Félagsmála- og tómstundanefnd - 37
Málsnúmer 2508016F
Vakta málsnúmerSveitarstjórn Skagafjarðar - 41. fundur - 17.09.2025
Fundargerð 37. fundar fræðslunefndar frá 28. ágúst 2025 lögð fram til afgreiðslu á 41. fundi sveitarstjórnar eins og einstök erindi bera með sér. Einar E. Einarsson forseti kynnti fundargerð. Guðlaugur Skúlason, Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Guðlaugur Skúlason, Álfhildur Leifsdóttir og Sigurður Bjarni Rafnsson kvöddu sér hljóðs.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 02. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs.
Fulltrúi Vg og Óháðra óska bókað:
Það er dapurt að sjá að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í heimsendan mat í dreifbýli Skagafjarðar í komandi fjárhagsáætlunar ramma en eins og segir í 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 er skylda sveitarfélaga að sinna þeirri þjónustu, en vonandi sjáum við samþykktan viðauka þegar aðrar leiðir verða reyndar en þær sem ekki heppnuðust á þessu ári.
Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir ítrekar bókun sína frá fundi félagsmála- og tómstundanefndar, svohljóðandi:
"Fulltrúi Vg og Óháðra óska bókað: Það er dapurt að sjá að ekki er gert ráð fyrir fjármunum í heimsendan mat í dreifbýli Skagafjarðar í komandi fjárhagsáætlunar ramma en eins og segir í 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 er skylda sveitarfélaga að sinna þeirri þjónustu, en vonandi sjáum við samþykktan viðauka þegar aðrar leiðir verða reyndar en þær sem ekki heppnuðust á þessu ári."
Fulltrúar meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
"Á grundvelli minnisblaðs dags. 3. mars 2025, sem starfsmenn Skagafjarðar unnu, komu fram mjög góðar hugmyndir í formi 8 mismunandi tillagna til að koma til móts við mögulega þörf á heimsendingu matar í dreifbýli Skagafjarðar. Samkvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 á sveitarstjórn að sjá um að félagsþjónusta sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum og er þar átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar. Ekki er í lögunum farið fram á að sveitarfélögin niðurgreiði þessa þjónustu enda ljóst að aðstæður sveitarfélaga til að geta veitt þjónustuna með slíkum hætti eru mjög ólíkar eftir því hvort t.d. er um landstór og dreifbýl sveitarfélög að ræða eða lítil og þéttbýl.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkti samhljóða á fundi sínum 6. mars 2025 að ráðast í úrræði sjö og átta til prufu. Leiðirnar sem voru valdar eru eftirfarandi: Leið 7 - aðstoð við að kaupa tilbúna rétti úr dagdvöl og leið 8 - afhendingu matarbakka í grunnskólunum í Varmahlíð og á Hofsósi á virkum dögum. Á þeim sama fundi voru umræður um minnisblaðið og þær leiðir sem settar voru þar fram en nokkrar þeirra tengdust heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Engin þeirra þótti raunhæf sökum kostnaðar og mikils flækjustigs. Þar sem ekki hefur verið fundin lausn sem minnihlutanum hugnast óskaði meirihlutinn bókað að fá fram hugmyndir eða útfærslur frá fulltrúa VG og óháðra, sem ekki hefur verið velt upp áður, svo hægt sé að taka umræðu um hana á fundi félagsmála- og tómstundanefndar. Enn hafa ekki borist hugmyndir eða útfærslur frá fulltrúa VG og óháðra."
Fulltrúar VG og óháðra óska bókað:
"Það er sérstakt að kasta boltanum með þessum hætti á kjörna fulltrúa minnihluta sem unnið hafa að málinu af heilum hug með öðrum í nefndinni. Það er dapurt að meirihluti láti þetta þarfa mál snúast um að sé minnihlutans að leysa málið þegar fulltrúar minnihluta ýta á eftir lögboðnum verkefnum sveitarfélagsins. Þetta snýst um mjög þarfa þjónustu við eldri borgara í dreifðari byggðum sveitarfélagsins sem njóta ekki sömu þjónustu og eldri borgarar í póstnúmerinu 550 Sauðárkrókur.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, Álfhildur Leifsdóttir VG og óháð"
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð fram rammaáætlun ársins 2026 í málaflokki 06. Skiptingin tekur mið af núverandi rekstri og aðstæðum. Félagsmála- og tómstundanefnd gerir athugasemdir við rammaáætlunina og bendir á að fara þurfi yfir millifærslur milli málaflokka sem eru hækkaðar um 2,7 % og skoða hvort það sé ekki réttara að hækka þær um 3 % þar sem millifærslur snúast að mestu leyti um launakostnað sem gert er ráð fyrir að hækki að jafnaði um 3%. Ítrekað er að áætlunin mun taka breytingum samhliða áframhaldandi vinnu starfsmanna. Nefndin samþykkir samhljóða að vísa málinu með athugasemdum til byggðaráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð er fram tillaga að gjaldskrá Húss frítímans 2026. Tillagan felur í sér 2,7% hækkun að jafnaði. Leiga til íþróttafélaga vegna gistinga hækkar þó um 50%, úr kr. 1.000 í kr. 1.500, þar sem sá gjaldaliður hefur verið óbreyttur um árabil. Nefndin samþykkir gjaldskrána samhljóða fyrir sitt leyti og vísar til byggðarráðs. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Nefndin samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslu málsins og felur starfsfólki að vinna að málinu í samræmi við umræður á fundinum.
Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum. - .5 2409285 Reglur vegna 25.gr. laga um málefni fatlaðs fólks, styrkir til náms, verkfæra og tækjakaupaFélagsmála- og tómstundanefnd - 37 Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um styrki til náms og verkfæra- og tækjakaupa fatlaðs fólks, reglurnar grundvallast á 25. gr. laga laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarfélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lögð fram tillaga að fundartímum nefndarinnar fyrir haustönn 2025, sem eru eftirfarandi: 25. september, 30. október, 27. nóvember og 18. desember. Nefndin samþykkir tillöguna samhljóða með fyrirvara um breytingar.
Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum. -
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagt fram eitt mál, fært í trúnaðarbók. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagt fram til kynningar bréf frá forstjóra Barna- og fjölskyldustofu um innleiðingu á nýju verklagi í barnaverndarþjónustu á landsvísu. Heildræn innleiðing Signs of Safety (SofS) í barnavernd á Íslandi er eitt af þeim verkefnum sem voru sett á oddinn í framkvæmdaáætlun ríkisins á sviði barnaverndar fyrir árin 2023 ? 2027. Verkefnið er einnig unnið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagður fram til kynningar tölvupóstur dags. 4. júlí 2025 frá Innviðaráðuneytinu þar sem það býður kjörnum fulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga til fræðslufundar um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks. Fræðslan fer fram á fjarfundi í septembermánuði nk. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.
-
Félagsmála- og tómstundanefnd - 37 Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá SSNV dags. 27.6.2025 þar sem sveitarfélög á Norðurlandi vestra eru hvött til að eiga fulltrúa á námskeiði sem Samband Íslenskra sveitarfélaga býður sveitarfélögum á Norðurlandi vestra upp á þann 3. september nk. Námskeiðið er ætlað fólki sem starfar með eða í kringum ungmennaráð sveitarfélaga. Bókun fundar Afgreiðsla 37. fundar félagsmála- og tómstundanefndar staðfest á 41. fundi sveitarstjórnar 17. september 2025 með níu atkvæðum.