Skipulagsnefnd
Dagskrá
1.Endurskoðun aðalskipulags Skagafjarðar 2025-2040
Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer
Gestir
- Íris Anna Karlsdóttir
2.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag
Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer
Farið yfir innsendar umsagnir við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" sem var í kynningu dagana 18.09.2025- 06.10.2025 í Skipulagsgáttinni mál nr. 1294/2025, sjá tengil hér: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1294/ .
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.
Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Þrjár umsagnir bárust á umsagnartímanum og fimm eftir að honum lauk.
Jafnframt lögð fram deiliskipulagstillaga fyrir "Flæðar á Sauðarkróki", sett fram með greinargerð útg. 1.0, dags. 13.10.2025 og uppdrætti nr. DS-01 dags. 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagstillöguna fyrir "Flæðar á Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra leggur fram tillögu um að gerðar verði skuggavarpsmyndir fyrir fyrirhugaðar byggingar á lóðinni Faxatorg.
Fulltrúar Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks telja ekki þörf á að kanna skuggavarp af byggingu fyrirhugaðs varðveislurýmis, áætluð fjarlægð milli þess og Suðurgötu 24 eru um 26 metrar á deiliskipulagstillögunni.
Tillagan er felld með tveimur atkvæðum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
3.Borgarflöt - Deiliskipulag
Málsnúmer 2505220Vakta málsnúmer
Lögð fram vinnslutillaga deiliskipulags "Borgarflöt 35, Sauðárkróki" dags. 09.10.2025, uppdráttur VT-01 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu. Skipulagslýsingin var auglýst frá 16.07.2025 til og með 13.08.2025. Alls bárust 7 umsagnir á umsagnartíma sem voru hafðar til hliðsjónar við gerð vinnslutillögunnar.
Skipulagsuppdráttur nr. VT-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu innan skipulagssvæðisins. Á skipulagsuppdrætti er sýnd aðkoma inn á lóðina, byggingarreitir, bílastæði og helstu skilmálar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsvinnslutillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki " í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulagsuppdráttur nr. VT-01 sýnir fyrirhugaða uppbyggingu innan skipulagssvæðisins. Á skipulagsuppdrætti er sýnd aðkoma inn á lóðina, byggingarreitir, bílastæði og helstu skilmálar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagsvinnslutillöguna fyrir "Borgarflöt 35, Sauðárkróki " í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
4.Deiliskipulag - Fjölbrautarskóli Norðurlands vestra - Verknámshús - Skagfirðingabraut 26
Málsnúmer 2401263Vakta málsnúmer
Lögð fram skipulagslýsing fyrir Fjölbrautarskóla Norðurlands vestra, Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki, uppdráttur nr. SL01, verknúmer 56293200 unnin á Stoð ehf. verkfræðistofu.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skapa grundvöll fyrir FNV til að geta eflt húsakost til að halda úti öflugu og samkeppnishæfu verknámi. Lóðamörk og byggingarreitir verða skilgreindir ásamt því að settir verða skipulags- og byggingarskilmálar fyrir lóðina. Sbr. ákvæði aðalskipulags þarf að horfa til þeirrar sérstöðu sem staðsetning lóðarinnar hefur, miðlægt í bænum, innan um aðrar menntastofnanir og sem áberandi kennileiti.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru:
Skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum FNV.
Skapa grundvöll fyrir FNV til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur framhaldsskóli.
Setja skipulags- og byggingarskilmála í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og áform lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Helsta viðfangsefni fyrirhugaðs deiliskipulags verður að skapa grundvöll fyrir FNV til að geta eflt húsakost til að halda úti öflugu og samkeppnishæfu verknámi. Lóðamörk og byggingarreitir verða skilgreindir ásamt því að settir verða skipulags- og byggingarskilmálar fyrir lóðina. Sbr. ákvæði aðalskipulags þarf að horfa til þeirrar sérstöðu sem staðsetning lóðarinnar hefur, miðlægt í bænum, innan um aðrar menntastofnanir og sem áberandi kennileiti.
