Fara í efni

Vatnsleysa 3 L235732 - Umsókn um byggingarreit

Málsnúmer 2509010

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 81. fundur - 04.09.2025

Hulda Sóllilja Aradóttir og Rúnar Þór Guðbrandsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Vatnsleysa 3 L235732, í Skagafirði óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á jörðinni fyrir vélaskemmu, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 02.09.2025 Afstöðumynd unnin af Ellert Má Jónssyni byggingaverkfræðing.
Um er að ræða byggingarreit fyrir vélaskemmu sem ætluð er til að hýsa vélar og fleira.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, m.a. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið sem flutt verður austur fyrir íbúðarhúsið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi.

Í nefndu aðalskipulagi segir m.a þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.

Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Umsækjendur eru einnig eigendur lögaðilans Trostan ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vatnsleysa 2, L235731 og 50% eigandi Vatnsleysu 4, L235733.
Einnig skrifa undir erindið eigendur Vatnsleysubúsins ehf. sem er 50 % eigandi Vatnsleysu 4, L235733, þar sem þeir lýsa því yfir með undirskrift sinna að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Hulda Sóllilja Aradóttir og Rúnar Þór Guðbrandsson þinglýstir eigendur jarðarinnar Vatnsleysa 3 L235732, í Skagafirði óska eftir heimild til að stofna 800 m² byggingarreit á jörðinni fyrir vélaskemmu, skv. meðfylgjandi afstöðumynd dags. 02.09.2025 Afstöðumynd unnin af Ellert Má Jónssyni byggingaverkfræðing.
Um er að ræða byggingarreit fyrir vélaskemmu sem ætluð er til að hýsa vélar og fleira.
Byggingarreitur, sem sótt er um, er á skilgreindu landbúnaðarlandi nr. L-2 í Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Uppbygging sem sótt er um byggingarreit fyrir er í samræmi við almenn ákvæði aðalskipulags um uppbyggingu og landnotkun á landbúnaðarsvæðum, m.a. þar sem núverandi innviðir nýtast áfram, uppbygging nýrra, stakra bygginga fer ekki yfir 2.000 m², notast er við núverandi vegtengingu og heimreið sem flutt verður austur fyrir íbúðarhúsið og uppbygging veldur ekki neikvæðum áhrifum á landbúnað með mengun eða skertu aðgengi né með því að rjúfa samfellu í ræktuðu landi.

Í nefndu aðalskipulagi segir m.a þá getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til byggingar á stökum byggingum sem tengjast starfsemi bújarðar án deiliskipulags, ef umfang og/eða aðstæður gefi tilefni til. Á það við þegar byggingaráform varða ekki hagsmuni annarra en umsækjandans, samrýmast landnotkun og yfirbragði svæðisins og hafa ekki neikvæð umhverfisáhrif.
Lögð verður áhersla á að áformuð bygging samrýmist yfirbragði og ásýnd svæðisins, sé í samræmi við núverandi byggingar og hafi ekki neikvæð umhverfisáhrif. Áformin skerða ekki aðgengi að nærliggjandi byggingum.

Meðfylgjandi er jákvæð umsögn minjavarðar.

Umsækjendur eru einnig eigendur lögaðilans Trostan ehf. sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Vatnsleysa 2, L235731 og 50% eigandi Vatnsleysu 4, L235733.
Einnig skrifa undir erindið eigendur Vatnsleysubúsins ehf. sem er 50 % eigandi Vatnsleysu 4, L235733, þar sem þeir lýsa því yfir með undirskrift sinna að ekki séu gerðar athugasemdir við ætlaða framkvæmd.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðinn byggingarreit."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að heimila umbeðinn byggingarreit.