Fara í efni

Sveitarstjórn Skagafjarðar

41. fundur 17. september 2025 kl. 16:15 - 17:47 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson forseti
  • Hrund Pétursdóttir aðalm.
  • Sigurður Bjarni Rafnsson varam.
    Aðalmaður: Hrefna Jóhannesdóttir
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir 1. varaforseti
  • Eyþór Fannar Sveinsson varam.
    Aðalmaður: Jóhanna Ey Harðardóttir
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson 2. varaforseti
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir aðalm.
  • Guðlaugur Skúlason aðalm.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Í upphafi fundar fór forseti þess á leit við fundarmenn að taka fundargerð 82. fundar skipulagsnefndar frá 15. september 2025 inn á fund sveitarstjórnar með afbrigðum. Jafnframt óskar forseti eftir að mál "Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag" og "Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarreit" verði tekin inn á dagskrá sveitarstjórnar með afbrigðum. Samþykkt samhljóða

1.Byggðarráð Skagafjarðar - 159

Málsnúmer 2508018FVakta málsnúmer

Fundargerð 159. fundar byggðarráðs frá 27. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sigfús Ingi Sigfússon kvaddi sér hljóðs
  • 1.1 2508116 Beiðni um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Mál áður á dagskrá 158. fundar byggðarráðs þann 20. ágúst 2025 þar sem fallist var á að bjóða nokkrum leigutökum á Nöfum á fund byggðarráðs.

    Til fundarins komu Sunna Atladóttir, lögmaður og Sigurjóna Skarphéðinsdóttir fyrir hönd leigutaka á Nöfum auk Arnórs Halldórssonar lögmanns Skagafjarðar sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

    Rætt var um innihald nýrra lóðaleigusamninga um lóðir á Nöfum auk þess sem farið var yfir skilmála sem snerta leigulok og skil á lóðum.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegu erindi með tillögum sem hægt er að taka afstöðu til. Veittur er frestur til 10. september.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Mál áður á dagskrá 158. fundar byggðarráðs þann 20. ágúst sl., þar sem ákveðið var að boða Ævari Jóhannssyni á fund byggðarráðs til að ræða nánar ósk hans um kaup á landi.

    Ævar Jóhannsson sat fundinn undir þessum lið.

    Ævar fór betur yfir ósk sína um kaup á Hofsós lóð 4, landnúmer 219946 og brekkunni vestan við Naustabakka ásamt hluta af Hofsós lóð 1, landnúmer 219944.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa lóð 4, landnúmer 219946 til sölu og afla nánari upplýsinga um aðrar aðliggjandi lóðir.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með sjö atkvæðum.

    Eyþór Fannar Sveinsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Byggðarráð Skagafjarðar lýsir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vesta. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af mennta- og barnamálaráðuneyti í byrjun júní sl. var sagt að í sumar ætti að fara fram fullnaðarhönnun og áætlunargerð vegna viðbyggingarinnar. Jafnframt kom þar fram að hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu lægi fyrir uppsafnað fjármagn til þessara framkvæmda upp á 2,6 milljarða, ætlað til uppbyggingar við fjóra framhaldsskóla og að einn af þeim væri Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Það liggur líka fyrir að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra muni greiða 40% byggingarkostnaðar og að þau hafa gert ráð fyrir sinni greiðsluþátttöku. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir virðist hins vegar afar lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina. Sú aðstaða sem starfsmönnum og nemendum FNV er boðin í dag er óásættanleg og stenst engar kröfur sem gerðar eru um slíka starfsemi.

    Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á ríkisstjórn Íslands að koma þessu brýna verkefni áfram og tryggja að framkvæmdir hefjist ekki seinna en í vetur, eins og sagt var í umræddri fréttatilkynningu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vesta. Sú aðstaða sem starfsmönnum og nemendum FNV er boðin í dag er óásættanleg og stenst engar kröfur sem gerðar eru um slíka starfsemi.

    Í fréttatilkynningu sem gefin var út af mennta- og barnamálaráðuneyti í byrjun júní sl. var sagt að í sumar ætti að fara fram fullnaðarhönnun og áætlunargerð vegna viðbyggingarinnar. Jafnframt kom þar fram að hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu lægi fyrir uppsafnað fjármagn til þessara framkvæmda upp á 2,6 milljarða, ætlað til uppbyggingar við fjóra framhaldsskóla og að einn af þeim væri Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Það liggur líka fyrir að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra muni greiða 40% byggingarkostnaðar og að þau hafa gert ráð fyrir sinni greiðsluþátttöku.

    Í stefnuræðu forsætisráðherra, 10. september sl., kom fram í ræðu ráðherra að á næsta ári yrðu hafnar framkvæmdir við stækkun fjögurra verknámsskóla vítt um land sem væru fjármagnaðar. Er fagnaðarefni að svo skýrt hafi verið kveðið að orði um að áform um stækkun verknámshúsa framhaldsskólanna fjögurra skuli ekki stranda á fjármögnun og nauðsynlegt að staðfesting þess efnis verði send skriflega til Framkvæmdasýslunnar ? Ríkiseigna, sem fer með útboð framkvæmdanna.

    Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á ríkisstjórn Íslands að koma þessu brýna verkefni áfram og tryggja að framkvæmdir hefjist ekki seinna en í vetur, eins og lýst var yfir í umræddri fréttatilkynningu menntamálaráðuneytis.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Á árinu 2025 er útsvarshlutfall 14,97% eftir samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga frá 15.12.2023 um tekjustofna vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Tekin umræða um útsvarshlutfall ársins 2026.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2026.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Útsvarshlutfall 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

2.Byggðarráð Skagafjarðar - 160

Málsnúmer 2508026FVakta málsnúmer

Fundargerð 160. fundar byggðarráðs frá 4. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2026 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks var óbreytt milli áranna 2024 og 2025 og liggur því fyrir tillaga um að styrkurinn hækki um 10% fyrir árið 2026.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins,

    Heilsueflingarstyrkur 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2026 og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2026 lögð fyrir byggðarráð til afgreiðslu. Gjaldskráin hljóðar upp á 2,7% hækkun frá gjaldskrá ársins 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Brunavarna og slökkvitækjaþjónusta 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar, þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
    "Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 02. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 02_Félagsþjónusta, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar, þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
    "Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 06. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 06_Æskulýðs- og íþróttamál, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
    "Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2026. Tillagan felur í sér 2,7% hækkun að jafnaði. Leiga til íþróttafélaga vegna gistinga hækkar þó um 50%, úr kr. 1.000 í kr. 1.500, þar sem sá gjaldaliður hefur verið óbreyttur um árabil. Nefndin samþykkir gjaldskrána samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá Húss frítímans 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Máli vísað frá 40. fundi fræðslunefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá tónlistarskóla 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Máli vísað frá 40. fundi fræðslunefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
    "Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur. Hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Gjaldskrá grunnskóla 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 160 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2025, „Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum“. Umsagnarfrestur er til og með 19.09.2025.
    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar endurskoðun laganna en minnir á að vandamál vegna jarðvegsskriða á byggðum svæðum í bæði þéttbýli og dreifbýli hafa aukist á liðnum árum vegna m.a. hækkandi hitastigs, aukins gróðurs í bröttum brekkum og hærri vatnsstöðu í rigningarsömum árum. Þetta hefur nú þegar leitt til algjörlega ófyrirsjáanlegra skriðufalla sem hafa valdið tjóni á íbúðarhúsum og mannvirkjum í þéttbýli sem erfiðlega hefur gengið að fá bætt af Ofanflóðasjóði. Frá því að lög um varnir gegn ofanflóðum og skriðföllum tóku gildi hefur margt breyst í veðurfari og samfélagsgerð á Íslandi, sem hefur eðlilega haft og mun hafa enn frekari áhrif á þau verkefni sem Ofanflóðasjóði er ætlað að fjármagna.
    Í dag er vaxandi ógn af jarðvegsskriði í Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók. Skríði þessi jarðvegur fram meira en nú þegar er orðið mun það leiða til skemmda á löngu byggðum íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum. Í þessu tilfelli er jafnframt mjög kostnaðarsamt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og fjarlægja jarðveg og gróður eða ráðast í gerð varnargarða til að koma í veg fyrir frekara tjón. Því er nauðsynlegt við endurskoðun laganna að sveitarfélög geti sótt fjármuni í Ofanflóðasjóð til bæði fyrirbyggjandi aðgerða og einnig ef til tjóns kemur. Minna má að vítt og breytt um landið má finna hús og byggðir sem risu löngu áður en núverandi skipulagslög eða varnir gegn ofanflóðum tóku gildi.
    Jafnframt þarf að kveða á um með skýrari hætti en er í gildandi lögum að óski sveitarstjórnir eftir gerð hættumats vegna mögulegra ofanflóða þá skuli skilyrðislaust orðið við slíkri beiðni. Það er ekki að gamni gert að sveitarstjórnir leggi slíka beiðni fram.
    Enn fremur er nauðsynlegt að skýra ákvæði 1. greinar umræddra laga hvað varðar fall eða flóð af náttúrulegum ástæðum þannig að óumdeilt sé að undir ákvæði laganna falli ofanflóð vegna óstöðugra jarðlaga, í ljósi þeirra breytinga á náttúrufari sem þegar hefur orðið vart við.
    Bókun fundar Afgreiðsla 160. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

