Landbúnaðar- og innviðanefnd
Dagskrá
1.Stofnun lögbýlis - Lyngás í Sæmundarhlíð
Málsnúmer 2509009Vakta málsnúmer
2.Fjarskiptasamband í Skagafirði
Málsnúmer 2505251Vakta málsnúmer
Á fundum Landbúnaðar- og innviðanefndar þann 12. júní sl. og 19. ágúst lýsti nefndin áhyggjum sínum af fyrirhugaðri lokun á 2G og 3G dreifikerfa farsíma um næstu áramót og þá sérstaklega að lokun þeirra skerði þjónustu við GSM símanotendur í Skagafirði, og reyndar á landinu öllu.
Nefndinni hafa nú borist svör um viðhorf þriggja fjarskiptafyrirtækja, Símans, Nova og Sýnar. Um svörin má almenn segja að símafyrirtækin hafa ekki alveg sömu áhyggjur og nefndin um neikvæð áhrif breytinganna og segja að 4G og 5G kerfin verði efld á móti. Í svarinu frá Símanum kemur fram að bæta eigi afköst núverandi 4G senda ásamt því að setja eigi upp nýja 5G senda í Varmahlíð, Hólum, Hegranesi og Sauðárkróki á næstu 12-18 mánuðum. Frá Nova komu þær upplýsingar að núverandi þjónustusvæðið myndi ekki minnka en þeir eru nú þegar byrjaðir að fækka 3G sendum sem þeir segja að muni í raun hafa jákvæð áhrif á nýtingu og dreifingu 4G kerfisins, þar sem símar eru ekki flakka á milli 3G og 4G kerfanna. Sýn sendi okkur svör sem innihéldu meðal annars þær upplýsingar að 4G kerfið myndi eflast við lokun sendanna, bæði vegna tækniatriða en eins vegna þess að þeir ætla að fjölga sendum og verður t.d. nýr 4G sendir settur upp á Laufásum í ár ásamt því að á næstu tveimur árum verður annar búnaður endurnýjaður eða uppfærður ásamt því að fyrir liggur 5 ára áætlun um fjölgun 5G senda, sem hefst á næsta ári í Skagafirði. Jafnframt kom fram í svari Sýnar að dekkun á 4G er í dag meiri í heildina en 2G og 3G voru samanlagt þegar mest var hjá þeim.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar svörin og vonar að þær aðgerðir sem símafyrirtækin ætli að ráðast í tryggi öruggt farsímasamband um allan fjörð. Engu að síður er mjög mikilvægt að íbúar sem upplifa skerta farsímaþjónustu í tengslum við þessa breytingu eða almennt slæmt símasamband í dag sendi tölvupóst á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is með eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn tilkynnanda, símanúmer og/eða tölvupóstfang
- Staðsetning þar sem skerðingin átti sér stað
- Hvernig er sambandið núna? (Ekkert / Næst ekki innanhúss / Léleg gæði)
- Hvernig var sambandið áður?
- Hvenær varð breytingin?
- Hjá hvaða fyrirtæki er farsímaþjónustan keypt?
- Hvaða tegund símtækis er notuð?
- Er búið að hafa samband við fjarskiptafyrirtækið?
Landbúnaðar- og innviðanefnd mun halda áfram að fylgjast með þróun þessara mála og leita þegar nær dregur áramótum upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda ábendinga úr Skagafirði og þá reyna að fylgja því eftir að úrbætur verði gerðar.
