ákvörðun sveitarstjórnar um að varanlegt varnarvirki verði risið innan fimm ára.
Í ljósi þess að NTÍ hefur heimild til að synja bótakröfum og með tilliti til reglugerðar um nýtingu hættusvæða teljum við að ef byggja á mannvirki fyrir menningarminjar innan hættumatslínu A, líkt og vinningstillaga hönnunarsamkeppni gerir ráð fyrir og deiliskipulagstillagan fyrir Faxatorg er unnin eftir, verði að gera grein fyrir mótvægisaðgerðum vegna ofanflóða í deiliskipulaginu. Það er mikilvægt að kostnaður við slíkar aðgerðir komi fram á hönnunarstigi og til að svo verði þarf skipulagið sjálft að gera kröfur um aðgerðir. Hönnunarsamkeppni var á sínum tíma krafa ríkisins og því er mikilvægt að gera ríkinu grein fyrir þeim viðbótarkostnaði sem hlýst af aðgerðum gegn ofanflóðum með það að markmiði að semja um þátttöku þess í kostnaði og lágmarka þannig kostnað sveitarfélagsins.
Fulltrúar Byggðalista ítreka einnig fyrri bókun frá 41. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar og sitja hjá við afgreiðslu þessa máls."
Hlé gert á fundinum.
Þá kvaddi Guðlaugur Skúlason sér hljóðs og lagði fram bókun fyrir hönd meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, svohljóðandi:
"Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks vill benda á að ekki eru sérstakar takmarkanir til uppbyggingar mannvirkja á þessu landi en í þessu tilfelli er það einungis hluti varðveislurýmis sem lendir innan hættumatslínunnar. Samkvæmt skýrslu Veðurstofu Íslands frá árinu 2015 um ofanflóðahættumat fyrir Sauðárkrók kemur fram að innan hættumatslínu A sé „heimilt að reisa nýtt íbúðar- og atvinnuhúsnæði án sérstakra styrkinga, nema hvað styrkja þarf hús þar sem búist er við miklum mannsöfnuði (svo sem fjölbýlishús, skóla, sjúkrahús) og íbúðarhús með fleiri en fjórum íbúðum.“ Í fyrirliggjandi vinnslutillögu er samantekt áhrifa á umhverfisþætti þar sem náttúruvá er metin núll í matinu. Jafnframt gerir Veðurstofa Íslands ekki athugasemdir við fyrirhugaða uppbyggingu innan línunnar. Skýrslu Veðurstofu Íslands frá 2015 má finna á heimasíðu Veðurstofunnar."
Álfhildur Leifsdóttir kvaddi sér hljóðs.
Sveitarstjórn samþykkir, með sjö atkvæðum að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalista sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Þar sem fyrirhuguð framkvæmd samræmist ekki gildandi deiliskipulagi, leggur skipulagsnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við endurskoðun á gildandi deiliskipulagi fyrir Flæðar á Sauðárkróki.