3.Byggðarráð Skagafjarðar - 161

Málsnúmer 2509009FVakta málsnúmer

Fundargerð 161. fundar byggðarráðs frá 10. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • 3.1 2508116 Beiðni um fund
    Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Á 159. fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 27. ágúst sl. mættu til fundarins umboð frá leigutökum á lóðum á Nöfum á Sauðárkróki sem óskað höfðu eftir að fá að koma fyrir fund byggðarráðs. Rætt var um efnislegt inntak lóðarleigusamninga og skil á lóðum við samningslok. Byggðarráð óskaði eftir að frá hópnum kæmi formlegt erindi með útfærslum sem þau leggðu til, þannig að byggðarráð gæti tekið afstöðu til þeirra. Þá var veittur frestur til að skila inn formlegu erindi fyrir byggðarráð til 10. september 2025.

    Sunna Axelsdóttir, lögfræðingur hjá Ásey lögmannsstofu, hefur tekið við málinu fyrir hönd hópsins og sent byggðarráði erindi dagsett 10. september 2025 þar sem hún óskar eftir þriggja vikna fresti til að skila inn fyrrgreindum tillögum fyrir byggðarráð.

    Byggðarráð ákveður samhljóða að hafna beiðni um frekari frest og bendir á að nú séu meira en 8 mánuðir liðnir frá því umræddir lóðarleigusamningar runnu út.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Lagt fram erindi frá rekstrarstýru Samtaka um kvennaathvarf, dags. 5. september 2025, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2026 að fjárhæð kr. 200.000.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita 200.000 kr. styrk til Kvennaathvarfsins á árinu 2026 og tekur fjármagnið af deild 21890 á því fjárhagsári.

    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefnd, þann 28. ágúst s., þannig bókað:
    "Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, reglurnar grundvallast á 25. gr. laga laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs"

    Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Reglur vegna 25.gr. laga um málefni fatlaðs fólks, styrkir til náms, verkfæra og tækjakaupa, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 159/2025, "Áform um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar". Umsagnarfrestur er til og með 19.09. 2025.

    Byggðarráð Skagafjarðar fagnar markmiðum ríkisstjórnar Íslands um að grípa fyrr fólk sem misst hefur atvinnu og lent á atvinnuleysisskrá af einhverjum orsökum, og stuðla að aukinni virkni hjá þeim hópi sem útsettur er fyrir langtímaatvinnuleysi.
    Það er í hróplegu ósamræmi við þessa stefnu nýrrar ríkisstjórnar að Vinnumálastofnun hafi gefið út þann 1. september sl. að þjónustuskrifstofa stofnunarinnar á Sauðárkróki hafi verið lokað tímabundið auk þess sem forstöðumaður Norðurlands vestra, Norðurlands eystra og Austurlands hjá Vinnumálastofnun hefur staðfest við sveitarfélagið að skrifstofan verði flutt frá þessu stærsta vinnusóknarsvæði landshlutans. Í öðrum landshlutum eru þjónustuskrifstofur Vinnumálastofnunar þar sem fjölmennasti þéttbýliskjarninn er, þ.e. á Akranesi, Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi, Reykjanesbæ og í Reykjavík. Fyrrgreind ákvörðun er ekki í samræmi við áform um að aukinn kraftur verði lagður í að aðstoða þá sem hafa verið lengi án atvinnu við að komast út á vinnumarkaðinn.
    Þá lýsir byggðarráð yfir miklum áhyggjum af að hámarkslengd tímabils þar sem atvinnuleysistryggingar eru greiddar verði stytt um 12 mánuði þannig að heimilt verði að greiða atvinnuleysistryggingar í samtals 18 mánuði í stað 30 mánaða, líkt og nú er samkvæmt gildandi lögum. Áætlað er að þessi skerðing muni skila um sex milljarða króna sparnaði á ári fyrir ríkissjóð þegar hún verður að fullu innleidd.
    Líklegt er að hluti þess fólks sem missir réttindi sín við þessa fyrirhuguðu breytingu muni þurfa að leita með auknum þunga í fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og þar með færist útgjöld frá ríkissjóði til sveitarfélaganna. Í matsskjali um áhrif fyrirhugaðrar lagasetningar sem fylgir með gögnum í Samráðsgátt kemur fram að mat á áhrifum á fjárhag sveitarfélaga hafi enn sem komið er ekki verið lagt fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga til umsagnar. Það er með öllu óboðlegt að svo viðamiklar breytingar séu lagðar fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda án fullnægjandi áhrifamats.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 160/2025, "Áform um breytingu á ýmsum lögum vegna einföldunar regluverks og aukinnar skilvirkni eftirlits með hollustuháttum, mengunarvörnum og matvælum". Umsagnarfrestur er til og með 19.09. 2025.

    Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir að framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra komi til næsta fundar ráðsins til viðræðu um áformaðar lagabreytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Lagt fram til kynningar erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dagsett 2. september 2025. Í tilefni af 80 ára afmæli Sambands íslenskra sveitarfélaga stendur Sambandið fyrir morgunfundi um lýðræði og starfsumhverfi kjörinna fulltrúa í Hofi á Akureyri þann 16. september næstkomandi. Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • 3.7 2501002 Ábendingar 2025
    Byggðarráð Skagafjarðar - 161 Lagðar fram til kynningar innsendar ábendingar til sveitarfélagsins og viðbrögð við ábendingunum. Bókun fundar Afgreiðsla 161. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

4.Félagsmála- og tómstundanefnd - 37

Málsnúmer 2508016FVakta málsnúmer

Fundargerð 37. fundar fræðslunefndar frá 28. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Guðlaugur Skúlason, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Guðlaugur Skúlason, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurður Bjarni Rafnsson kvöddu sér hljóðs.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 02. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs.

    Fulltrúi Vg og Óháðra óska bókað:
    Það er dapurt að sjá að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í heimsendan mat í dreifbýli Skagafjarðar í komandi fjárhagsáætlunar ramma en eins og segir í 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 er skylda sveitarfélaga að sinna þeirri þjónustu, en vonandi sjáum við samþykktan viðauka þegar aðrar leiðir verða reyndar en þær sem ekki heppnuðust á þessu ári.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ítrekar bókun sína frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
    "Fulltrúi Vg og Óháðra óska bókað: Það er dapurt að sjá að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í heimsendan mat í dreifbýli Skagafjarðar í komandi fjárhagsáætlunar ramma en eins og segir í 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 er skylda sveitarfélaga að sinna þeirri þjónustu, en vonandi sjáum við samþykktan viðauka þegar aðrar leiðir verða reyndar en þær sem ekki heppnuðust á þessu ári."

    Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
    "Á grundvelli minnisblaðs dags. 3. mars 2025, sem starfsmenn Skagafjarðar unnu, komu fram mjög góðar hugmyndir í formi 8 mismunandi tillagna til að koma til móts við mögulega þörf á heimsendingu matar í dreifbýli Skagafjarðar. Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 á sveitarstjórn að sjá um að félagsþjónusta sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum og er þar átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Ekki er í lögunum farið fram á að sveitarfélögin niðurgreiði þessa þjónustu enda ljóst að aðstæður sveitarfélaga til að geta veitt þjónustuna með slíkum hætti eru mjög ólíkar eftir því hvort t.d. er um landstór og dreifbýl sveitarfélög að ræða eða lítil og þéttbýl.

    Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti samhljóða á fundi sínum 6. mars 2025 að ráðast í úrræði sjö og átta til prufu. Leiðirnar sem voru valdar eru eftirfarandi: Leið 7 - aðstoð við að kaupa tilbúna rétti úr dagdvöl og leið 8 - afhendingu matarbakka í grunnskólunum í Varmahlíð og á Hofsósi á virkum dögum. Á þeim sama fundi voru umræður um minnisblaðið og þær leiðir sem settar voru þar fram en nokkrar þeirra tengdust heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Engin þeirra þótti raunhæf sökum kostnaðar og mikils flækjustigs. Þar sem ekki hefur verið fundin lausn sem minnihlutanum hugnast óskaði meirihlutinn bókað að fá fram hugmyndir eða útfærslur frá fulltrúa VG og óháðra, sem ekki hefur verið velt upp áður, svo hægt sé að taka umræðu um hana á fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Enn hafa ekki borist hugmyndir eða útfærslur frá fulltrúa VG og óháðra."

    Fulltrúar VG og óháðra óska bókað:
    "Það er sérstakt að kasta boltanum með þessum hætti á kjörna fulltrúa minnihluta sem unnið hafa að málinu af heilum hug með öðrum í nefndinni. Það er dapurt að meirihluti láti þetta þarfa mál snúast um að sé minnihlutans að leysa málið þegar fulltrúar minnihluta ýta á eftir lögboðnum verkefnum sveitarfélagsins. Þetta snýst um mjög þarfa þjónustu við eldri borgara í dreifðari byggðum sveitarfélagsins sem njóta ekki sömu þjónustu og eldri borgarar í póstnúmerinu 550 Sauðárkrókur.

    Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð"

  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 06. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2026. Tillagan felur í sér 2,7% hækkun að jafnaði. Leiga til íþróttafélaga vegna gistinga hækkar þó um 50%, úr kr. 1.000 í kr. 1.500, þar sem sá gjaldaliður hefur verið óbreyttur um árabil. Nefndin samþykkir gjaldskrána samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur starfsfólki að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.


    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, reglurnar grundvallast á 25. gr. laga laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2025, sem eru eftirfarandi: 25. september, 30. október, 27. nóvember og 18. desember. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagt fram til kynningar bréf frá forstjóra Barna- og fjölskyldustofu um innleiðingu á nýju verklagi í barnaverndarþjónustu á landsvísu. Heildræn innleiðing Signs of Safety (SofS) í barnavernd á Íslandi er eitt af þeim verkefnum sem voru sett á oddinn í framkvæmdaáætlun ríkisins á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 ? 2027. Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. júlí 2025 frá Innviðaráðuneytinu þar sem það býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Fræðslan fer fram á fjarfundi í septembermánuði nk. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá SSNV dags. 27.6.2025 þar sem sveitarfélög á Norðurlandi vestra eru hvött til að eiga fulltrúa á námskeiði sem Samband Íslenskra sveitarfélaga býður sveitarfélögum á Norðurlandi vestra upp á þann 3. september nk. Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar með eða í kringum ungmennaráð sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

5.Fræðslunefnd - 40

Málsnúmer 2508020FVakta málsnúmer

Fundargerð 40. fundar fræðslunefndar frá 28. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Fræðslunefnd - 40 Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.
    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar fræðslunefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 40 Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur. Hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar fræðslunefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 40 Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá leikskólastjórum um stöðu á biðlistum, mönnun og aðlögun nýrra nemenda. Í Ársölum er búið að innrita 37 börn en vegna manneklu hefur ekki verið hægt að taka öll börn inn í aðlögun, eru því fimm börn á aldrinum 14-16 mánaða á biðlista, það elsta fætt í lok júní 2024. Nægt pláss er til að taka öll börn inn en skortur er á starfsfólki og fáar umsóknir borist um störf. Skólastjórnendur og starfsfólk Ársala hafa lagst á eitt til að koma sem flestum börnum inn á leikskólann og vill nefndin þakka þeim sérstaklega fyrir útsjónarsemi og sveigjanleika.
    Í Tröllaborg eru engin börn á biðlista. Á Hofsósi er fullmannaður leikskóli miðað við barnafjölda. Á Hólum er fjölgun á börnum og þar vantar starfsmann í eitt stöðugildi til að mæta undirbúningstíma, vinnutímastyttingu kennara og styttri vinnuviku hjá almennum starfsmönnum frá og með 1. október n.k.
    Í Birkilundi er gert ráð fyrir að ný leikskólabygging verði tilbúin um miðjan október. Um 20 börn eru á biðlista en engin börn hafa verið innrituð. Skertur opnunartími hefur verið í Birkilundi vegna mönnunarvanda en frá 1. september verður full opnun í leikskólanum. Búið er að manna leikskólann miðað við þann barnafjölda sem er í leikskólanum núna en ráða þarf í nokkur stöðugildi þegar nýr leikskóli verður tekinn í notkun.
    Auglýsingar eru í loftinu fyrir alla þrjá leikskólana. Í Skagafirði fer fram metnaðarfullt leikskólastarf og hvetur fræðslunefnd áhugasama til að sækja um laus störf í leikskólum sveitarfélagsins. Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum fyrir greinagóða samantekt á stöðu mála í leikskólunum.


    Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar fræðslunefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 40 Lagðar fram til kynningar Sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla 2024-2025 Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar fræðslunefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkæðum.
  • Fræðslunefnd - 40 Lagt fram tvö mál, fært í trúnaðarbók Bókun fundar Afgreiðsla 40. fundar fræðslunefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 14. maí 2025 með níu atkæðum.

6.Landbúnaðar- og innviðanefnd - 32

Málsnúmer 2509001FVakta málsnúmer

Fundargerð 32. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar frá 3. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir kvaddi sér hljóðs.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 32 Fyrirliggur ósk um umsögn um stofnun lögbýlis að Lyngási í Sæmundarhlíð, landnr. 229259, skv. fyrirliggjandi gögnum.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að heimila stofnun lögbýlisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 32 Á fundum Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. og 19. ágúst lýsti nefndin áhyggjum sínum af fyrirhugaðri lokun á 2G og 3G dreifikerfa farsíma um næstu áramót og þá sérstaklega að lokun þeirra skerði þjónustu við GSM símanotendur í Skagafirði, og reyndar á landinu öllu.
    Nefndinni hafa nú borist svör um viðhorf þriggja fjarskiptafyrirtækja, Símans, Nova og Sýnar. Um svörin má almenn segja að símafyrirtækin hafa ekki alveg sömu áhyggjur og nefndin um neikvæð áhrif breytinganna og segja að 4G og 5G kerfin verði efld á móti. Í svarinu frá Símanum kemur fram að bæta eigi afköst núverandi 4G senda ásamt því að setja eigi upp nýja 5G senda í Varmahlíð, Hólum, Hegranesi og Sauðárkróki á næstu 12-18 mánuðum. Frá Nova komu þær upplýsingar að núverandi þjónustusvæðið myndi ekki minnka en þeir eru nú þegar byrjaðir að fækka 3G sendum sem þeir segja að muni í raun hafa jákvæð áhrif á nýtingu og dreifingu 4G kerfisins, þar sem símar eru ekki flakka á milli 3G og 4G kerfanna. Sýn sendi okkur svör sem innihéldu meðal annars þær upplýsingar að 4G kerfið myndi eflast við lokun sendanna, bæði vegna tækniatriða en eins vegna þess að þeir ætla að fjölga sendum og verður t.d. nýr 4G sendir settur upp á Laufásum í ár ásamt því að á næstu tveimur árum verður annar búnaður endurnýjaður eða uppfærður ásamt því að fyrir liggur 5 ára áætlun um fjölgun 5G senda, sem hefst á næsta ári í Skagafirði. Jafnframt kom fram í svari Sýnar að dekkun á 4G er í dag meiri í heildina en 2G og 3G voru samanlagt þegar mest var hjá þeim.
    Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar svörin og vonar að þær aðgerðir sem símafyrirtækin ætli að ráðast í tryggi öruggt farsímasamband um allan fjörð. Engu að síður er mjög mikilvægt að íbúar sem upplifa skerta farsímaþjónustu í tengslum við þessa breytingu eða almennt slæmt símasamband í dag sendi tölvupóst á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is með eftirfarandi upplýsingum:

