Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
1.Trúnaðarbók byggðarráðs
Málsnúmer 2412006Vakta málsnúmer
Mál fært í trúnaðarbók.
2.Fyrirspurn um afslátt af fasteignagjöldum
Málsnúmer 2511038Vakta málsnúmer
Mál fært í trúnaðarbók.
3.Viðauki 5 við fjárhagsáætlun 2025
Málsnúmer 2510313Vakta málsnúmer
Lögð fram beiðni um gerð viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er jákvæð um 19.328 þ.kr.
Helstu breytur eru hækkun útsvarstekna og fasteignaskatts, hækkun launaliða málaflokka, aukinn fjármagnskostnaður eignasjóðs, breytingar á söluhagnaði vegna breytinga á eignasölu, framlag til landsmóts hestamanna auk styrks til GSS.
Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er neikvæð um 351.177 þ.kr.
Helstu breytur fjárfestingar- og efnahagsviðauka eru breytt eignasala, uppgreiðsla lána vegna eignasölu, breytingar á framkvæmdum eignasjóðs, hækkun viðskiptakrafna, aukin gatnagerðargjöld, og lækkun framkvæmda hafnasjóðs og fráveitu, auk hækkunar framkvæmda hitaveitu og sjóveitu.
Niðurstaðan er lækkun á handbæru fé um 331.850 þ.kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Breytingar í rekstrarviðauka eru með þeim hætti að niðurstaðan er jákvæð um 19.328 þ.kr.
Helstu breytur eru hækkun útsvarstekna og fasteignaskatts, hækkun launaliða málaflokka, aukinn fjármagnskostnaður eignasjóðs, breytingar á söluhagnaði vegna breytinga á eignasölu, framlag til landsmóts hestamanna auk styrks til GSS.
Einnig eru fjárfestingar- og efnahagsbreytingar þar sem niðurstaðan er neikvæð um 351.177 þ.kr.
Helstu breytur fjárfestingar- og efnahagsviðauka eru breytt eignasala, uppgreiðsla lána vegna eignasölu, breytingar á framkvæmdum eignasjóðs, hækkun viðskiptakrafna, aukin gatnagerðargjöld, og lækkun framkvæmda hafnasjóðs og fráveitu, auk hækkunar framkvæmda hitaveitu og sjóveitu.
Niðurstaðan er lækkun á handbæru fé um 331.850 þ.kr.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka við fjárhagsáætlun 2025 og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
4.Almenningssamgöngur á Sauðárkróki - útboð
Málsnúmer 2509271Vakta málsnúmer
Á 164. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að láta auglýsa útboð á almenningssamgöngum á Sauðárkróki. Frestur til að skila inn tilboði var til 24. nóvember 2025 og barst eitt tilboð í verkið frá Suðurleiðum ehf. Tilboðið hljómar upp á 119% af kostnaðaráætlun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Suðurleiða ehf. og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að taka tilboði Suðurleiða ehf. og vísar til afgreiðslu sveitarstjórnar.
5.Reglur um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks
Málsnúmer 2509076Vakta málsnúmer
Lögð voru fram drög að reglum um þátttöku Skagafjarðar í farsímakostnaði starfsfólks sveitarfélagsins. Markmið reglnanna er að samræma verklag varðandi þátttöku sveitarfélagsins í kostnaði við farsímaáskriftir og símtæki starfsmanna. Í drögunum felst nýbreytni þar sem lagt er til að sveitarfélagið bjóði öllum starfsmönnum upp á niðurgreidda farsímaáskrift.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðar reglur og vísar þeim til afgreiðslu sveitarstjórnar.
6.Kauptilboð í Laugatún 9
Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer
Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Moniku Hjálmtýsdóttur, fasteignasala, þar sem óskað er eftir að frestur til að aflétta fyrirvara um sölu á núverandi eign kaupanda verði framlengdur til 7. janúar 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn frest.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn frest.
7.Umsagnarbeiðni; Húsnæðismál (hlutdeildarlán)
Málsnúmer 2512056Vakta málsnúmer
Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (fyrirkomulag hlutdeildarlána).
