Fara í efni

Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2509127

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 82. fundur - 15.09.2025

Rósa María Vésteinsdóttir og Bergur Gunnarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Narfastaða, lands L215816 í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit þar sem geymsla stendur í dag, fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 75 m2, mænishæð hámark 5 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi, og komið fyrir á steyptum undirstöðum.

Nánari grein er gerð fyrir áformunum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-1020, dags. 20. ágúst 2025.

Lóðin Narfastaðir land, L215816 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
Eigendur jarðarinnar Narfastaða L146419, lóðanna Narfastaða lands L208712 og Narfastaða lands L215816 eru jafnframt umsækjendur. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Vísað frá 82. fundi skipulagsnefndar frá 15. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Rósa María Vésteinsdóttir og Bergur Gunnarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Narfastaða, lands L215816 í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit þar sem geymsla stendur í dag, fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 75 m2, mænishæð hámark 5 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi, og komið fyrir á steyptum undirstöðum.

Nánari grein er gerð fyrir áformunum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-1020, dags. 20. ágúst 2025.

Lóðin Narfastaðir land, L215816 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
Eigendur jarðarinnar Narfastaða L146419, lóðanna Narfastaða lands L208712 og Narfastaða lands L215816 eru jafnframt umsækjendur. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit."

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum umbeðinn byggingarreit.