    - Nafn tilkynnanda, símanúmer og/eða tölvupóstfang
    - Staðsetning þar sem skerðingin átti sér stað
    - Hvernig er sambandið núna? (Ekkert / Næst ekki innanhúss / Léleg gæði)
    - Hvernig var sambandið áður?
    - Hvenær varð breytingin?
    - Hjá hvaða fyrirtæki er farsímaþjónustan keypt?
    - Hvaða tegund símtækis er notuð?
    - Er búið að hafa samband við fjarskiptafyrirtækið?

    Landbúnaðar- og innviðanefnd mun halda áfram að fylgjast með þróun þessara mála og leita þegar nær dregur áramótum upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda ábendinga úr Skagafirði og þá reyna að fylgja því eftir að úrbætur verði gerðar.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

    Á fundum Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. og 19. ágúst lýsti nefndin áhyggjum sínum af fyrirhugaðri lokun á 2G og 3G dreifikerfa farsíma um næstu áramót og þá sérstaklega að lokun þeirra skerði þjónustu við GSM símanotendur í Skagafirði, og reyndar á landinu öllu.
    Nefndinni hafa nú borist svör um viðhorf þriggja fjarskiptafyrirtækja, Símans, Nova og Sýnar. Um svörin má almenn segja að símafyrirtækin hafa ekki alveg sömu áhyggjur og nefndin um neikvæð áhrif breytinganna og segja að 4G og 5G kerfin verði efld á móti. Í svarinu frá Símanum kemur fram að bæta eigi afköst núverandi 4G senda ásamt því að setja eigi upp nýja 5G senda í Varmahlíð, Hólum, Hegranesi og Sauðárkróki á næstu 12-18 mánuðum. Frá Nova komu þær upplýsingar að núverandi þjónustusvæðið myndi ekki minnka en þeir eru nú þegar byrjaðir að fækka 3G sendum sem þeir segja að muni í raun hafa jákvæð áhrif á nýtingu og dreifingu 4G kerfisins, þar sem símar eru ekki flakka á milli 3G og 4G kerfanna. Sýn sendi okkur svör sem innihéldu meðal annars þær upplýsingar að 4G kerfið myndi eflast við lokun sendanna, bæði vegna tækniatriða en eins vegna þess að þeir ætla að fjölga sendum og verður t.d. nýr 4G sendir settur upp á Laufásum í ár ásamt því að á næstu tveimur árum verður annar búnaður endurnýjaður eða uppfærður ásamt því að fyrir liggur 5 ára áætlun um fjölgun 5G senda, sem hefst á næsta ári í Skagafirði. Jafnframt kom fram í svari Sýnar að dekkun á 4G er í dag meiri í heildina en 2G og 3G voru samanlagt þegar mest var hjá þeim.
    Sveitarstjónr þakkar svörin og vonar að þær aðgerðir sem símafyrirtækin ætli að ráðast í tryggi öruggt farsímasamband um allan fjörð. Engu að síður er mjög mikilvægt að íbúar sem upplifa skerta farsímaþjónustu í tengslum við þessa breytingu eða almennt slæmt símasamband í dag sendi tölvupóst á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is með eftirfarandi upplýsingum:

    - Nafn tilkynnanda, símanúmer og/eða tölvupóstfang
    - Staðsetning þar sem skerðingin átti sér stað
    - Hvernig er sambandið núna? (Ekkert / Næst ekki innanhúss / Léleg gæði)
    - Hvernig var sambandið áður?
    - Hvenær varð breytingin?
    - Hjá hvaða fyrirtæki er farsímaþjónustan keypt?
    - Hvaða tegund símtækis er notuð?
    - Er búið að hafa samband við fjarskiptafyrirtækið?

    Sveitarstjórn mun halda áfram að fylgjast með þróun þessara mála og leita þegar nær dregur áramótum upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda ábendinga úr Skagafirði og þá reyna að fylgja því eftir að úrbætur verði gerðar.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 32 Sviðsstjóri fór yfir málið og upplýsti að viðræður við Íslenska Gámafélagið væru í gangi um að leita leiða til að ná fram hagræðingu vegna sorphirðu í sveitarfélaginu.

    Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 32 Landbúnaðarfulltrúi Kári Gunnarsson gaf munnlega skýrslu um framvindu slóðagerðar sem fengu styrki úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar. Slóði um Kálfadal er klár ásamt viðgerðum á slóða um Molduxaskarð. Gusthnjúksleið og Þúfnavallaleið eru í vinnslu.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Landbúnaðar- og innviðanefnd - 32 Beiðni frá SÍS um fulltrúa sveitarfélagsins í tvo bakhópa um umhverfismál.

    Landbúnaðar- og innviðarnefnd samþykkir samhljóða að skipa Hjörvar Halldórsson sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs og Sigurð Arnar Friðriksson forstöðumann framkvæmda sem fulltrúa sveitarfélagsins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 32. fundar landbúnaðar- og innviðanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

7.Skipulagsnefnd - 81

Málsnúmer 2509005FVakta málsnúmer

Fundargerð 81. fundar skipulagsnefndar frá 4. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 81 Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við deiliskipulagsbreytingu fyrir Staðarhof í Skagafirði, mál nr. 993/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/993/ ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál.
    Deiliskipulagsbreytingin var í auglýsingu dagana 16.07.2025- 27.08.2025 og bárust 7 umsagnir sem gefa tilefni til minniháttar breytinga í texta.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að breyttu deiliskipulagi Staðarhofs, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Staðarhof L230392 - Breyting á deiliskipulagi, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Gunnsteinn Björnsson, f.h. Hátækniseturs Íslands ses, kt. 620906-0340, óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar Skagafjarðar fyrir svæði sem afmarkast af Borgargerði að austan, Borgarmýri og lóðum við Borgarmýri að norðan, Víðimýri og afmörkun íbúðabyggðar nr. ÍB-405, í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, að vestan og girðingar, norðan Sauðár, að sunnanverðu.
    Svæðið sem sótt er um er um það bil 4,1 ha að stærð. Meðfylgjandi, hnitsettur yfirlitsuppdráttur dags. 08.05.2025 sýnir umrædda afmörkun.
    Sótt er um vilyrðið á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, sem samþykktar voru í sveitarstjórn Skagafjarðar þann 14. september 2022.
    Í auglýstri vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 eru lagðar línur að auknum umsvifum háskólastarfsemi á Sauðárkróki og kveður umsækjandi sig sjá sóknarfæri fyrir samfélagið í því. Umsækjandi hyggst óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið og skipuleggja svæði fyrir starfsemi háskóla, nýsköpunar, atvinnuþróunar, nemendagarða og hótels. Jafnframt að skapa grundvöll til framtíðar þar sem ný starfsemi og fyrirtæki geti byggst upp.

