Lögð fram skipulagslýsing fyrir Byggðasafnið í Glaumbæ í Skagafirði, sett fram með uppdrætti ásamt greingargerð dags. 06.11. 2025, unnin af Arnari Birgi Ólafssyni á Teiknistofu Norðurlands fyrir hönd Byggðasafn Skagfirðinga.
Skipulagssvæðið er 18,90 hektarar, helstu markmið deiliskipulagsins verða að bæta aðgengi og móttöku ferðamanna og gesta sem sækja heim Byggðasafn Skagfirðinga og Glaumbæjarkirkju. Skipulaginu er ætlað að skapa ramma um jákvæða uppbyggingu til lengri tíma. Lögð verður áhersla á að mannvirki hafi samræmda heildarásýnd sem falli vel að sérkennum umhverfisins og núverandi byggð.
Helstu viðfangsefni í deiliskipulaginu verða:
Fyrirhuguð uppbygging á húsnæði undir starfsemi safnsins þar sem
gerð verður grein fyrir byggingarreitum, hámarks byggingarmagni og öðrum byggingaskilmálum.
Setja fram, í samstarfi við Vegagerðina, tillögu að bættri vegtengingu við Sauðárkróksbraut (75) til að auka umferðaröryggi og bæta aðgengi.
Skipuleggja safnasvæðið og umhverfi Glaumbæjarkirkju, fyrirkomulag bílastæða, stígakerfi, aðgengi að minjasvæðum, merkingar og yfirbragð umhverfis.
Stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.
Skipulagssvæðið er 18,90 hektarar, helstu markmið deiliskipulagsins verða að bæta aðgengi og móttöku ferðamanna og gesta sem sækja heim Byggðasafn Skagfirðinga og Glaumbæjarkirkju. Skipulaginu er ætlað að skapa ramma um jákvæða uppbyggingu til lengri tíma. Lögð verður áhersla á að mannvirki hafi samræmda heildarásýnd sem falli vel að sérkennum umhverfisins og núverandi byggð.
Helstu viðfangsefni í deiliskipulaginu verða:
Fyrirhuguð uppbygging á húsnæði undir starfsemi safnsins þar sem
gerð verður grein fyrir byggingarreitum, hámarks byggingarmagni og öðrum byggingaskilmálum.
Setja fram, í samstarfi við Vegagerðina, tillögu að bættri vegtengingu við Sauðárkróksbraut (75) til að auka umferðaröryggi og bæta aðgengi.
Skipuleggja safnasvæðið og umhverfi Glaumbæjarkirkju, fyrirkomulag bílastæða, stígakerfi, aðgengi að minjasvæðum, merkingar og yfirbragð umhverfis.
Stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu.
Skipulagsnefnd samþykkir samhljóða að leggja til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna fyrir Byggðasafn Skagfirðinga í Glaumbæ, Skagafirði og Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein.