Fara í efni

Umsókn um vilyrði fyrir þróunarreit

Málsnúmer 2505099

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 81. fundur - 04.09.2025

Gunnsteinn Björnsson, f.h. Hátækniseturs Íslands ses, kt. 620906-0340, óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar Skagafjarðar fyrir svæði sem afmarkast af Borgargerði að austan, Borgarmýri og lóðum við Borgarmýri að norðan, Víðimýri og afmörkun íbúðabyggðar nr. ÍB-405, í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, að vestan og girðingar, norðan Sauðár, að sunnanverðu.
Svæðið sem sótt er um er um það bil 4,1 ha að stærð. Meðfylgjandi, hnitsettur yfirlitsuppdráttur dags. 08.05.2025 sýnir umrædda afmörkun.
Sótt er um vilyrðið á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, sem samþykktar voru í sveitarstjórn Skagafjarðar þann 14. september 2022.
Í auglýstri vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 eru lagðar línur að auknum umsvifum háskólastarfsemi á Sauðárkróki og kveður umsækjandi sig sjá sóknarfæri fyrir samfélagið í því. Umsækjandi hyggst óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið og skipuleggja svæði fyrir starfsemi háskóla, nýsköpunar, atvinnuþróunar, nemendagarða og hótels. Jafnframt að skapa grundvöll til framtíðar þar sem ný starfsemi og fyrirtæki geti byggst upp.

Skipulagsnefnd bendir á að umbeðið svæði sé í auglýstri aðalskipulagstillögu skilgreint sem miðsvæði M-404. Undir fyrirsögninni „lýsing“ segir „háskólasetur, nýsköpun, nemendagarðar, atvinnuþróun og hótelgisting“. Skilmálar eru þeir að leyfilegt verði að vera með ferðamannagistingu eða hótel. Áhersla skuli lögð á hagkvæma nýtingu lóða og vandaða ásýnd bygginga og lóðafrágang á verslunar- og þjónustulóðum. Til að ná þeim áherslum verði lögð áhersla á að í deiliskipulagi verði markmið að stuðla að góðri ásýnd svæðisins með vandaðri hönnun bygginga, lóðaskipulagi og fyrirkomulagi bílastæða. Öruggt og gott aðgengi allra að starfsemi verslunar- og þjónustusvæða verði tryggt og leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar.
Skipulagsnefnd sýnist hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu á miðsvæði M-404 samræmast vel fyrirhugaðri landnotkun á því svæði. Þá sé styrkur í því að umsækjandi hafi einmitt að tilgangi sínum, skv. stofnskrá, að byggja upp fjölbreytni á sviði hátækni og þekkingariðnaðar. Þá sé það jákvætt að umsækjandi hafi á liðnum misserum getað sótt fjárhagslegan og faglegan styrk til bakhjarla sem gegna mikilvægu hlutverki á sviði fyrirhugaðrar landnotkunar, skv. áðurgreindri aðalskipulagstillögu. Málefnalegar ástæður séu því til staðar að veita vilyrði fyrir umræddu svæði fyrir umrædda atvinnustarfsemi án auglýsingar, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðnu svæði til eins árs og skal umsækjandi á þeim tíma móta hugmyndir sínar um framtíðarskipulag svæðisins að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd, með það að markmiði að unnt verði, innan þess tímramma, að afgreiða fyrirhugaða umsókn félagsins um heimild þess til að vinna sjálft að gerð deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010, á grundvelli grunndraga félagsins að skilmálum deiliskipulags, sem fylgi umsókn. Óski félagið þá eftir að umræddu svæði verði úthlutað til félagsins sem þróunarsvæði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins leggur skipulagsnefnd til að umsækjandi skuli þá láta fylgja umsókn sinni tímasetta áætlun um uppbyggingu svæðisins í áföngum og drög að samningi milli sveitarfélagsins og félagsins um þróun svæðisins ásamt fjármögnun.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Vísað frá 81. fundi skipulagsnefndar frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
"Gunnsteinn Björnsson, f.h. Hátækniseturs Íslands ses, kt. 620906-0340, óskar eftir vilyrði sveitarstjórnar Skagafjarðar fyrir svæði sem afmarkast af Borgargerði að austan, Borgarmýri og lóðum við Borgarmýri að norðan, Víðimýri og afmörkun íbúðabyggðar nr. ÍB-405, í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035, að vestan og girðingar, norðan Sauðár, að sunnanverðu.
Svæðið sem sótt er um er um það bil 4,1 ha að stærð. Meðfylgjandi, hnitsettur yfirlitsuppdráttur dags. 08.05.2025 sýnir umrædda afmörkun.
Sótt er um vilyrðið á grundvelli 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu Skagafirði, sem samþykktar voru í sveitarstjórn Skagafjarðar þann 14. september 2022.
Í auglýstri vinnslutillögu aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040 eru lagðar línur að auknum umsvifum háskólastarfsemi á Sauðárkróki og kveður umsækjandi sig sjá sóknarfæri fyrir samfélagið í því. Umsækjandi hyggst óska eftir heimild til að láta vinna deiliskipulag fyrir svæðið og skipuleggja svæði fyrir starfsemi háskóla, nýsköpunar, atvinnuþróunar, nemendagarða og hótels. Jafnframt að skapa grundvöll til framtíðar þar sem ný starfsemi og fyrirtæki geti byggst upp.