Markmið fyrirhugaðrar deiliskipulagstillögu eru:
Skilgreina lóðamörk og byggingarreiti sem henta uppbyggingaráformum FNV.
Skapa grundvöll fyrir FNV til að halda áfram að vaxa og dafna sem eftirsóttur framhaldsskóli.
Setja skipulags- og byggingarskilmála í samræmi við stefnu sveitarfélagsins og áform lóðarhafa.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að auglýsa skipulagslýsinguna fyrir "Skagfirðingabraut 26, Sauðárkróki" í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gestir
- Björn Magnús Árnason
5.Breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells, nr. 13602025 - Umsagnarbeiðni
Málsnúmer 2510142Vakta málsnúmer
Skipulagsstofnun hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells, tilkynning um framkvæmd (Tilkynning til ákvörðunar um matsskyldu), mál nr. 1360/2025 í Skipulagsgáttinni https://skipulagsgatt.is/issues/2025/1360 .
Kynningartími er frá 30.09.2025 til 28.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells.
Kynningartími er frá 30.09.2025 til 28.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Blöndulínu 3 í landi Starrastaða og Mælifells.
6.Breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, nr. 0820/2025 - Umsagnarbeiðni
Málsnúmer 2510141Vakta málsnúmer
Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal, nr. 0820/2025: Kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á deiliskipulagi) https://skipulagsgatt.is/issues/2025/820 .
Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal.
Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á deiliskipulagi útivistarsvæðis í Hólsdal.
7.Umsagnarbeiðni vegna máls nr. 0819-2025, Breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga
Málsnúmer 2506130Vakta málsnúmer
Fjallabyggð hefur óskað eftir umsögn Skagafjarðar vegna breytinga á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga, mál nr. 0819/2025 á Skipulagsgáttinni, kynning tillögu á vinnslustigi (Breyting á aðalskipulagi) sjá hér https://skipulagsgatt.is/issues/2025/819 .
Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga.
Kynningartími er frá 01.10.2025 til 13.10.2025.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemdir við breytingar á Aðalskipulagi Fjallabyggðar 2008-2032 vegna Fljótaganga.
8.Deiliskipulag Sauðárkrókshafnar, Eyrarvegur 18, L143288, og Eyrarvegur 20, L143289 - Umsókn um breytingu lóðamarka
Málsnúmer 2510065Vakta málsnúmer
Friðbjörn Ásbjörnsson f.h. FISK-Seafood ehf, þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 18, landnr. 143288, Sigurjón R. Rafnsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga ehf., þinglýsts lóðarhafa Eyrarvegar 20, landnr. 143289, óska eftir breytingu á lóðamörkum á milli lóðanna tveggja skv. meðfylgjandi gögnum. Umbeðin breyting kallar á óverulega breytingu á deiliskipulagi og er óskað eftir heimild til að láta vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar á kostnað framkvæmdaraðila skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370010, dags. 01.10.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra tveggja sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk sem sótt er um breytingu fyrir liggja að mestu leyti í gegnum byggingu sem nær yfir lóðamörk. Því er óskað þess að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið er á hluta lóðamarka Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnd á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Breyting lóðamarka hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða það óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi sem hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
Samþykkir nefndin samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
Að fenginni heimild, til að láta vinna breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er lögð fram meðfylgjandi tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Sauðárkrókshafnar, greinargerð og skipulagsuppdráttur nr. DS01, í verki 49370010, dags. 01.10.2025, unnin hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Umsækjandi telur að um óverulega breytingu sé að ræða þar sem hún hefur ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið. Ekki er verið að breyta afmörkum annarra landeigna en þeirra tveggja sem hér um ræðir, ekki verið að skerða aðgengi eða útsýni, ekki verið að breyta útliti bygginga, breytingin gengur ekki inn á verndarsvæði eða helgunarsvæði og ekki er verið að fást við skilmála eða heimildir annarra lóða. Lóðamörk sem sótt er um breytingu fyrir liggja að mestu leyti í gegnum byggingu sem nær yfir lóðamörk. Því er óskað þess að breytingin hljóti meðferð skv. ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem sýnt er fram á að breytingin varði ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og/eða sveitarfélagsins.