    Skipulagsnefnd bendir á að umbeðið svæði sé í auglýstri aðalskipulagstillögu skilgreint sem miðsvæði M-404. Undir fyrirsögninni „lýsing“ segir „háskólasetur, nýsköpun, nemendagarðar, atvinnuþróun og hótelgisting“. Skilmálar eru þeir að leyfilegt verði að vera með ferðamannagistingu eða hótel. Áhersla skuli lögð á hagkvæma nýtingu lóða og vandaða ásýnd bygginga og lóðafrágang á verslunar- og þjónustulóðum. Til að ná þeim áherslum verði lögð áhersla á að í deiliskipulagi verði markmið að stuðla að góðri ásýnd svæðisins með vandaðri hönnun bygginga, lóðaskipulagi og fyrirkomulagi bílastæða. Öruggt og gott aðgengi allra að starfsemi verslunar- og þjónustusvæða verði tryggt og leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar.
    Skipulagsnefnd sýnist hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu á miðsvæði M-404 samræmast vel fyrirhugaðri landnotkun á því svæði. Þá sé styrkur í því að umsækjandi hafi einmitt að tilgangi sínum, skv. stofnskrá, að byggja upp fjölbreytni á sviði hátækni og þekkingariðnaðar. Þá sé það jákvætt að umsækjandi hafi á liðnum misserum getað sótt fjárhagslegan og faglegan styrk til bakhjarla sem gegna mikilvægu hlutverki á sviði fyrirhugaðrar landnotkunar, skv. áðurgreindri aðalskipulagstillögu. Málefnalegar ástæður séu því til staðar að veita vilyrði fyrir umræddu svæði fyrir umrædda atvinnustarfsemi án auglýsingar, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðnu svæði til eins árs og skal umsækjandi á þeim tíma móta hugmyndir sínar um framtíðarskipulag svæðisins að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd, með það að markmiði að unnt verði, innan þess tímramma, að afgreiða fyrirhugaða umsókn félagsins um heimild þess til að vinna sjálft að gerð deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010, á grundvelli grunndraga félagsins að skilmálum deiliskipulags, sem fylgi umsókn. Óski félagið þá eftir að umræddu svæði verði úthlutað til félagsins sem þróunarsvæði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins leggur skipulagsnefnd til að umsækjandi skuli þá láta fylgja umsókn sinni tímasetta áætlun um uppbyggingu svæðisins í áföngum og drög að samningi milli sveitarfélagsins og félagsins um þróun svæðisins ásamt fjármögnun.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Umsókn um vilyrði fyrir þróunarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Gunnsteinn Björnsson, f.h. Hátækniseturs Íslands óskar eftir heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið sem afmarkast af Borgargerði að austan, Borgarmýri að norðan, afmörkun íbúðabyggðar ÍB-405, eins og hún er í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, að vestan og Sauðá að sunnan, á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Ætlunin er að skipuleggja svæði fyrir starfsemi háskóla, nýsköpunar, atvinnuþróunar, nemendagarða og hótels. Jafnframt að skapa grundvöll til framtíðar þar sem ný starfsemi og fyrirtæki geta byggst upp og þróast.
    Svæðið, sem sótt er um, er á hluta athafnasvæðis nr. AT-403 í gildandi aðalskipulagi en var auglýst sem VÞ/S-401 í vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040. Umsækjandi lagði inn umsögn við vinnslutillögu varðandi umrætt svæði þann 25.04.2025.
    Að fenginni heimild sveitarstjórnar verður unnin tillaga að deiliskipulagi fyrir háskólastarfsemi, nýsköpunarstarfsemi, nemendagarða og hótelgistingu, sbr. áðurnefnda umsögn við vinnslutillögu aðalskipulags. Að fenginni heimild sveitarstjórnar er áætlað að lýsing skipulagsverkefnis, skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og vísar til bókunar við mál nr. 2505245 sem var í 2. dagskrálið hér fyrir ofan.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar skipulagnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 81 Málið áður á dagskrá á 62. fundi skipulagsnefndar þann 14.11.2024 þar sem eftirfarandi er bókað:
    "Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins."
    Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.

    Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins.

    Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Deiliskipulag Gamla bæjarins - Lóðarumsókn og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Á fundi 27. fundi Sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 15.5.2024 eftirfarandi bókað:
    "Vísað frá 48. fundi skipulagsnefndar til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað: "Reimar Marteinsson fulltrúi rekstarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga sendir inn fyrirhugaða tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt nr. 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að vísa ákvörðun um erindi Kaupfélags Skagfirðinga um beiðni um þróunarreit til sveitarstjórnar." Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum, að fela sveitarstjóra að ræða við fulltrúa rekstrarstjórnar Kaupfélags Skagfirðinga um endurskoðun á fyrirhugaðri tímalínu á umbeðnum þróunarreit við Borgarflöt 23, 25, 27 og 29 á Sauðárkróki."

    Uppfærð tímalína verkáætlunar barst þann 03.09.2025.

    Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar skipulagnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 81 Pétur Helgi Stefánsson, Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir og Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir þinglýstir eigendur Víðidals suðurhluta land 1 (L222901), óska eftir heimild til að skipta 1.088 m2 lóð úr landinu. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 25. ágúst 2025. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7730-0403.

    Óskað er eftir að lóðin fái heitið Víðidalur 1, landheiti vísar til upprunajarðar.
    Einnig er óskað er eftir því að lóðin verði skráð íbúðarhúsalóð og að á henni verði stofnaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og garðskála úr timbri á forsteyptum undirstöðum, auk bílgeymslu úr timbri á staðsteyptu gólfi, heildarstærð íbúðar og bílskúrs allt að 250 m2.
    Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin hafa engin áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.
    Umsögn minjavarðar liggur fyrir án athugasemda.

    Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókinni, málsnúmer M002592 hjá Landeignaskráningu HMS.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti ásamt nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Víðidalur suðurhluti land 1 L222901 - Umsókn um stofnun lóðar, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Agnar H. Gunnarsson og Dalla Þórðardóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Úlfsstaðir lóð L146352, óska eftir heimild skipulagsnefndar til eftirfarandi ráðstafana. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 21. ágúst 2025. Númer uppdrátta eru S-101 og S-102 í verki nr. 7581-8000.

    Óskað er eftir staðfestingu merkja lóðarinnar Úlfsstaðir lóð L146352. Lóðin var upphaflega leigð út úr landi Úlfsstaða, L146351 árið 1981, og afmörkun hennar skilgreind í leigusamningi sem þinglýst var sama ár, skjal nr. 81/353. Stærð lóðarinnar er ekki skilgreind í ofangreindum leigusamningi. Lóðin er í dag skráð sem sumarbústaðaland í fasteignaskrá HMS. Lóðin hefur nú verið mæld upp, og reynist hún vera 45.315 m2. Stærð upprunajarðarinnar Úlfsstaða er óþekkt. Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókninni, málsnúmer M002504 hjá Landeignaskráningu HMS.
    Einnig er óskað eftir að stofna byggingarreit fyrir frístundahús á lóðinni, en fyrirhugað er að flytja þangað tilbúið frístundahús úr timbri og setja það niður á forsteyptar undirstöður.
    Umsögn minjavarðar liggur fyrir án athugasemda.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu landamerkja og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Úlfsstaðir lóð í Blönduhlíð - Umsókn um byggingarreit og landskipti, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir og Gylfi Ingimarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Árfell L215214, í Tungusveit, óska eftir heimild til að stofna 522,9 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74381001, útg. 28. ágúst 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 100 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m. Byggingarreitur er í um 578 m fjarlægð frá Skagafjarðarvegi (752) og liggur um 40 m neðar í landinu. Ásýndaráhrif frá veginum verða því hverfandi. Fyrirhuguð bygging verður innan um trágróður og ásýndaráhrif frá Sölvanesi, þar sem framkvæmdir eru í gangi, verða því óveruleg. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna. Reiturinn er rúmlega 50 m frá Kornárvegi (7540).
    Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki I, mjög gott ræktunarland. Skv. aðalskipulagi nær landbúnaðarsvæði L-1 til lands undir 200 m hæð og til ræktarlands í flokki I og II ásamt bæjartorfum bújarða. Fyrst og fremst gert ráð fyrir ræktun eða akuryrkju og við uppbyggingu skal leitast eftir að hlífa góðu ræktar landi. Forðast skal að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum. Byggingarreitur sem sótt er um er á mólendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landslag og landhalli lóðarinnar möguleika á samfelldri túnræktun.
    Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
    Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Árfell L215214 í Tungusveit, Skagafirði - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Hulda Sóllilja Aradóttir og Rúnar Þór Guðbrandsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Vatnsleysa 3 L235732, í Skagafirði óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á jörðinni fyrir vélaskemmu, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 02.09.2025 Afstöðumynd unnin af Ellert Má Jónssyni byggingaverkfræðing.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir vélaskemmu sem ætluð er til að hýsa vélar og fleira.
    Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, m.a. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið sem flutt verður austur fyrir íbúðarhúsið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi.

