Fara í efni

Langaborg L225909 í Hegranesi, Skagafirði - Umsókn um stofnun byggingarreits

Málsnúmer 2510140

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 84. fundur - 13.10.2025

Rúnar Már Grétarsson og Ásta Margrét Benediktsdóttir þinglýstir eigendur lóðarinnar Langaborg, landnúmer 225909, í Hegranesi, óska eftir heimild til að stofna 646 m² byggingarreit á lóðinni skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 74070310, útg. 08. október 2025. Afstöðuuppdráttur var unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Um er að ræða byggingarreit fyrir tvö gestahús. Hámarks byggingarmagn innan reitsins verður 60 m², hvort hús yrði að hámarki 30 m² og hámarks byggingarhæð 5 m. Byggingarreitur er í um 90 m fjarlægð frá Hegranesvegi (764) og liggur um 10 m ofar í landinu. Staðsetning reitsins er í samræmi við ákvæði aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 um að nýta núverandi innviði, vegi og veitustofna.
Byggingarreitur er á landbúnaðarsvæði L-3 í aðalskipulagi Skagafjarðar 2020-2035 og á landbúnaðarlandi í flokki IV, Annað land/lélegt ræktunarland. Skv. aðalskipulagi er landbúnaðarsvæði L-3 landbúnaðarland sem þykir síður henta til jarðræktar vegna breytilegra landgerða. Getur þó hentað til beitar eða nytjaskógræktar. Uppbygging heimil að uppfylltum skipulagsákvæðum. Landbúnaðarland í flokki IV eru ýmsar landgerðir þar sem ekki verður um samfellda jarðrækt að ræða m.a. vegna þess að jarðvegur er grunnur, hraun/grjót í eða við yfirborð eða hæð yfir sjó og/eða halli lands er of mikill. Land í flokki IV er oft hentugt til beitar og þá nýtt til sumarbeitar eða heilsársbeitar þegar um láglendissvæði er að ræða. Byggingarreitur sem sótt er um er á landi þar sem jarðvegslag er grunnt og munu framkvæmdir innan hans ekki raska vistgerðum með hátt verndargildi. Byggingarreiturinn er ekki það stór að hann hafi veruleg áhrif á búrekstrarskilyrði enda takmarkar landgerð innan reitsins möguleika á túnræktun. Það er mat umsækjanda að ekki sé kostur á að nýta landið undir byggingarreit til landbúnaðar.
Skv. gildandi aðalskipulagi getur sveitarstjórn ákveðið að veita megi leyfi til stakra bygginga án deiliskipulags, ef uppbygging fellur að markmiðum aðalskipulags um búsetu í dreifbýli og er til þess að styrkja atvinnulíf í dreifbýli, og ef uppbygging nýtir núverandi veitu- og samgöngukerfi. Uppbygging sem hér er sótt um kallar ekki á lagningu nýrra stofnlagna eða nýrrar vegtengingar við þjóðveg.
Fyrirliggur jákvæð umsögn minjavarðar Norðurlands vestra.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu þar sem um er að ræða tvær stakar framkvæmdir en ekki eina eins og heimild er fyrir í gildandi aðalskipulagi og leggur til við umsækjenda að sækja um að láta vinna deiliskipulag á eigin kostnað.