Fara í efni

Heilsueflingarstyrkur 2026

Málsnúmer 2508135

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 160. fundur - 04.09.2025

Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2026 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks var óbreytt milli áranna 2024 og 2025 og liggur því fyrir tillaga um að styrkurinn hækki um 10% fyrir árið 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025

Vísað frá 160. fundi byggðarráðs frá 4. september sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2026 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks var óbreytt milli áranna 2024 og 2025 og liggur því fyrir tillaga um að styrkurinn hækki um 10% fyrir árið 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum framlagðar reglur um heilsueflingarstyrki 2026.