Breytingarsvæðið er á hluta lóðamarka Eyrarvegar 18 og 20 og er sýnd á meðfylgjandi breytingaruppdrætti. Breytingin varðar eingöngu hluta lóðamarka á milli lóðanna tveggja, stærð byggingarreita og skilmála um hámarks nýtingarhlutfall þar sem hámarks byggingarmagn verður óbreytt. Breytingarsvæðið er á hafnarsvæði nr. H401, í Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.
Umhverfisáhrif breytingar eru óveruleg umfram áhrif gildandi deiliskipulags Sauðárkrókshafnar, með síðari breytingum. Breyting lóðamarka hefur ekki aukin áhrif á þá umhverfisþætti sem metnir voru í gildandi deiliskipulagi. Framkvæmdir í tengslum við breytinguna falla ekki undir lög nr. 111/2021 um umhverfismat framkvæmda og áætlana.
Lóðarhafi hefur einnig sent erindi til landbúnaðar- og innviðanefndar sem fer með framkvæmdastjórn á hafnarmála skv. hafnarreglugerð nr. 1040/2018 fyrir hafnir í eigu Hafnarsjóðs Skagafjarðar.
Skipulagsnefnd telur að um sé að ræða það óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi sem hafi ekki áhrif á aðra en umsækjendur og sveitarfélagið.
Samþykkir nefndin samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að heimila umbeðna deiliskipulagsbreytingu á kostnað umsækjenda, enda liggi fyrir jákvæð umsögn landbúnaðar- og innviðanefndar.
9.Birkimelur 35 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa
Málsnúmer 2509254Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa dags. 15.09.2025 vegna Birkimels 35, umsókn um byggingarheimild eða -leyfi.
Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi, f.h. Birgis Þórs Ingvarssonar og Evu Berglindar Ómarsdóttur. Uppdrættir í verki 79009100, númer A-102, dagsettur 28.08.2025.
Þar sem þakkantar ná 40-45 cm út fyrir yrstu brún útvegar er óskað eftir umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Um er að ræða samskonar útfærslu á þak kanti eins og nú er á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 32 Birkimel í Varmahlíð.
Skv. viðauka III um fullnaðarafgreiðslur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Skagfjarðar hefur skipulagsfulltrúi Skagafjarðar afgreitt erindið með tölvupósti dags. 22.09.2025 þar sem m.a. kemur fram að mat skipulagsfulltrúa sé á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna að þessi breyting hafi ekki áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið og því rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Meðfylgjandi aðaluppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sigurði Óla Ólafssyni tæknifræðingi, f.h. Birgis Þórs Ingvarssonar og Evu Berglindar Ómarsdóttur. Uppdrættir í verki 79009100, númer A-102, dagsettur 28.08.2025.
Þar sem þakkantar ná 40-45 cm út fyrir yrstu brún útvegar er óskað eftir umsagnar skipulagsfulltrúa með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010. Um er að ræða samskonar útfærslu á þak kanti eins og nú er á einbýlishúsi sem stendur á lóðinni númer 32 Birkimel í Varmahlíð.
