Fara í efni

Skipulagsnefnd

89. fundur 08. janúar 2026 kl. 13:15 - 15:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir aðalm.
  • Eyþór Fannar Sveinsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)

Málsnúmer 2506179Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á 79. fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar 10. júlí síðastliðinn, eftirfarandi bókað:

“Hofsós (218098) - Umsókn um landskipti, (hólf nr. 23 austan Hofsóss)
Margeir Friðriksson, f.h. Skagafjarðar, þinglýsts eiganda Hofsóss, landnúmer 218098, í Skagafirði, óskar eftir heimild til að stofna 15,8 ha (157.576,0 m²) spildu úr Hofsósslandi sem "Hofsósland 23" skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 og merkjalýsingu skv. reglugerð nr. 160/2024, dags. 01. júlí 2025. Afstöðuuppdráttur og merkjalýsing voru unnin á Stoð verkfræðistofu ehf.
Óskað er þess að útskipt lóð verði skráð sem Annað land (80). Útskipt spilda er á landbúnaðarsvæði nr. L-1 í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035. Landskipti eru í samræmi við aðalskipulag og landnotkun skerðir ekki búrekstrarskilyrði á landi í landbúnaðarflokki I og II. Ekkert ræktað land er innan útskiptrar lóðar. Landheiti útskiptrar lóðar vísar af heiti upprunalands og fyrri notkun. Landheiti er ekki skráð á aðra landeign í sveitarfélaginu.
Engin mannvirki eru skráð innan útskiptrar lóðar.
Engin hlunnindi fylgja landskiptum.
Hofsós, landnr 218098, er ekki skráð lögbýli skv. lögbýlaskrá 2024.
Málnúmer í landeignaskrá er M002392.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða umbeðið nafnleyfi og samþykkir jafnframt samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja umbeðin landsskipti.“


Í ljós hefur komið misræmi sem brugðist hefur verið við. Fyrir liggja uppfærð gögn þar sem umrædd spilda fer úr stærðinni 15,8 ha, eða 157.576,0 m², í 14,1 ha, eða 140.760,7 m².
Uppfærð merkjalýsing ásamt afstöðuuppdrætti nr. S01, í verki 56100505, útg. 01. júlí 2025 með breytingaskrá dags. 14.08.2025, þar sem segir:
“Landamörk leiðrétt í samræmi við fundarsamþykki Byggðarráðs Skagafjarðar í umboði sveitarstjórnar í sumarleyfi, dags. 16.7.2025. Merkjalína að sunnan uppfærð u.þ.b. 10 m frá bakka Grafarár. Hnitaskrá og stærð uppfært til samræmis."

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja erindið.

2.Gránumóar lóð 64 - Beiðni um lóðarstækkun

Málsnúmer 2505102Vakta málsnúmer

Málið áður á dagskrá á 74. fundi skipulagsnefndar þann 19.5.2025, þá bókað:

„Gránumóar lóð 64 - Beiðni um lóðarstækkun, málsnúmer 2505102.

Þórólfur Gíslason fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga sækir um stækkun lóðar Gránumóa 64 skv. meðfylgjandi uppdrætti nr. S01 í verki 30130120, gerður hjá Stoð verkfræðistofu ehf. Fyrirhugað er að hefja framleiðslu á gæludýrafóðri í húsnæði KS á lóð Gránumóum 63 og verður húsnæði og lóð Gránumóa 64 nýtt m.a. sem athafnarsvæði í tengslum við fyrirhugaða framleiðslu. Miðað við núverandi lóðaskipulags Gránumóa 64 og nærliggjandi lóða þá þykir eðlilegt að stækka lóðina nr. 64 til að hún eigi lóðamörk að aðliggjandi lóðum í stað þess að sé opið óræktar svæði um kring. Meðfylgjandi uppráttur gerir grein fyrir þeirri lóðarstækkun sem óskað er eftir. Stærð lóðar eftir stækkun yrði 8699 m².
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta afgreiðslunni og óska eftir frekari upplýsingar varðandi fyrirhugaða notkun lóðarinnar og ásýnd. Bendum jafnframt á að á lóð Gránumóa 62 eru 2 steyptir niðurgrafnir vatnsgeymar frá Skagafjarðarveitum ásamt lokahúsi. Einnig er verið að ákveða framtíðarlegu nýrrar vegtengingar við Þverárfjallsveg í Aðalskipulagi Skagafjarðar 2025-2040 sem er í vinnslu og þarf að taka tillit til.“

Í tölvupósti dags. 6.1.2026 kemur fram nánari skýring á framtíðarsýn lóðarhafa fyrir fyrir lóðina þar sem núverandi stærð lóðar sem er 3.330 m2 myndi stækkar í 8.699 m2 og hönnun á lóðarskipulagi er sýnd með m.a. stærri byggingarreit, athafnarsvæði, bílastæði fyrir starfsmenn, svæði fyrir geymslugáma þurrfóðurs og gras/gróður í útjaðrinum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að fresta erindinu þar til umsögn frá veitu- og framkvæmdasviði Skagafjarðar liggi fyrir vegna málsins. Skipulagsfulltrúa er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

3.Kirkjugata 11 - Lóðarmál

Málsnúmer 2512227Vakta málsnúmer

Lögð fram merkjalýsing og lóðablað dags. 28.12.2025 fyrir Kirkjugötu 11 á Hofsósi. Lóðamörk eru unnin skv. mælingum frá 2005 og skráðum stærðum.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða framlagt lóðarblað og merkjalýsingu fyrir Kirkjugötu 11 á Hofsósi og felur skipulagsfulltrúa að klára lögformlega stofnun lóðarinnar.