Nefndinni hafa nú borist svör um viðhorf þriggja fjarskiptafyrirtækja, Símans, Nova og Sýnar. Um svörin má almenn segja að símafyrirtækin hafa ekki alveg sömu áhyggjur og nefndin um neikvæð áhrif breytinganna og segja að 4G og 5G kerfin verði efld á móti. Í svarinu frá Símanum kemur fram að bæta eigi afköst núverandi 4G senda ásamt því að setja eigi upp nýja 5G senda í Varmahlíð, Hólum, Hegranesi og Sauðárkróki á næstu 12-18 mánuðum. Frá Nova komu þær upplýsingar að núverandi þjónustusvæðið myndi ekki minnka en þeir eru nú þegar byrjaðir að fækka 3G sendum sem þeir segja að muni í raun hafa jákvæð áhrif á nýtingu og dreifingu 4G kerfisins, þar sem símar eru ekki flakka á milli 3G og 4G kerfanna. Sýn sendi okkur svör sem innihéldu meðal annars þær upplýsingar að 4G kerfið myndi eflast við lokun sendanna, bæði vegna tækniatriða en eins vegna þess að þeir ætla að fjölga sendum og verður t.d. nýr 4G sendir settur upp á Laufásum í ár ásamt því að á næstu tveimur árum verður annar búnaður endurnýjaður eða uppfærður ásamt því að fyrir liggur 5 ára áætlun um fjölgun 5G senda, sem hefst á næsta ári í Skagafirði. Jafnframt kom fram í svari Sýnar að dekkun á 4G er í dag meiri í heildina en 2G og 3G voru samanlagt þegar mest var hjá þeim.
Landbúnaðar- og innviðanefnd þakkar svörin og vonar að þær aðgerðir sem símafyrirtækin ætli að ráðast í tryggi öruggt farsímasamband um allan fjörð. Engu að síður er mjög mikilvægt að íbúar sem upplifa skerta farsímaþjónustu í tengslum við þessa breytingu eða almennt slæmt símasamband í dag sendi tölvupóst á fjarskiptastofa@fjarskiptastofa.is með eftirfarandi upplýsingum:
- Nafn tilkynnanda, símanúmer og/eða tölvupóstfang
- Staðsetning þar sem skerðingin átti sér stað
- Hvernig er sambandið núna? (Ekkert / Næst ekki innanhúss / Léleg gæði)
- Hvernig var sambandið áður?
- Hvenær varð breytingin?
- Hjá hvaða fyrirtæki er farsímaþjónustan keypt?
- Hvaða tegund símtækis er notuð?
- Er búið að hafa samband við fjarskiptafyrirtækið?
Landbúnaðar- og innviðanefnd mun halda áfram að fylgjast með þróun þessara mála og leita þegar nær dregur áramótum upplýsinga frá Fjarskiptastofu um fjölda ábendinga úr Skagafirði og þá reyna að fylgja því eftir að úrbætur verði gerðar.
3.Gjaldskrá sorphirðu og sorpeyðingar 2026
Málsnúmer 2508128Vakta málsnúmer
Sviðsstjóri fór yfir málið og upplýsti að viðræður við Íslenska Gámafélagið væru í gangi um að leita leiða til að ná fram hagræðingu vegna sorphirðu í sveitarfélaginu.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að fela Sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdarsviðs að vinna áfram að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
4.Smalaslóði Kálfárdal og úthlutin í styrkvegi
Málsnúmer 2503100Vakta málsnúmer
Landbúnaðarfulltrúi Kári Gunnarsson gaf munnlega skýrslu um framvindu slóðagerðar sem fengu styrki úr styrkvegasjóði Vegagerðarinnar. Slóði um Kálfadal er klár ásamt viðgerðum á slóða um Molduxaskarð. Gusthnjúksleið og Þúfnavallaleið eru í vinnslu.
5.Bakhópar Sambandsins í umhverfismálum
Málsnúmer 2509021Vakta málsnúmer
Beiðni frá SÍS um fulltrúa sveitarfélagsins í tvo bakhópa um umhverfismál.
Landbúnaðar- og innviðarnefnd samþykkir samhljóða að skipa Hjörvar Halldórsson sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs og Sigurð Arnar Friðriksson forstöðumann framkvæmda sem fulltrúa sveitarfélagsins.
Landbúnaðar- og innviðarnefnd samþykkir samhljóða að skipa Hjörvar Halldórsson sviðsstjóra Veitu- og framkvæmdasviðs og Sigurð Arnar Friðriksson forstöðumann framkvæmda sem fulltrúa sveitarfélagsins.
Fundi slitið - kl. 18:00.
Landbúnaðar- og innviðanefnd samþykkir samhljóða að heimila stofnun lögbýlisins.