Skipulagsnefnd bendir á að umbeðið svæði sé í auglýstri aðalskipulagstillögu skilgreint sem miðsvæði M-404. Undir fyrirsögninni „lýsing“ segir „háskólasetur, nýsköpun, nemendagarðar, atvinnuþróun og hótelgisting“. Skilmálar eru þeir að leyfilegt verði að vera með ferðamannagistingu eða hótel. Áhersla skuli lögð á hagkvæma nýtingu lóða og vandaða ásýnd bygginga og lóðafrágang á verslunar- og þjónustulóðum. Til að ná þeim áherslum verði lögð áhersla á að í deiliskipulagi verði markmið að stuðla að góðri ásýnd svæðisins með vandaðri hönnun bygginga, lóðaskipulagi og fyrirkomulagi bílastæða. Öruggt og gott aðgengi allra að starfsemi verslunar- og þjónustusvæða verði tryggt og leitast við að draga úr neikvæðum áhrifum bílaumferðar.
Skipulagsnefnd sýnist hugmyndir umsækjanda um uppbyggingu á miðsvæði M-404 samræmast vel fyrirhugaðri landnotkun á því svæði. Þá sé styrkur í því að umsækjandi hafi einmitt að tilgangi sínum, skv. stofnskrá, að byggja upp fjölbreytni á sviði hátækni og þekkingariðnaðar. Þá sé það jákvætt að umsækjandi hafi á liðnum misserum getað sótt fjárhagslegan og faglegan styrk til bakhjarla sem gegna mikilvægu hlutverki á sviði fyrirhugaðrar landnotkunar, skv. áðurgreindri aðalskipulagstillögu. Málefnalegar ástæður séu því til staðar að veita vilyrði fyrir umræddu svæði fyrir umrædda atvinnustarfsemi án auglýsingar, sbr. 1. mgr. 8. gr. reglna um úthlutun byggingarlóða í sveitarfélaginu.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðnu svæði til eins árs og skal umsækjandi á þeim tíma móta hugmyndir sínar um framtíðarskipulag svæðisins að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd, með það að markmiði að unnt verði, innan þess tímramma, að afgreiða fyrirhugaða umsókn félagsins um heimild þess til að vinna sjálft að gerð deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010, á grundvelli grunndraga félagsins að skilmálum deiliskipulags, sem fylgi umsókn. Óski félagið þá eftir að umræddu svæði verði úthlutað til félagsins sem þróunarsvæði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins leggur skipulagsnefnd til að umsækjandi skuli þá láta fylgja umsókn sinni tímasetta áætlun um uppbyggingu svæðisins í áföngum og drög að samningi milli sveitarfélagsins og félagsins um þróun svæðisins ásamt fjármögnun."

Sveitarstjórn samþykkir, með níu atkvæðum að veita vilyrði, skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins, fyrir umbeðnu svæði til eins árs og skal umsækjandi á þeim tíma móta hugmyndir sínar um framtíðarskipulag svæðisins að höfðu samráði við sveitarstjórn/skipulagsnefnd, með það að markmiði að unnt verði, innan þess tímramma, að afgreiða fyrirhugaða umsókn félagsins um heimild þess til að vinna sjálft að gerð deiliskipulags, sbr. 2. mgr. 38. gr. l. 123/2010, á grundvelli grunndraga félagsins að skilmálum deiliskipulags, sem fylgi umsókn.