    Í nefndu aðalskipulagi segir m.a þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
    Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.

    Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

    Umsækjendur eru einnig eigendur lögaðilans Trostan ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vatnsleysa 2, L235731 og 50% eigandi Vatnsleysu 4, L235733.
    Einnig skrifa undir erindið eigendur Vatnsleysubúsins ehf. sem er 50 % eigandi Vatnsleysu 4, L235733, þar sem þeir lýsa því yfir með undirskrift sinna að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Vatnsleysa 3 L235732 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Magnús Gunnlaugur Jóhannesson og Sigurveig Jóhannesdóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Miðhús 1 og 1B, L232778, í Óslandshlíð, óska eftir heimild til að stofna 655,4 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 71612000, útg. 28. ágúst 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
    Um er að ræða byggingarreit fyrir skemmu, hámarksbyggingarmagn 300 m² og hámarksbyggingarhæð 7,5 m. Byggingarreitur er í um 100 m fjarlægð frá Siglufjarðarvegi (76) og liggur um 35 m hæð eða um 5 m ofar en þjóðvegur. Reiturinn er á bæjarhlaði lóðarinnar og er í rúmlega 220 m fjarlægð frá sumarbústað í landi Miðhúsa lands, L193958, sem stendur jafnframt rúmum 10 m ofar. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna.
    Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki II, gott ræktunarland. Skv. aðalskipulagi nær landbúnaðarsvæði L-1 til lands undir 200 m hæð og til ræktarlands í flokki I og II ásamt bæjartorfum bújarða. Fyrst og fremst gert ráð fyrir ræktun eða akuryrkju og við uppbyggingu skal leitast eftir að hlífa góðu ræktar landi. Forðast skal að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum. Framkvæmdir innan byggingarreits sem sótt er um munu ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi, reiturinn er á þegar röskuðu svæði og mun ekki hafa veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði eða rjúfa samfellu landbúnaðarlands.
    Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
    Notkun byggingar, sem hér er sótt um byggingarreit fyrir, er algeng í dreifbýli og stuðlar að því að halda bæjarhlaði snyrtilegu með því að gera landeigendum kleift að geyma tæki og búnað innandyra.
    Reiturinn liggur að landamerkjum Miðhúsa 1 og Miðhúsa, landnr. 146567. Landeigandi Miðhúsa, L146567 áritar einnig erindið til staðfestingar um að hann geri ekki athugasemdir við byggingarreit eða fyrirhugaða uppbyggingu á Miðhúsum
    Umsögn minjavarðar liggur fyrir án athugasemda.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Miðhús 1 og 1B L232778 í Óslandshlíð - Umsókn um stofnun byggingarreits, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 81 Sigurjóna Skarphéðinsdóttir óskar eftir að skráningu landsins Skuggabjörg land L197801 verði breytt úr sumarbústaðarland í annað land (80).

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að breyta skráningu Skuggabjarga land úr sumarbústaðarlandi í almennt land.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar skipulagnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 81 Árni Sigurjón Sigurðsson og Ragnheiður Guðmundsdóttir eigendur að lóðinni Marbæli land 1 L221580 óska eftir að breyta nafni lóðarinnar í Eikarás. Vísar nafnið til þess að landið ofan (vestan) vegar á Lagnholti er öllu jöfnu kallað Ás eða Ásinn auk þess sem gróðursett hefur verið Eik í garði lóðarinnar. Samkvæmt upplýsingum á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar ber engin önnur fasteign í Skagafirði nafnið Eikarás.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi.
    Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar skipulagnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
  • Skipulagsnefnd - 81 Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 69 þann 22.08.2025. Bókun fundar Afgreiðsla 81. fundar skipulagnefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.

8.Skipulagsnefnd - 82

Málsnúmer 2509012FVakta málsnúmer

Fundargerð 82. fundar skipulagsnefndar frá 15. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 82 Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi "Flæðar á Sauðárkróki" uppdráttur nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.

    Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.

    Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
    helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 82 Rósa María Vésteinsdóttir og Bergur Gunnarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Narfastaða, lands L215816 í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit þar sem geymsla stendur í dag, fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 75 m2, mænishæð hámark 5 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi, og komið fyrir á steyptum undirstöðum.

    Nánari grein er gerð fyrir áformunum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-1020, dags. 20. ágúst 2025.

    Lóðin Narfastaðir land, L215816 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
    Eigendur jarðarinnar Narfastaða L146419, lóðanna Narfastaða lands L208712 og Narfastaða lands L215816 eru jafnframt umsækjendur. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.

9.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 15. september 2025 þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar til 1. október næstkomandi.

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að veita Kristóferi umbeðið leyfi.

10.Endurtilnefning í fræðslunefnd

Málsnúmer 2502121Vakta málsnúmer

Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi. Forseti ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu. Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.

11.Útsvarshlutfall 2026

Málsnúmer 2508141Vakta málsnúmer

Vísað frá 159. fundi byggðarráðs frá 27. ágúst sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Á árinu 2025 er útsvarshlutfall 14,97% eftir samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga frá 15.12.2023 um tekjustofna vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Tekin umræða um útsvarshlutfall ársins 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2026.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2026.

12.Heilsueflingarstyrkur 2026

Málsnúmer 2508135Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2026 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks var óbreytt milli áranna 2024 og 2025 og liggur því fyrir tillaga um að styrkurinn hækki um 10% fyrir árið 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum framlagðar reglur um heilsueflingarstyrki 2026.

13.Gjaldskrá Brunavarna og slökkvitækjaþjónusta 2026

Málsnúmer 2508106Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2026 og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2026 lögð fyrir byggðarráð til afgreiðslu. Gjaldskráin hljóðar upp á 2,7% hækkun frá gjaldskrá ársins 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum framlagðar gjaldskrár.

14.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 02_Félagsþjónusta

Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar, þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 02. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar.

15.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 06_Æskulýðs- og íþróttamál

Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar, þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 06. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar.

16.Gjaldskrá Húss frítímans 2026

Málsnúmer 2508121Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2026. Tillagan felur í sér 2,7% hækkun að jafnaði. Leiga til íþróttafélaga vegna gistinga hækkar þó um 50%, úr kr. 1.000 í kr. 1.500, þar sem sá gjaldaliður hefur verið óbreyttur um árabil. Nefndin samþykkir gjaldskrána samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

17.Gjaldskrá tónlistarskóla 2026

Málsnúmer 2508105Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 40. fundi fræðslunefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

18.Gjaldskrá grunnskóla 2026

Málsnúmer 2508114Vakta málsnúmer

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 40. fundi fræðslunefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur. Hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlögð gjaldskrá borin upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykkt með níu atkvæðum.

19.Reglur vegna 25.gr. laga um málefni fatlaðs fólks, styrkir til náms, verkfæra og tækjakaupa

Málsnúmer 2409285Vakta málsnúmer

Vísað frá 161. fundi byggðarráðs frá 10. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefnd, þann 28. ágúst s., þannig bókað:
"Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, reglurnar grundvallast á 25. gr. laga laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs"

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Framlagðar reglur bornar upp til afgreiðslu sveitarstjórnar og samþykktar með níu atkvæðum.

