Byggðarráð Skagafjarðar - 159
Málsnúmer 2508018F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025
Fundargerð 159. fundar byggðarráðs frá 27. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Sigfús Ingi Sigfússon kvaddi sér hljóðs
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Mál áður á dagskrá 158. fundar byggðarráðs þann 20. ágúst 2025 þar sem fallist var á að bjóða nokkrum leigutökum á Nöfum á fund byggðarráðs.
Til fundarins komu Sunna Atladóttir, lögmaður og Sigurjóna Skarphéðinsdóttir fyrir hönd leigutaka á Nöfum auk Arnórs Halldórssonar lögmanns Skagafjarðar sem sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Rætt var um innihald nýrra lóðaleigusamninga um lóðir á Nöfum auk þess sem farið var yfir skilmála sem snerta leigulok og skil á lóðum.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að óska eftir skriflegu erindi með tillögum sem hægt er að taka afstöðu til. Veittur er frestur til 10. september.
Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Mál áður á dagskrá 158. fundar byggðarráðs þann 20. ágúst sl., þar sem ákveðið var að boða Ævari Jóhannssyni á fund byggðarráðs til að ræða nánar ósk hans um kaup á landi.
Ævar Jóhannsson sat fundinn undir þessum lið.
Ævar fór betur yfir ósk sína um kaup á Hofsós lóð 4, landnúmer 219946 og brekkunni vestan við Naustabakka ásamt hluta af Hofsós lóð 1, landnúmer 219944.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa lóð 4, landnúmer 219946 til sölu og afla nánari upplýsinga um aðrar aðliggjandi lóðir. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með sjö atkvæðum.
Eyþór Fannar Sveinsson og Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir véku af fundi við afgreiðslu þessa liðar. -
Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Byggðarráð Skagafjarðar lýsir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vesta. Í fréttatilkynningu sem gefin var út af mennta- og barnamálaráðuneyti í byrjun júní sl. var sagt að í sumar ætti að fara fram fullnaðarhönnun og áætlunargerð vegna viðbyggingarinnar. Jafnframt kom þar fram að hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu lægi fyrir uppsafnað fjármagn til þessara framkvæmda upp á 2,6 milljarða, ætlað til uppbyggingar við fjóra framhaldsskóla og að einn af þeim væri Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Það liggur líka fyrir að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra muni greiða 40% byggingarkostnaðar og að þau hafa gert ráð fyrir sinni greiðsluþátttöku. Samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir virðist hins vegar afar lítið að gerast í hönnun eða gerð útboðsgagna og vantar t.d. ennþá upplýsingar frá Framkvæmdasýslunni - Ríkiseignum um stærð byggingareits og fleira til að unnt sé að ljúka gerð deiliskipulags fyrir framkvæmdina. Sú aðstaða sem starfsmönnum og nemendum FNV er boðin í dag er óásættanleg og stenst engar kröfur sem gerðar eru um slíka starfsemi.
Byggðarráð Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á ríkisstjórn Íslands að koma þessu brýna verkefni áfram og tryggja að framkvæmdir hefjist ekki seinna en í vetur, eins og sagt var í umræddri fréttatilkynningu. Bókun fundar Afgreiðsla 159. fundar byggðarráðs staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
Sveitarstjórn Skagafjarðar lýsir yfir áhyggjum af hægagangi stjórnvalda við hönnun og uppbyggingu á fyrirhugaðri stækkun verknámshúss Fjölbrautarskóla Norðurlands vesta. Sú aðstaða sem starfsmönnum og nemendum FNV er boðin í dag er óásættanleg og stenst engar kröfur sem gerðar eru um slíka starfsemi.
Í fréttatilkynningu sem gefin var út af mennta- og barnamálaráðuneyti í byrjun júní sl. var sagt að í sumar ætti að fara fram fullnaðarhönnun og áætlunargerð vegna viðbyggingarinnar. Jafnframt kom þar fram að hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu lægi fyrir uppsafnað fjármagn til þessara framkvæmda upp á 2,6 milljarða, ætlað til uppbyggingar við fjóra framhaldsskóla og að einn af þeim væri Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra. Það liggur líka fyrir að sveitarfélögin á Norðurlandi vestra muni greiða 40% byggingarkostnaðar og að þau hafa gert ráð fyrir sinni greiðsluþátttöku.
Í stefnuræðu forsætisráðherra, 10. september sl., kom fram í ræðu ráðherra að á næsta ári yrðu hafnar framkvæmdir við stækkun fjögurra verknámsskóla vítt um land sem væru fjármagnaðar. Er fagnaðarefni að svo skýrt hafi verið kveðið að orði um að áform um stækkun verknámshúsa framhaldsskólanna fjögurra skuli ekki stranda á fjármögnun og nauðsynlegt að staðfesting þess efnis verði send skriflega til Framkvæmdasýslunnar ? Ríkiseigna, sem fer með útboð framkvæmdanna.
Sveitarstjórn Skagafjarðar samþykkir samhljóða að skora á ríkisstjórn Íslands að koma þessu brýna verkefni áfram og tryggja að framkvæmdir hefjist ekki seinna en í vetur, eins og lýst var yfir í umræddri fréttatilkynningu menntamálaráðuneytis.
-
Byggðarráð Skagafjarðar - 159 Á árinu 2025 er útsvarshlutfall 14,97% eftir samkomulag á milli ríkis og sveitarfélaga frá 15.12.2023 um tekjustofna vegna fjármögnunar þjónustu við fatlað fólk. Tekin umræða um útsvarshlutfall ársins 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að halda útsvarshlutfalli óbreyttu í 14,97% árið 2026. Bókun fundar Forseti gerir tillögu um að vísa afgreiðslu málsins til liðarins, Útsvarshlutfall 2026, síðar á dagskrá fundarins. Samþykkt samhljóða.