Fara í efni

Fræðslunefnd

40. fundur 28. ágúst 2025 kl. 16:15 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Hrund Pétursdóttir formaður
  • Agnar Halldór Gunnarsson aðalm.
  • Steinunn Rósa Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Sigrún Eva Helgadóttir aðalm.
Starfsmenn
  • Rakel Kemp Guðnadóttir leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar
  • Sólveig Arna Ingólfsdóttir skólastjóri leikskóla
  • Ásrún Leósdóttir áheyrnarftr. leikskóla
  • Unnur Ólöf Halldórsdóttir áheyrnarftr. foreldra grunnsk.barna
  • Anna Lilja Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
Fundargerð ritaði: Rakel Kemp Guðnadóttir leiðtogi farsældar, fræðslu og ráðgjafar
Dagskrá

1.Gjaldskrá tónlistarskóla 2026

Málsnúmer 2508105Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.

2.Gjaldskrá grunnskóla 2026

Málsnúmer 2508114Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur. Hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs.

3.Staða í leikskólamálum

Málsnúmer 2401049Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar upplýsingar frá leikskólastjórum um stöðu á biðlistum, mönnun og aðlögun nýrra nemenda. Í Ársölum er búið að innrita 37 börn en vegna manneklu hefur ekki verið hægt að taka öll börn inn í aðlögun, eru því fimm börn á aldrinum 14-16 mánaða á biðlista, það elsta fætt í lok júní 2024. Nægt pláss er til að taka öll börn inn en skortur er á starfsfólki og fáar umsóknir borist um störf. Skólastjórnendur og starfsfólk Ársala hafa lagst á eitt til að koma sem flestum börnum inn á leikskólann og vill nefndin þakka þeim sérstaklega fyrir útsjónarsemi og sveigjanleika.
Í Tröllaborg eru engin börn á biðlista. Á Hofsósi er fullmannaður leikskóli miðað við barnafjölda. Á Hólum er fjölgun á börnum og þar vantar starfsmann í eitt stöðugildi til að mæta undirbúningstíma, vinnutímastyttingu kennara og styttri vinnuviku hjá almennum starfsmönnum frá og með 1. október n.k.
Í Birkilundi er gert ráð fyrir að ný leikskólabygging verði tilbúin um miðjan október. Um 20 börn eru á biðlista en engin börn hafa verið innrituð. Skertur opnunartími hefur verið í Birkilundi vegna mönnunarvanda en frá 1. september verður full opnun í leikskólanum. Búið er að manna leikskólann miðað við þann barnafjölda sem er í leikskólanum núna en ráða þarf í nokkur stöðugildi þegar nýr leikskóli verður tekinn í notkun.
Auglýsingar eru í loftinu fyrir alla þrjá leikskólana. Í Skagafirði fer fram metnaðarfullt leikskólastarf og hvetur fræðslunefnd áhugasama til að sækja um laus störf í leikskólum sveitarfélagsins. Fræðslunefnd þakkar leikskólastjórum fyrir greinagóða samantekt á stöðu mála í leikskólunum.


4.Sjálfsmatsskýrslur grunnskólanna 2024-2025

Málsnúmer 2508163Vakta málsnúmer

Lagðar fram til kynningar Sjálfsmatsskýrslur Árskóla og Varmahlíðarskóla 2024-2025

5.Trúnaðarbók fræðslunefndar 2025

Málsnúmer 2502241Vakta málsnúmer

Lagt fram tvö mál, fært í trúnaðarbók

Fundi slitið - kl. 17:00.