4.Borgarflöt 3 - Umsagnarbeiðni frá byggingarfulltrúa.

Málsnúmer 2601034Vakta málsnúmer

Fyrirliggur umsagnarbeiðni byggingarfulltrúa Skagafjarðar dags. 22.12.2025 með vísan til 10. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010 vegna umsóknar frá Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi, f.h. K-tak ehf., umsókn um leyfi til að byggja við iðnaðarhúsnæði sem stendur á lóðinni númer 3 við Borgarflöt á Sauðárkróki.
Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Þóri Guðmundssyni byggingarfræðingi. Uppdrættir eru í verki HA25157, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 16.12.2025.
Þann 9.05.1979 er veitt byggingarleyfi fyrir áfangaskiptri framkvæmd, alls 1040,0m².
Þá byggður 1/3 ætlaðs mannvirkis, skv. fasteignaskra 349,6m². Í dag liggja fyrir gögn, umsókn um leyfi til að byggja við núverandi hús, 156,8m² viðbyggingu með 7 m. mænishæð.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að gera ekki athugasemd við ætlaða framkvæmd.

5.Freyjugata - Tillaga að breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2511082Vakta málsnúmer

Gunnar Bjarnason ehf. sækir um með bréfi dags. 15.12.2025 um svæði sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9.
Umsókn þessi er í samræmi við reglur sveitarfélagsins Skagafjörður um úthlutun
byggingarlóða 8. gr. vilyrði.
Sótt er um að vilyrði þetta verði gefið út til 6 mánaða frá samþykki sveitarfélagsins.
Innan þess tíma skal umsóknaraðili leggja fram deiliskipulagsbreytingartillögu til samþykktar hjá sveitarfélaginu.
Samþykki sveitarfélagið hið nýja deiliskipulag skuldbindur sveitarfélagið sig til að úthluta umsóknaraðila öllum þeim lóðum sem umrætt deiliskipulag nær til.
Umsóknaraðili skuldbindur sig að leggja fram aðalteikningar af öllum húsunum innan 6 mánaða frá úthlutun og hefja framkvæmdir innan 18 mánaða frá úthlutun.
Framkvæmdatími er áætlaður u.þ.b.. 18 mánuðir að fullbúnu að utan.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn að veita Gunnari Bjarnasyni ehf. vilyrði skv. 8. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagins til 6 mánaða eða til og með 31. júlí 2026 fyrir umbeðinn hluta Freyjugötureitsins og að félagið skuli á þeim tíma láta vinna á eigin kostnað og leggja fram í samstafi við sveitarfélagið deiliskipulagsbreytingartillögu og jafnframt skila inn aðaluppdráttum af öllum húsum svæðisins fyrir sama tíma.
Ef tilskilin gögn það er deiliskipulagsbreytingin og aðaluppdrættir fyrir öll húsin verða ekki klár 31. júlí 2026 fellur vilyrðið sjálfkrafa úr gildi.
Nefndin bendir á að ef fyriráætlanir gangi eftir fari um gerð lóðarleigusamninga viðkomandi lóða skv. 12. gr. úthlutunarreglna sveitarfélagsins.

6.Faxatorg - Flæðar - Deiliskipulag

Málsnúmer 2206310Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn frá Veðurstofu Íslands dags. 15.12.2025 sem barst eftir að umsagnartíma deiliskipulagstillögunnar lauk.

Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða tillöguna að deiliskipulagi "Faxatorg - Flæðar á Sauðárkróki" án breytinga og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun deiliskipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 41. gr skipulagslaga nr. 123/2010.

Eyþór Fannar Sveinsson fulltrúi Byggðalistans óskar bókað:
Fyrirliggjandi umsögn Veðurstofu Íslands undirstrikar áhyggjur sem fulltrúar Byggðalista hafa haft og bent á varðandi vinnslu deiliskipulags fyrir Flæðar.
Í umsögn Veðurstofu Íslands kemur fram að ekki sé skynsamlegt að reisa óstyrkt atvinnu- eða íbúðarhúsnæði á svæðinu innan hættumatslínu A. Jafnframt eru ýmsar leiðir nefndar til að styrkja mannvirki á umræddum byggingareit. Þá er einnig nefnt æskilegt að við hönnun varðveisluhluta menningarhússins sé gætt að því að sá hluti sé úr traustum byggingarefnum.
Mikilvægt er að greina alla öryggisþætti á hönnunarstigi til að unnt sé að bregðast tímanlega við og draga þannig úr áhættu. Kostnaður við slíkar ráðstafanir á uppbyggingastigi getur reynst hagkvæmari en úrbætur eftir á eða það tjón sem ella gæti orðið. Í ljósi þess er mikilvægt að umsögn sem þessi komi frá Veðurstofu Íslands og athugasemdir sem koma þar fram verði til hliðsjónar við hönnun.

Fulltrúar Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og VG og óháðra þakka bæði Veðurstofunni og fulltrúa Byggðalista framkomnar ábendingar en benda á að mannvirki skulu hönnuð samkvæmt gildandi regluverki og stöðlum og á það ekki síst við þegar byggt er innan hættusvæði A (minnst hætta) eins og ætlað mannvirki kemur til með að rísa.

7.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76

Málsnúmer 2512019FVakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 76 þann 18.12.2025.

Fundi slitið - kl. 15:00.