Skv. viðauka III um fullnaðarafgreiðslur byggingarfulltrúa og skipulagsfulltrúa Skagfjarðar hefur skipulagsfulltrúi Skagafjarðar afgreitt erindið með tölvupósti dags. 22.09.2025 þar sem m.a. kemur fram að mat skipulagsfulltrúa sé á grundvelli fyrirliggjandi byggingarleyfisumsóknar og annarra innsendra gagna að þessi breyting hafi ekki áhrif á aðra en umsækjanda og sveitarfélagið og því rétt að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
10.Hólabrekka L146200 - Umsókn um byggingarreit
Málsnúmer 2509253Vakta málsnúmer
Sigríður Jónína Helgadóttir og Snorri Snorrason þinglýstir eigendur landsins Hólabrekka, L146200 í Steinstaðahverfi, Skagafirði óska eftir heimild til að stofna byggingarreit við hlið núverandi íbúðarhúss fyrir gestahús úr timbri, stærð allt að 31,2 m2, mænishæð hámark 3,6 m. Húsið verður flutt á staðinn í heilu lagi frá trésmíðaverkstæði að Lambeyri og komið fyrir á steyptum undirstöðum.
Næsti tengivegur er Héraðsdalsvegur sem er í um 190 m fjarlægð og næsta sumarhúsalóð L231524 (óbyggð) er í um 180m fjarlægð frá væntanlegum byggingareit.
Nánari grein er gerð fyrir áformum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S101 í verki nr.72044000 dags. 23.sept.2025.
Lóðin Hólabrekka L146200 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða
landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem frístundasvæði í
aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur. Eigendur jarðarinnar Hólabrekku L 146200 eru jafnframt umsækjendur.
Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskild framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Skipulagsnefnd telur að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
Næsti tengivegur er Héraðsdalsvegur sem er í um 190 m fjarlægð og næsta sumarhúsalóð L231524 (óbyggð) er í um 180m fjarlægð frá væntanlegum byggingareit.
Nánari grein er gerð fyrir áformum á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S101 í verki nr.72044000 dags. 23.sept.2025.
Lóðin Hólabrekka L146200 er í dag skráð sem íbúðarhúsalóð. Áformin skerða ekki ræktað land eða
landbúnaðarland. Ekki er í gildi deiliskipulag fyrir svæðið, en það er skilgreint sem frístundasvæði í
aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Áformin eru í samræmi við ákvæði skipulagsins, m.a. kafla 12.4, þar sem sveitarstjórn er gert kleyft að heimila stakar framkvæmdir á bújörðum sem tengjast starfsemi sem fyrir er á jörðunum, samrýmast núverandi landnotkun og yfirbragði svæðisins, og nýta núverandi innviði, svo sem vegi og veitur. Eigendur jarðarinnar Hólabrekku L 146200 eru jafnframt umsækjendur.
Samkvæmt ákvæðum 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr.123/2010, er skipulagsnefnd heimilt að falla frá grenndarkynningu ef sýnt er fram á að leyfisskild framkvæmd varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Skipulagsnefnd telur að rétt sé að falla frá grenndarkynningu vegna framkvæmdarinnar þar sem hún varði ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og/eða umsækjanda, sbr. niðurlagsákvæði 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðinn byggingarreit.
11.Hólkot L146543 - Umsókn um staðfestingu á hnitsettum landamerkjum
Málsnúmer 2509372Vakta málsnúmer
Halldór Ingólfur Hjálmarsson, Kristjana S Hjálmarsdóttir, Haraldur Árni Hjálmarsson, Guðmundur U D Hjálmarsson, Jakobína H Hjálmarsdóttir, Hjálmar Höskuldur Hjálmarsson, Guðrún Hjálmdís Hjálmarsdóttir, Steinunn Hjálmarsdóttir, Guðfinna Hulda Hjálmarsdóttir þinglýstir eigendur jarðarinnar Hólkot í Unadal, landnúmer 146543 óska eftir staðfestingu skipulagsnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum, ytri landamerkjum jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 71432101 útg. 01. ágúst 2025 og merkjalýsingu dags. 01. ágúst 2025, gögn unnin á Stoð verkfræðistofu ehf. Yfirlýsing um ágreiningslaus merki er hluti af meðfylgjandi merkjalýsingu.
Ekki er verið að breyta hnitsettum merkjum sem hafa áður fengið meðferð hjá stjórnsýsluyfirvaldi með einhverjum hætti.
