Fara í efni

Árfell L215214 í Tungusveit, Skagafirði - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2508253

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 81. fundur - 04.09.2025

Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir og Gylfi Ingimarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Árfell L215214, í Tungusveit, óska eftir heimild til að stofna 522,9 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74381001, útg. 28. ágúst 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 100 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m. Byggingarreitur er í um 578 m fjarlægð frá Skagafjarðarvegi (752) og liggur um 40 m neðar í landinu. Ásýndaráhrif frá veginum verða því hverfandi. Fyrirhuguð bygging verður innan um trágróður og ásýndaráhrif frá Sölvanesi, þar sem framkvæmdir eru í gangi, verða því óveruleg. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna. Reiturinn er rúmlega 50 m frá Kornárvegi (7540).
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki I, mjög gott ræktunarland. Skv. aðalskipulagi nær landbúnaðarsvæði L-1 til lands undir 200 m hæð og til ræktarlands í flokki I og II ásamt bæjartorfum bújarða. Fyrst og fremst gert ráð fyrir ræktun eða akuryrkju og við uppbyggingu skal leitast eftir að hlífa góðu ræktar landi. Forðast skal að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum. Byggingarreitur sem sótt er um er á mólendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landslag og landhalli lóðarinnar möguleika á samfelldri túnræktun.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Guðrún Brynja Guðsteinsdóttir og Gylfi Ingimarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Árfell L215214, í Tungusveit, óska eftir heimild til að stofna 522,9 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74381001, útg. 28. ágúst 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, hámarksbyggingarmagn 100 m² og hámarksbyggingarhæð 6 m. Byggingarreitur er í um 578 m fjarlægð frá Skagafjarðarvegi (752) og liggur um 40 m neðar í landinu. Ásýndaráhrif frá veginum verða því hverfandi. Fyrirhuguð bygging verður innan um trágróður og ásýndaráhrif frá Sölvanesi, þar sem framkvæmdir eru í gangi, verða því óveruleg. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna. Reiturinn er rúmlega 50 m frá Kornárvegi (7540).
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-1 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki I, mjög gott ræktunarland. Skv. aðalskipulagi nær landbúnaðarsvæði L-1 til lands undir 200 m hæð og til ræktarlands í flokki I og II ásamt bæjartorfum bújarða. Fyrst og fremst gert ráð fyrir ræktun eða akuryrkju og við uppbyggingu skal leitast eftir að hlífa góðu ræktar landi. Forðast skal að rjúfa samfellu landbúnaðarlands með framkvæmdum. Byggingarreitur sem sótt er um er á mólendi og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landslag og landhalli lóðarinnar möguleika á samfelldri túnræktun.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Fyrirliggur umsögn minjavarðar án athugasemda.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.