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að það form sem verið hefur á fyrirkomulagi um úthlutun hlutdeildarlána hefur ekki nýst í okkar landshluta. Frá þeim tíma sem byrjað var að veita hlutdeildarlán hafa einungis 2 lán verið veitt til íbúða á Norðurlandi vestra, af þeim 1.129 lánum sem veitt hafa verið í heildina á landinu öllu. Megin ástæða þessa er skortur á íbúðum sem falla innan ramma úrræðisins, þ.e. uppfylla skilyrði hvað varðar stærð, herbergisfjölda og hámarksverð. Hvorki verktakar né fjárfestar hafa séð sér hag í að byggja íbúðir sem falla innan skilyrðanna. Flest íbúðarhús sem byggð hafa verið á síðustu árum eru byggð af einstaklingum sem þá ráða til sín verktaka. Þessi hús eru ætíð stærri en 100 fermetrar, en það byggir enginn einstaklingur minna einbýlishús, og þá kemur hámarks upphæðin inn sem er er 62 m.kr. fyrir 100 fermetra hús og stærra. Þetta þýðir að t.d. 150 fermetra hús má ekki kosta meira en 413.000 kr. á fermetra og fyrir það verð virðist fólk ekki geta byggt.
Það væri mjög til hagsbóta ef hámarksverð væri hækkað ásamt því að kerfinu yrði breytt þannig að það væri auðvelt fyrir einstaklinga að sækja um þessi lán fyrir stakar framkvæmdir og í það minnsta á svæðum sem væru skilgreind utan vaxtarsvæða.
Jafnframt bendir byggðarráð á að veiting hlutdeildarlána til bæði einstaklinga og/eða verktaka er góður kostur til að blása lífi í byggingar á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill eða undir landsmeðaltali og íbúaþróun neikvæð og spáð áframhaldandi fækkun íbúa, samanber mælaborð Byggðastofnunar um á áætlaða íbúaþróun landshlutanna. Þar er sérstaklega tveimur landshlutum spáð neikvæðri íbúaþróun á næstu árum, þ.e. Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Með því að beita hlutdeildarlánakerfinu með sértækum hætti, eins og t.d. hærra hámarksverði á þessum svæðum, væri verið að gera þau landsvæði meira freistandi fyrir fólk til að byggja á. Á Norðurlandi vestra vantar t.d. fólk til starfa en húsnæðisframboðið er verulega takmarkað nema fólk byggi sjálft en með smávægilegum breytingum á fyrirkomulagi hlutdeildarlána mætti styðja við frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í landshlutanum.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að það form sem verið hefur á fyrirkomulagi um úthlutun hlutdeildarlána hefur ekki nýst í okkar landshluta. Frá þeim tíma sem byrjað var að veita hlutdeildarlán hafa einungis 2 lán verið veitt til íbúða á Norðurlandi vestra, af þeim 1.129 lánum sem veitt hafa verið í heildina á landinu öllu. Megin ástæða þessa er skortur á íbúðum sem falla innan ramma úrræðisins, þ.e. uppfylla skilyrði hvað varðar stærð, herbergisfjölda og hámarksverð. Hvorki verktakar né fjárfestar hafa séð sér hag í að byggja íbúðir sem falla innan skilyrðanna. Flest íbúðarhús sem byggð hafa verið á síðustu árum eru byggð af einstaklingum sem þá ráða til sín verktaka. Þessi hús eru ætíð stærri en 100 fermetrar, en það byggir enginn einstaklingur minna einbýlishús, og þá kemur hámarks upphæðin inn sem er er 62 m.kr. fyrir 100 fermetra hús og stærra. Þetta þýðir að t.d. 150 fermetra hús má ekki kosta meira en 413.000 kr. á fermetra og fyrir það verð virðist fólk ekki geta byggt.
Það væri mjög til hagsbóta ef hámarksverð væri hækkað ásamt því að kerfinu yrði breytt þannig að það væri auðvelt fyrir einstaklinga að sækja um þessi lán fyrir stakar framkvæmdir og í það minnsta á svæðum sem væru skilgreind utan vaxtarsvæða.