20.Staðarhof L230392 - Breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2505216Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Farið yfir samantekt á innsendum umsögnum við deiliskipulagsbreytingu fyrir Staðarhof í Skagafirði, mál nr. 993/2025 (https://skipulagsgatt.is/issues/2025/993/ ) í Skipulagsgáttinni, samráðsgátt Skipulagsstofnunar um skipulagsmál. Deiliskipulagsbreytingin var í auglýsingu dagana 16.07.2025- 27.08.2025 og bárust 7 umsagnir sem gefa tilefni til minniháttar breytinga í texta.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að breyttu deiliskipulagi Staðarhofs, og senda hana Skipulagsstofnun til yfirferðar."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum tillöguna að breyttu deiliskipulagi Staðarhofs og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun hana til yfirferðar.

21.Umsókn um vilyrði fyrir þróunarreit

Málsnúmer 2505099Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gunnsteinn Björnsson, f.h. Hátækniseturs Íslands ses, kt. 620906-0340, óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar Skagafjarðar fyrir svæði sem afmarkast af Borgargerði að austan, Borgarmýri og lóðum við Borgarmýri að norðan, Víðimýri og afmörkun íbúðabyggðar nr. ÍB-405, í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, að vestan og girðingar, norðan Sauðár, að sunnanverðu.
Svæðið sem sótt er um er um það bil 4,1 ha að stærð. Meðfylgjandi, hnitsettur yfirlitsuppdráttur dags. 08.05.2025 sýnir umrædda afmörkun.
Sótt er um vilyrðið á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, sem samþykktar voru í sveitarstjórn Skagafjarðar þann 14. september 2022.
Í auglýstri vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 eru lagðar línur að auknum umsvifum háskólastarfsemi á Sauðárkróki og kveður umsækjandi sig sjá sóknarfæri fyrir samfélagið í því. Umsækjandi hyggst óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið og skipuleggja svæði fyrir starfsemi háskóla, nýsköpunar, atvinnuþróunar, nemendagarða og hótels. Jafnframt að skapa grundvöll til framtíðar þar sem ný starfsemi og fyrirtæki geti byggst upp.

Skipulagsnefnd bendir á að umbeðið svæði sé í auglýstri aðalskipulagstillögu skilgreint sem miðsvæði M-404. Undir fyrirsögninni „lýsing“ segir „háskólasetur, nýsköpun, nemendagarðar, atvinnuþróun og hótelgisting“. Skilmálar eru þeir að leyfilegt verði að vera með ferðamannagistingu eða hótel. Áhersla skuli lögð á hagkvæma nýtingu lóða og vandaða ásýnd bygginga og lóðafrágang á verslunar- og þjónustulóðum. Til að ná þeim áherslum verði lögð áhersla á að í deiliskipulagi verði markmið að stuðla að góðri ásýnd svæðisins með vandaðri hönnun bygginga, lóðaskipulagi og fyrirkomulagi bílastæða. Öruggt og gott aðgengi allra að starfsemi verslunar- og þjónustusvæða verði tryggt og leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar.
Skipulagsnefnd sýnist hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu á miðsvæði M-404 samræmast vel fyrirhugaðri landnotkun á því svæði. Þá sé styrkur í því að umsækjandi hafi einmitt að tilgangi sínum, skv. stofnskrá, að byggja upp fjölbreytni á sviði hátækni og þekkingariðnaðar. Þá sé það jákvætt að umsækjandi hafi á liðnum misserum getað sótt fjárhagslegan og faglegan styrk til bakhjarla sem gegna mikilvægu hlutverki á sviði fyrirhugaðrar landnotkunar, skv. áðurgreindri aðalskipulagstillögu. Málefnalegar ástæður séu því til staðar að veita vilyrði fyrir umræddu svæði fyrir umrædda atvinnustarfsemi án auglýsingar, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðnu svæði til eins árs og skal umsækjandi á þeim tíma móta hugmyndir sínar um framtíðarskipulag svæðisins að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd, með það að markmiði að unnt verði, innan þess tímramma, að afgreiða fyrirhugaða umsókn félagsins um heimild þess til að vinna sjálft að gerð deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010, á grundvelli grunndraga félagsins að skilmálum deiliskipulags, sem fylgi umsókn. Óski félagið þá eftir að umræddu svæði verði úthlutað til félagsins sem þróunarsvæði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins leggur skipulagsnefnd til að umsækjandi skuli þá láta fylgja umsókn sinni tímasetta áætlun um uppbyggingu svæðisins í áföngum og drög að samningi milli sveitarfélagsins og félagsins um þróun svæðisins ásamt fjármögnun."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðnu svæði til eins árs og skal umsækjandi á þeim tíma móta hugmyndir sínar um framtíðarskipulag svæðisins að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd, með það að markmiði að unnt verði, innan þess tímramma, að afgreiða fyrirhugaða umsókn félagsins um heimild þess til að vinna sjálft að gerð deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010, á grundvelli grunndraga félagsins að skilmálum deiliskipulags, sem fylgi umsókn.

22.Deiliskipulag Gamla bæjarins - Lóðarumsókn og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 2409311Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 62. fundi skipulagsnefndar þann 14.11.2024 þar sem eftirfarandi er bókað:
"Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins."
Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.

Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði.

23.Víðidalur suðurhluti land 1 L222901 - Umsókn um stofnun lóðar

Málsnúmer 2508228Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Pétur Helgi Stefánsson, Jóhanna Sigríður Stefánsdóttir og Margrét Sigurlaug Stefánsdóttir þinglýstir eigendur Víðidals suðurhluta land 1 (L222901), óska eftir heimild til að skipta 1.088 m2 lóð úr landinu. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdráttar sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 25. ágúst 2025. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7730-0403.

Óskað er eftir að lóðin fái heitið Víðidalur 1, landheiti vísar til upprunajarðar.
Einnig er óskað er eftir því að lóðin verði skráð íbúðarhúsalóð og að á henni verði stofnaður byggingarreitur fyrir íbúðarhús og garðskála úr timbri á forsteyptum undirstöðum, auk bílgeymslu úr timbri á staðsteyptu gólfi, heildarstærð íbúðar og bílskúrs allt að 250 m2.
Landskiptin samræmast aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskiptin hafa engin áhrif á búrekstrarskilyrði og skerða ekki landbúnaðarsvæði í I. og II. flokki. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Engin verndarsvæði skv. gildandi aðalskipulagi eru innan útskiptrar lóðar.
Umsögn minjavarðar liggur fyrir án athugasemda.

Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókinni, málsnúmer M002592 hjá Landeignaskráningu HMS.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðin landskipti ásamt nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.

24.Úlfsstaðir lóð í Blönduhlíð - Umsókn um byggingarreit og landskipti

Málsnúmer 2508229Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Agnar H. Gunnarsson og Dalla Þórðardóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Úlfsstaðir lóð L146352, óska eftir heimild skipulagsnefndar til eftirfarandi ráðstafana. Vísað er til meðfylgjandi afstöðuuppdrátta sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 21. ágúst 2025. Númer uppdrátta eru S-101 og S-102 í verki nr. 7581-8000.

Óskað er eftir staðfestingu merkja lóðarinnar Úlfsstaðir lóð L146352. Lóðin var upphaflega leigð út úr landi Úlfsstaða, L146351 árið 1981, og afmörkun hennar skilgreind í leigusamningi sem þinglýst var sama ár, skjal nr. 81/353. Stærð lóðarinnar er ekki skilgreind í ofangreindum leigusamningi. Lóðin er í dag skráð sem sumarbústaðaland í fasteignaskrá HMS. Lóðin hefur nú verið mæld upp, og reynist hún vera 45.315 m2. Stærð upprunajarðarinnar Úlfsstaða er óþekkt. Merkjalýsing skv. reglugerð um merki fasteigna nr. 160/2024 er fylgiskjal með umsókninni, málsnúmer M002504 hjá Landeignaskráningu HMS.
Einnig er óskað eftir að stofna byggingarreit fyrir frístundahús á lóðinni, en fyrirhugað er að flytja þangað tilbúið frístundahús úr timbri og setja það niður á forsteyptar undirstöður.
Umsögn minjavarðar liggur fyrir án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðna staðfestingu landamerkja og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.

