Fara í efni

Skipulagsnefnd - 82

Málsnúmer 2509012F

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Fundargerð 82. fundar skipulagsnefndar frá 15. september 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson kynnti fundargerð. Enginn kvaddi sér hljóðs.
  • Skipulagsnefnd - 82 Lögð fram vinnslutillaga að deiliskipulagi "Flæðar á Sauðárkróki" uppdráttur nr. VT-01 í verki nr. 56292110 dags. 12.09.2025 ásamt greinargerð með sömu dagsetningu unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu í samvinnu við sveitarfélagið Skagafjörð.

    Markmið deiliskipulagsins eru m.a. að hanna heildstætt yfirbragð fyrir áformaða uppbyggingu menningarhúss og umhverfis. Afmörkun lóða, skilgreining byggingarreita og skilmála. Skapa forsendur fyrir öruggt umferðarflæði gangandi, akandi og hjólandi vegfarenda.

    Uppdrátturinn sýnir afmörkun lóða, byggingarreiti, götulínur,
    helstu byggingarskilmála og skýringaruppdrætti. Skipulagsuppdrátturinn er í kvarðanum 1:1.000 á A1 blaði. Skýringaruppdrættir eru unnir af Arkís arkitektum og eru ekki í kvarða á skipulagsuppdrætti.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.
  • Skipulagsnefnd - 82 Rósa María Vésteinsdóttir og Bergur Gunnarsson þinglýstir eigendur lóðarinnar Narfastaða, lands L215816 í Skagafirði, óska eftir heimild til að stofna byggingarreit þar sem geymsla stendur í dag, fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 75 m2, mænishæð hámark 5 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi, og komið fyrir á steyptum undirstöðum.

    Nánari grein er gerð fyrir áformunum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7342-1020, dags. 20. ágúst 2025.

    Lóðin Narfastaðir land, L215816 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem landbúnaðarsvæði í aðalskipulagi Sveitarfélagins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur.
    Eigendur jarðarinnar Narfastaða L146419, lóðanna Narfastaða lands L208712 og Narfastaða lands L215816 eru jafnframt umsækjendur. Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskyld framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.

    Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn bygginarreit.
    Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Narfastaðir land L215816 - Umsókn um byggingarreit, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.