Jafnframt bendir byggðarráð á að veiting hlutdeildarlána til bæði einstaklinga og/eða verktaka er góður kostur til að blása lífi í byggingar á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill eða undir landsmeðaltali og íbúaþróun neikvæð og spáð áframhaldandi fækkun íbúa, samanber mælaborð Byggðastofnunar um á áætlaða íbúaþróun landshlutanna. Þar er sérstaklega tveimur landshlutum spáð neikvæðri íbúaþróun á næstu árum, þ.e. Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Með því að beita hlutdeildarlánakerfinu með sértækum hætti, eins og t.d. hærra hámarksverði á þessum svæðum, væri verið að gera þau landsvæði meira freistandi fyrir fólk til að byggja á. Á Norðurlandi vestra vantar t.d. fólk til starfa en húsnæðisframboðið er verulega takmarkað nema fólk byggi sjálft en með smávægilegum breytingum á fyrirkomulagi hlutdeildarlána mætti styðja við frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í landshlutanum.
8.Samráð; Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi
Málsnúmer 2512019Vakta málsnúmer
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 235/2025, "Áform um lagasetningu - Frumvarp til laga um lagareldi". Umsagnarfrestur er til og með 15.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar löngu tímabærri löggjöf um lagareldi sem ætlað er að mæta áskorunum í umhverfi greinarinnar miðað við nútímann. Ljóst er að uppbygging í lagareldi er gríðarlega mikilvæg mörgum byggðarlögum á Íslandi og einnig að framundan eru mikil tækifæri í landeldi sem ramma þarf löggjöf utan um. Uppbygging í lagareldi stuðlar bæði að mikilli atvinnu- og verðmætasköpun, ekki síst hjá byggðarlögum sem áður áttu á brattann að sækja, en samhliða uppbyggingu þarf að gæta að því að áhrif hennar verði ekki neikvæð á umhverfið. Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga vegna greinarinnar. Brýnt er að sveitarfélög fái sína hlutdeild með beinum hætti, líkt og t.d. í Noregi, í stað þess að þurfa að sækja um úthlutun úr Fiskeldissjóði.
Byggðarráð Skagafjarðar hlakkar til að sjá áformaskjalið þróast yfir í frumvarp sem áformað er að birta í Samráðsgátt síðar í desember. Byggðarráð mun eftir því sem tilefni er til senda inn frekari umsagnir á síðari stigum málsins.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar löngu tímabærri löggjöf um lagareldi sem ætlað er að mæta áskorunum í umhverfi greinarinnar miðað við nútímann. Ljóst er að uppbygging í lagareldi er gríðarlega mikilvæg mörgum byggðarlögum á Íslandi og einnig að framundan eru mikil tækifæri í landeldi sem ramma þarf löggjöf utan um. Uppbygging í lagareldi stuðlar bæði að mikilli atvinnu- og verðmætasköpun, ekki síst hjá byggðarlögum sem áður áttu á brattann að sækja, en samhliða uppbyggingu þarf að gæta að því að áhrif hennar verði ekki neikvæð á umhverfið. Jafnframt er nauðsynlegt að endurskoða tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga vegna greinarinnar. Brýnt er að sveitarfélög fái sína hlutdeild með beinum hætti, líkt og t.d. í Noregi, í stað þess að þurfa að sækja um úthlutun úr Fiskeldissjóði.
Byggðarráð Skagafjarðar hlakkar til að sjá áformaskjalið þróast yfir í frumvarp sem áformað er að birta í Samráðsgátt síðar í desember. Byggðarráð mun eftir því sem tilefni er til senda inn frekari umsagnir á síðari stigum málsins.
9.Samráð; Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56 2025
Málsnúmer 2512057Vakta málsnúmer
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 242/2025, "Endurskoðun stjórnvaldsfyrirmæla um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga eftir setningu laga nr. 56/2025". Umsagnarfrestur er til og með 16.12. 2025.
10.Samráð; Stofnun innviðafélags
Málsnúmer 2512058Vakta málsnúmer
Fjármála- og efnahagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 243/2025, "Stofnun innviðafélags". Umsagnarfrestur er til og með 22.12. 2025.
Fundi slitið - kl. 15:41.