Fara í efni

Byggðarráð Skagafjarðar

160. fundur 04. september 2025 kl. 08:30 - 08:57 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sólborg Sigurrós Borgarsdóttir varam.
    Aðalmaður: Guðlaugur Skúlason
  • Einar Eðvald Einarsson varaform.
  • Jóhanna Ey Harðardóttir aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
  • Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Baldur Hrafn Björnsson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Dagskrá
Sigfús Ingi Sigfússon sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Heilsueflingarstyrkur 2026

Málsnúmer 2508135Vakta málsnúmer

Lagðar fyrir reglur um heilsueflingarstyrki fyrir árið 2026 sem ætlaðir eru starfsmönnum sveitarfélagsins. Upphæð heilsueflingarstyrks var óbreytt milli áranna 2024 og 2025 og liggur því fyrir tillaga um að styrkurinn hækki um 10% fyrir árið 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða fyrirlagðar reglur um heilsueflingarstyrki og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

2.Gjaldskrá Brunavarna og slökkvitækjaþjónusta 2026

Málsnúmer 2508106Vakta málsnúmer

Gjaldskrá Brunavarna Skagafjarðar fyrir árið 2026 og slökkvitækjaþjónustu fyrir árið 2026 lögð fyrir byggðarráð til afgreiðslu. Gjaldskráin hljóðar upp á 2,7% hækkun frá gjaldskrá ársins 2025.

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

3.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 02_Félagsþjónusta

Málsnúmer 2506022Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar, þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 02. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

4.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 06_Æskulýðs- og íþróttamál

Málsnúmer 2506023Vakta málsnúmer

Vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar, þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 06. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að millifærsluliðir vegna seldra vinnu milli deilda verði leiðréttir úr 2,7% hækkun upp í 3% hækkun í samræmi við forsendur rammaáætlunar. Málinu vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

5.Gjaldskrá Húss frítímans 2026

Málsnúmer 2508121Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 37. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2026. Tillagan felur í sér 2,7% hækkun að jafnaði. Leiga til íþróttafélaga vegna gistinga hækkar þó um 50%, úr kr. 1.000 í kr. 1.500, þar sem sá gjaldaliður hefur verið óbreyttur um árabil. Nefndin samþykkir gjaldskrána samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

6.Gjaldskrá tónlistarskóla 2026

Málsnúmer 2508105Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 40. fundi fræðslunefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár tónlistarskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Veittur er 25% afsláttur ef fleiri en einn nemandi er saman í hljóðfæranámi. Veittur er systkinaafsláttur, 25% fyrir annað barn, 50% fyrir þriðja barn og 100% fyrir fjórða barn. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

7.Gjaldskrá grunnskóla 2026

Málsnúmer 2508114Vakta málsnúmer

Máli vísað frá 40. fundi fræðslunefndar þann 28. ágúst sl., þannig bókað:
"Lögð fram tillaga að 2,7% hækkun gjaldskrár í grunnskóla sem er í samræmi við verðlagsbreytingar út frá þjóðhagsspá Hagstofu Íslands. Morgunverður hækkar úr 376 krónum í 386 krónur. Hádegisverður hækkar úr 780 krónum í 801 krónur. Skólamáltíðir nemenda eru að fullu niðurgreiddar af sveitarfélaginu og ríkinu. Tillagan samþykkt samhljóða og vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagða gjaldskrá og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Samráð; Áform um breytingu á lögum nr. 49 1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum

Málsnúmer 2509007Vakta málsnúmer

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 154/2025, „Áform um breytingu á lögum nr. 49/1997 um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum“. Umsagnarfrestur er til og með 19.09.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar endurskoðun laganna en minnir á að vandamál vegna jarðvegsskriða á byggðum svæðum í bæði þéttbýli og dreifbýli hafa aukist á liðnum árum vegna m.a. hækkandi hitastigs, aukins gróðurs í bröttum brekkum og hærri vatnsstöðu í rigningarsömum árum. Þetta hefur nú þegar leitt til algjörlega ófyrirsjáanlegra skriðufalla sem hafa valdið tjóni á íbúðarhúsum og mannvirkjum í þéttbýli sem erfiðlega hefur gengið að fá bætt af Ofanflóðasjóði. Frá því að lög um varnir gegn ofanflóðum og skriðföllum tóku gildi hefur margt breyst í veðurfari og samfélagsgerð á Íslandi, sem hefur eðlilega haft og mun hafa enn frekari áhrif á þau verkefni sem Ofanflóðasjóði er ætlað að fjármagna.
Í dag er vaxandi ógn af jarðvegsskriði í Nöfunum fyrir ofan Sauðárkrók. Skríði þessi jarðvegur fram meira en nú þegar er orðið mun það leiða til skemmda á löngu byggðum íbúðarhúsum og öðrum mannvirkjum. Í þessu tilfelli er jafnframt mjög kostnaðarsamt að fara í fyrirbyggjandi aðgerðir og fjarlægja jarðveg og gróður eða ráðast í gerð varnargarða til að koma í veg fyrir frekara tjón. Því er nauðsynlegt við endurskoðun laganna að sveitarfélög geti sótt fjármuni í Ofanflóðasjóð til bæði fyrirbyggjandi aðgerða og einnig ef til tjóns kemur. Minna má að vítt og breytt um landið má finna hús og byggðir sem risu löngu áður en núverandi skipulagslög eða varnir gegn ofanflóðum tóku gildi.
Jafnframt þarf að kveða á um með skýrari hætti en er í gildandi lögum að óski sveitarstjórnir eftir gerð hættumats vegna mögulegra ofanflóða þá skuli skilyrðislaust orðið við slíkri beiðni. Það er ekki að gamni gert að sveitarstjórnir leggi slíka beiðni fram.
Enn fremur er nauðsynlegt að skýra ákvæði 1. greinar umræddra laga hvað varðar fall eða flóð af náttúrulegum ástæðum þannig að óumdeilt sé að undir ákvæði laganna falli ofanflóð vegna óstöðugra jarðlaga, í ljósi þeirra breytinga á náttúrufari sem þegar hefur orðið vart við.

Fundi slitið - kl. 08:57.