Landamerki jarðarinnar að norðan, í Unadalsá, teljast glögg skv. 5. gr. reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.
Málsnúmer í landeignaskráningu er M002512.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.
Ekki er verið að breyta hnitsettum merkjum sem hafa áður fengið meðferð hjá stjórnsýsluyfirvaldi með einhverjum hætti.
Landamerki jarðarinnar að norðan, í Unadalsá, teljast glögg skv. 5. gr. reglugerðar nr. 160/2024 um merki fasteigna.
Málsnúmer í landeignaskráningu er M002512.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.
12.Keta L146392 í Hegranesi, Skagafirði - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2510104Vakta málsnúmer
Ingibjörg Jóhannesdóttir þinglýstur eigandi jarðarinnar Keta, landnúmer 146392, í Hegranesi, óskar eftir staðfestingu sveitarfélagsins á hnitsettum, ytri merkjum jarðarinnar eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki nr. 79012900, dags. 02. okt. 2025 og merkjalýsingu, skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 02.10.2025. Merkin byggja á landamerkjaskrá no. 109 fyrir jörðinni Ketu, dags. 05.05.1886, þinglýst á manntalsþingi á Ríp 28. maí 1887 og eru teiknuð skv. GPS mælingum. Yfirlýsing um ágreiningslaus landamerki er hluti af merkjalýsingu.
Einnig er óskað eftir heimild til að stofna 4 landeignir úr landi jarðarinnar sem "Keta 1", "Keta 2", "Keta 3" og "Keta 4" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti og merkjalýsingu. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Þess er óskað að Keta 1 og Keta 2 verði skráð sem Annað land (80) og Keta 3 og Keta 4 verði skráðar sem íbúðarhúsalóðir (10).
Skv. Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er Keta að mestum hluta á landbúnaðarsvæði nr. L-1 en fyrir jörðinni miðri er blettur sem er flokkaður sem landbúnaðarsvæði nr. L-2. Keta 1 og 2 verða á landbúnaðarlandi nr. L-1 og Keta 3 og 4 verða á landbúnaðarlandi nr. L-2. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land verður innan Ketu 2, 3 og 4. Ræktað land innan Ketu 1 nemur 2,3 ha. Ræktað land innan Ketu, L146392, mælist 47,6 ha.
Landheiti útskiptra lóða tekur mið af heiti upprunajarðar og eru í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.
Engin mannvirki eru innan Ketu 2. Innan Ketu 1 er matshluti nr. 17 sem er 22,2 m² sumarbústaður byggður árið 1978. Innan Ketu 3 verður matshluti nr. 02 sem er 138,8 m² einbýlishús byggt árið 1937. Innan Ketu 4 verður matshluti nr. 15 sem er 174,6 m² einbýlishús byggt árið 1978. Matshlutar þessir skulu fylgja landskiptum tilheyra landeignum sem þeir standa á.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að Ketu 1, 3 og 4 er um heimreið í landi Ketu, L146392.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Ketu, L146392.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002828.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.
Einnig er óskað eftir heimild til að stofna 4 landeignir úr landi jarðarinnar sem "Keta 1", "Keta 2", "Keta 3" og "Keta 4" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti og merkjalýsingu. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Þess er óskað að Keta 1 og Keta 2 verði skráð sem Annað land (80) og Keta 3 og Keta 4 verði skráðar sem íbúðarhúsalóðir (10).
Skv. Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 er Keta að mestum hluta á landbúnaðarsvæði nr. L-1 en fyrir jörðinni miðri er blettur sem er flokkaður sem landbúnaðarsvæði nr. L-2. Keta 1 og 2 verða á landbúnaðarlandi nr. L-1 og Keta 3 og 4 verða á landbúnaðarlandi nr. L-2. Landskipti eru í samræmi við Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og skerða ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land verður innan Ketu 2, 3 og 4. Ræktað land innan Ketu 1 nemur 2,3 ha. Ræktað land innan Ketu, L146392, mælist 47,6 ha.
