Fara í efni

Deiliskipulag Gamla bæjarins - Lóðarumsókn og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu

Málsnúmer 2409311

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 60. fundur - 03.10.2024

Reimar Marteinsson fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um lóðir/svæði austan við Aðalgötu 16 b og Aðalgötu 20 b skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki nr. 30370100 sem gerður var hjá Stoð ehf. verkfræðistofu.
Kaupfélag Skagfirðinga sér fyrir sér að fjölga gistirýmum á reitnum, í dag eru 28 herbergi í Aðalgötu 16b en ætlunin er að fjölga þeim í a.m.k. 50 herbergi til að reka hótel á ársgrunni.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að óska eftir fundi með Kaupfélagi Skagfirðinga vegna málsins.

Skipulagsnefnd - 62. fundur - 14.11.2024

Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins.

Skipulagsnefnd - 81. fundur - 04.09.2025

Málið áður á dagskrá á 62. fundi skipulagsnefndar þann 14.11.2024 þar sem eftirfarandi er bókað:
"Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins."
Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.

Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Málið áður á dagskrá á 62. fundi skipulagsnefndar þann 14.11.2024 þar sem eftirfarandi er bókað:
"Skipulagsfulltrúi fer yfir minnispunkta frá fundi sem haldinn var með Reimari Marteinssyni hjá Kaupfélagi Skagfirðinga þann 7.11. síðastliðinn vegna umsóknar þeirra um lóð og beiðni um samráð í deiliskipulagsvinnu Gamla bæjarins á Sauðárkróki. Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að frestar afgreiðslu málsins og felur skipulagsfulltrúa að funda aftur með Kaupfélagi Skagfirðinga í samræmi við umræður fundarins."
Afgreiðsla 62. fundar skipulagnefndar var staðfest á 32. fundi sveitarstjórnar 27. nóvember 2024 með sjö atkvæðum.

Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði.

Skipulagsnefnd - 83. fundur - 18.09.2025

Málið áður á dagskrá á 81. fundi skipulagsnefndar þann 04.09.2025 þar sem m.a. var bókað:
"Skipulagsnefnd vill árétta að umrætt svæði sé innan verndarsvæðis í byggð. Þá óskar nefndin eftir að fá fulltrúa umsækjanda á fund nefndarinnar til að fara yfir framtíðarsýn svæðisins. Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila umsækjanda að vinna deiliskipulag á eigin kostnað skv. 38 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir umbeðið svæði."

Reimar Marteinsson og Ingólfur Jóhannsson mættu á fund skipulagsnefndar fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga og fóru yfir framtíðarsýn umsækjenda á umbeðnu skipulagssvæði við Aðalgötu á Sauðárkróki.

Gestir

  • Ingólfur Jóhannsson
  • Reimar Marteinsson