25.Árfell L215214 í Tungusveit, Skagafirði - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2508253Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir og Gylfi Ingimarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Árfell L215214, í Tungusveit, óska eftir heimild til að stofna 522,9 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74381001, útg. 28. ágúst 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 100 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m. Byggingarreitur er í um 578 m fjarlægð frá Skagafjarðarvegi (752) og liggur um 40 m neðar í landinu. Ásýndaráhrif frá veginum verða því hverfandi. Fyrirhuguð bygging verður innan um trágróður og ásýndaráhrif frá Sölvanesi, þar sem framkvæmdir eru í gangi, verða því óveruleg. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna. Reiturinn er rúmlega 50 m frá Kornárvegi (7540).
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki I, mjög gott ræktunarland. Skv. aðalskipulagi nær landbúnaðarsvæði L-1 til lands undir 200 m hæð og til ræktarlands í flokki I og II ásamt bæjartorfum bújarða. Fyrst og fremst gert ráð fyrir ræktun eða akuryrkju og við uppbyggingu skal leitast eftir að hlífa góðu ræktar landi. Forðast skal að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum. Byggingarreitur sem sótt er um er á mólendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landslag og landhalli lóðarinnar möguleika á samfelldri túnræktun.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.

26.Vatnsleysa 3 L235732 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2509010Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Hulda Sóllilja Aradóttir og Rúnar Þór Guðbrandsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Vatnsleysa 3 L235732, í Skagafirði óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á jörðinni fyrir vélaskemmu, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 02.09.2025 Afstöðumynd unnin af Ellert Má Jónssyni byggingaverkfræðing.
Um er að ræða byggingarreit fyrir vélaskemmu sem ætluð er til að hýsa vélar og fleira.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, m.a. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið sem flutt verður austur fyrir íbúðarhúsið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi.

Í nefndu aðalskipulagi segir m.a þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.

Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Umsækjendur eru einnig eigendur lögaðilans Trostan ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vatnsleysa 2, L235731 og 50% eigandi Vatnsleysu 4, L235733.
Einnig skrifa undir erindið eigendur Vatnsleysubúsins ehf. sem er 50 % eigandi Vatnsleysu 4, L235733, þar sem þeir lýsa því yfir með undirskrift sinna að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.

27.Miðhús 1 og 1B L232778 í Óslandshlíð - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2509020Vakta málsnúmer

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Magnús Gunnlaugur Jóhannesson og Sigurveig Jóhannesdóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Miðhús 1 og 1B, L232778, í Óslandshlíð, óska eftir heimild til að stofna 655,4 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 71612000, útg. 28. ágúst 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir skemmu, hámarksbyggingarmagn 300 m² og hámarksbyggingarhæð 7,5 m. Byggingarreitur er í um 100 m fjarlægð frá Siglufjarðarvegi (76) og liggur um 35 m hæð eða um 5 m ofar en þjóðvegur. Reiturinn er á bæjarhlaði lóðarinnar og er í rúmlega 220 m fjarlægð frá sumarbústað í landi Miðhúsa lands, L193958, sem stendur jafnframt rúmum 10 m ofar. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki II, gott ræktunarland. Skv. aðalskipulagi nær landbúnaðarsvæði L-1 til lands undir 200 m hæð og til ræktarlands í flokki I og II ásamt bæjartorfum bújarða. Fyrst og fremst gert ráð fyrir ræktun eða akuryrkju og við uppbyggingu skal leitast eftir að hlífa góðu ræktar landi. Forðast skal að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum. Framkvæmdir innan byggingarreits sem sótt er um munu ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi, reiturinn er á þegar röskuðu svæði og mun ekki hafa veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði eða rjúfa samfellu landbúnaðarlands.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Notkun byggingar, sem hér er sótt um byggingarreit fyrir, er algeng í dreifbýli og stuðlar að því að halda bæjarhlaði snyrtilegu með því að gera landeigendum kleift að geyma tæki og búnað innandyra.
Reiturinn liggur að landamerkjum Miðhúsa 1 og Miðhúsa, landnr. 146567. Landeigandi Miðhúsa, L146567 áritar einnig erindið til staðfestingar um að hann geri ekki athugasemdir við byggingarreit eða fyrirhugaða uppbyggingu á Miðhúsum
Umsögn minjavarðar liggur fyrir án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.

28.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer

Vísað frá 82. fundi skipulagsnefndar frá 15. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi "Flæðar á Sauðárkróki" uppdráttur nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.

Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.

Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010."

Sveinn Þ. Finster Úlfarsson, Hrund Pétursdóttir, Álfhildur Leifsdóttir, Einar E. Einarsson og Eyþór Fannar Sveinsson kvöddu sér hljóðs.

Fulltrúar Byggðalistans óska bókað:
"Það er ljóst að bygging húsnæðis í þeim tilgangi að varðveita menningaminjar okkar Skagfirðinga er nauðsynlegt til að bregðast við þeim kröfum sem gerðar eru til slíkrar varðveislu. Einnig er ljóst að endubætur á húsnæði Héraðsskjalasafns Skagfirðinga við Faxatorg hafa lengi verið brýnar og því er jákvætt að Íslenska ríkið sé tilbúið að tengja þessi verkefni saman og koma til móts við uppbyggingu og endurbætur.
Vinningstillaga af menningarhúsi frá Arkís arkitektum sýnir mjög metnaðarfulla uppbyggingu á Flæðum, uppbyggingu sem við höfum áhyggjur af að geti orðið íþyngjandi fyrir sveitarfélagið að fullkomna. Semja þarf við arkitektana um ýmsa þætti sem við kemur efnisvali byggingarhluta, uppbyggingu lóðar og annað sem getur haft áhrif á útlit hússins og á lóð. Í framhaldi af því finnst okkur varasamt að leggja fram svo nánar útlits myndir úr tillögunni í deiliskipulag fyrir svæðið, sem getur hæglega tekið miklum breytingum á nánari stigum hönnunar. Þess má geta að lóðin er utan þess kostnaðar sem ríkið tekur þátt í og því teljum við nauðsynlegt að vanda til við nánari hönnun hennar og bera saman við lóðir sem hafa verið í uppbyggingu að undanförnu.
Uppfærsla á hönnun og áætlunum mun gefa skýrari mynd af kostnaði en að því sögðu liggur ekki fyrir sá kostnaður sem mun leggjast á sveitarfélagið og miðað við áætluð verkefni og viðhaldskuldir sveitarfélagssins nú þegar, þá sitjum við hjá við afgreiðslu málsins."

Sveitarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Fulltrúar Byggðalistans sitja hjá við afgreiðslu málsins.

29.Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2509127Vakta málsnúmer

Vísað frá 82. fundi skipulagsnefndar frá 15. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Rósa María Vésteinsdóttir og Bergur Gunnarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Narfastaða, lands L215816 í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit þar sem geymsla stendur í dag, fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 75 m2, mænishæð hámark 5 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi, og komið fyrir á steyptum undirstöðum.

Nánari grein er gerð fyrir áformunum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-1020, dags. 20. ágúst 2025.

Lóðin Narfastaðir land, L215816 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
Eigendur jarðarinnar Narfastaða L146419, lóðanna Narfastaða lands L208712 og Narfastaða lands L215816 eru jafnframt umsækjendur. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.

30.Fundagerðir Samband íslenskra sveitarfélaga 2025

Málsnúmer 2501003Vakta málsnúmer

Fundargerð 983. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 29. ágúst 2025 lögð fram til kynningar á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025.

31.Fundagerðir SSNV 2025

Málsnúmer 2501006Vakta málsnúmer

Fundargerðir stjórnar SSNV númer 124 frá 16. júní 2025, 125 frá 21. júlí 2025, 126 frá 15. ágúst 2025 og 127 frá 2. september 2025 lagðar fram til kynningar á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025.

32.Fundagerðir Norðurá 2025

Málsnúmer 2501005Vakta málsnúmer

Fundargerð aðalfundar stjórnar Norðurár bs. frá 28. mars 2025 lögð fram til kynningar á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025.

Fundi slitið - kl. 17:47.