Landheiti útskiptra lóða tekur mið af heiti upprunajarðar og eru í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga.
Engin mannvirki eru innan Ketu 2. Innan Ketu 1 er matshluti nr. 17 sem er 22,2 m² sumarbústaður byggður árið 1978. Innan Ketu 3 verður matshluti nr. 02 sem er 138,8 m² einbýlishús byggt árið 1937. Innan Ketu 4 verður matshluti nr. 15 sem er 174,6 m² einbýlishús byggt árið 1978. Matshlutar þessir skulu fylgja landskiptum tilheyra landeignum sem þeir standa á.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Kvöð um yfirferðarrétt að Ketu 1, 3 og 4 er um heimreið í landi Ketu, L146392.
Lögbýlisréttur fylgir áfram upprunajörð, Ketu, L146392.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002828.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið eins og það er fyrir lagt.
13.Neðri-Ás 2 land 6 (L234078) - Umsókn um landskipti
Málsnúmer 2509382Vakta málsnúmer
Christine Gerlinde Busch þinglýstur eigandi jarðarinnar Neðri-Ás 2 land 6, landnúmer 234078 óskar eftir heimild til að stofna 9.875 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem "Neðri-Ás 7" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 71592004 útg. 29. sept. 2025 og merkjalýsingu dags. 29.09.2025. Óskað er eftir því að útskipt spilda verði skráð sem Annað land (80). Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 og landnotkun hefur ekki áhrif á búrekstrarskilyrði landbúnaðarlands í flokki I og II. Landheiti útskiptrar spildu vísar til upprunalandeignar með næsta lausa staðgreini. Landheiti er í samræmi við reglugerð nr. 577/2017 um skráningu staðfanga og er ekki skráð á annað landnúmer í sveitarfélaginu.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 01 sem er 1.931 m² hesthús byggt árið 2022. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Neðri-Ás 2 land 6 er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Neðri-Áss 2 land 6, landnúmer 234078, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002793.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.
Innan merkja útskiptrar spildu er matshluti 01 sem er 1.931 m² hesthús byggt árið 2022. Óskað er þess að mannvirki þetta fylgi landskiptum og skráist á útskipta spildu.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Neðri-Ás 2 land 6 er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Kvöð um yfirferðarrétt að útskiptri spildu er um heimreiðarslóða í landi Neðri-Áss 2 land 6, landnúmer 234078, eins og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti.
Málsnúmer í landeignaskrá er M002793.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og leggur jafnframt til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landskipti.
14.Langaborg L225909 í Hegranesi, Skagafirði - Umsókn um stofnun byggingarreits
Málsnúmer 2510140Vakta málsnúmer
Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Langaborg, landnúmer 225909, í Hegranesi, óska eftir heimild til að stofna 646 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74070310, útg. 08. október 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Hámarks byggingarmagn innan reitsins verður 60 m², hvort hús yrði að hámarki 30 m² og hámarks byggingarhæð 5 m. Byggingarreitur er í um 90 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og liggur um 10 m ofar í landinu. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Getur þó hentað til beitar eða nytjaskógræktar. Uppbygging heimil að uppfylltum skipulagsákvæðum. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill. Land í flokki IV er oft hentugt til beitar og þá nýtt til sumarbeitar eða heilsársbeitar þegar um láglendissvæði er að ræða. Byggingarreitur sem sótt er um er á landi þar sem jarðvegslag er grunnt og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landgerð innan reitsins möguleika á túnræktun. Það er mat umsækjanda að ekki sé kostur á að nýta landið undir byggingarreit til landbúnaðar.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
Um er að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Hámarks byggingarmagn innan reitsins verður 60 m², hvort hús yrði að hámarki 30 m² og hámarks byggingarhæð 5 m. Byggingarreitur er í um 90 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og liggur um 10 m ofar í landinu. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Getur þó hentað til beitar eða nytjaskógræktar. Uppbygging heimil að uppfylltum skipulagsákvæðum. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill. Land í flokki IV er oft hentugt til beitar og þá nýtt til sumarbeitar eða heilsársbeitar þegar um láglendissvæði er að ræða. Byggingarreitur sem sótt er um er á landi þar sem jarðvegslag er grunnt og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landgerð innan reitsins möguleika á túnræktun. Það er mat umsækjanda að ekki sé kostur á að nýta landið undir byggingarreit til landbúnaðar.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.
Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.
15.Birkimelur 25 - Lóðarmál
Málsnúmer 2312182Vakta málsnúmer
Lóðarhafar Birkimels 25 óska eftir með tölvupósti dags. 30.09.2025 að skila inn lóðinni til sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða skil á lóðinni og mun lóðin vera auglýst til úthlutunar í samræmi við gildandi úthlutunarreglur sveitarfélagsins.
16.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa þjónustu- og framkvæmdagjöld 2026
Málsnúmer 2508127Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu, stofnun lóða, byggingarreita og útgáfu framkvæmdaleyfa í Skagafirði.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða gjaldskrána með áorðnum breytingum og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
17.Fjárhagsáætlun 2026 - málaflokkur 09_Skipulags- og byggingarmál
Málsnúmer 2506031Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarsvið fyrir 2026.
Ekki voru gerðar breytingar frá ramma.
Ekki voru gerðar breytingar frá ramma.
18.Ályktun vegna skipulagsmála skógræktar hjá sveitarfélögum
Málsnúmer 2509224Vakta málsnúmer
Lagt fram til kynningar bréf frá Aðalfundi Skógræktarfélags Íslands, haldinn að Varmalandi í Borgarfirði dagana 29.-31. ágúst 2025, sem beinir því til sveitarfélaga að skógrækt verði ekki háð framkvæmdaleyfi umfram það sem gildir um annan landbúnað.
19.Skipulagsdagurinn 2025
Málsnúmer 2509291Vakta málsnúmer
Skipulagsdagurinn 2025 fer fram þann 23. október, kl. 9-16 í Háteig á Grandhótel og í beinu streymi.
20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 71
Málsnúmer 2509017FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 71 þann 24.09.2025.
21.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72
Málsnúmer 2510011FVakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 72 þann 09.10.2025.
Fundi slitið - kl. 14:15.
Tillagan tekur m.a. á sameiningu sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps, stefnu fyrir íbúðarbyggð, samgöngur, landbúnaðarsvæði, atvinnusvæði, ferðaþjónustu, flutningskerfi raforku, efnistöku, og náttúru- og minjavernd.
Við mótun tillögunnar og afgreiðslu hennar hefur verið tekið mið af áhrifum á umhverfi og samfélag, sem og þeim umsögnum og athugasemdum sem bárust í skipulagsferlinu.
Uppfærslur á tillögunni eftir kynningartíma felast fyrst og fremst í að skerpt er á tilteknum stefnumálum, ákveðnir landnotkunarflokkar eru útfærðir nánar og skipulagsgögn leiðrétt. Ekki voru gerðar grundvallarbreytingar á skipulagstillögunni.
Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir skipulagsnefnd samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að hún samþykki Aðalskipulag Skagafjarðar 2025-2040.
Við ákvörðun nefndarinnar hefur m.a. verið litið til forsendna skipulagsins, skipulagslaga og laga um umhverfismat.
Skipulagsnefnd samþykkir jafnframt þau viðbrögð sem lögð eru fram við umsögnum og athugasemdum og felur skipulagsfulltrúa að senda svör til þeirra aðila sem sendu inn ábendingar á kynningartíma.
Til bókunarinnar fylgja:
Greinargerð með skipulagi
Uppdrættir aðalskipulags
Umhverfismatsskýrsla
Umsagnir og athugasemdir sem bárust
Svör og viðbrögð við umsögnum og athugasemdum