Félags- og húsnæðismálaráðuneytið kynnir til samráðs frumvarp til laga um breytingu á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998 (fyrirkomulag hlutdeildarlána).
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að það form sem verið hefur á fyrirkomulagi um úthlutun hlutdeildarlána hefur ekki nýst í okkar landshluta. Frá þeim tíma sem byrjað var að veita hlutdeildarlán hafa einungis 2 lán verið veitt til íbúða á Norðurlandi vestra, af þeim 1.129 lánum sem veitt hafa verið í heildina á landinu öllu. Megin ástæða þessa er skortur á íbúðum sem falla innan ramma úrræðisins, þ.e. uppfylla skilyrði hvað varðar stærð, herbergisfjölda og hámarksverð. Hvorki verktakar né fjárfestar hafa séð sér hag í að byggja íbúðir sem falla innan skilyrðanna. Flest íbúðarhús sem byggð hafa verið á síðustu árum eru byggð af einstaklingum sem þá ráða til sín verktaka. Þessi hús eru ætíð stærri en 100 fermetrar, en það byggir enginn einstaklingur minna einbýlishús, og þá kemur hámarks upphæðin inn sem er er 62 m.kr. fyrir 100 fermetra hús og stærra. Þetta þýðir að t.d. 150 fermetra hús má ekki kosta meira en 413.000 kr. á fermetra og fyrir það verð virðist fólk ekki geta byggt.
Það væri mjög til hagsbóta ef hámarksverð væri hækkað ásamt því að kerfinu yrði breytt þannig að það væri auðvelt fyrir einstaklinga að sækja um þessi lán fyrir stakar framkvæmdir og í það minnsta á svæðum sem væru skilgreind utan vaxtarsvæða.
Jafnframt bendir byggðarráð á að veiting hlutdeildarlána til bæði einstaklinga og/eða verktaka er góður kostur til að blása lífi í byggingar á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill eða undir landsmeðaltali og íbúaþróun neikvæð og spáð áframhaldandi fækkun íbúa, samanber mælaborð Byggðastofnunar um á áætlaða íbúaþróun landshlutanna. Þar er sérstaklega tveimur landshlutum spáð neikvæðri íbúaþróun á næstu árum, þ.e. Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Með því að beita hlutdeildarlánakerfinu með sértækum hætti, eins og t.d. hærra hámarksverði á þessum svæðum, væri verið að gera þau landsvæði meira freistandi fyrir fólk til að byggja á. Á Norðurlandi vestra vantar t.d. fólk til starfa en húsnæðisframboðið er verulega takmarkað nema fólk byggi sjálft en með smávægilegum breytingum á fyrirkomulagi hlutdeildarlána mætti styðja við frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í landshlutanum.
Byggðarráð Skagafjarðar leggur áherslu á að það form sem verið hefur á fyrirkomulagi um úthlutun hlutdeildarlána hefur ekki nýst í okkar landshluta. Frá þeim tíma sem byrjað var að veita hlutdeildarlán hafa einungis 2 lán verið veitt til íbúða á Norðurlandi vestra, af þeim 1.129 lánum sem veitt hafa verið í heildina á landinu öllu. Megin ástæða þessa er skortur á íbúðum sem falla innan ramma úrræðisins, þ.e. uppfylla skilyrði hvað varðar stærð, herbergisfjölda og hámarksverð. Hvorki verktakar né fjárfestar hafa séð sér hag í að byggja íbúðir sem falla innan skilyrðanna. Flest íbúðarhús sem byggð hafa verið á síðustu árum eru byggð af einstaklingum sem þá ráða til sín verktaka. Þessi hús eru ætíð stærri en 100 fermetrar, en það byggir enginn einstaklingur minna einbýlishús, og þá kemur hámarks upphæðin inn sem er er 62 m.kr. fyrir 100 fermetra hús og stærra. Þetta þýðir að t.d. 150 fermetra hús má ekki kosta meira en 413.000 kr. á fermetra og fyrir það verð virðist fólk ekki geta byggt.
Það væri mjög til hagsbóta ef hámarksverð væri hækkað ásamt því að kerfinu yrði breytt þannig að það væri auðvelt fyrir einstaklinga að sækja um þessi lán fyrir stakar framkvæmdir og í það minnsta á svæðum sem væru skilgreind utan vaxtarsvæða.
Jafnframt bendir byggðarráð á að veiting hlutdeildarlána til bæði einstaklinga og/eða verktaka er góður kostur til að blása lífi í byggingar á svæðum þar sem hagvöxtur er lítill eða undir landsmeðaltali og íbúaþróun neikvæð og spáð áframhaldandi fækkun íbúa, samanber mælaborð Byggðastofnunar um á áætlaða íbúaþróun landshlutanna. Þar er sérstaklega tveimur landshlutum spáð neikvæðri íbúaþróun á næstu árum, þ.e. Norðurlandi vestra og Vestfjörðum. Með því að beita hlutdeildarlánakerfinu með sértækum hætti, eins og t.d. hærra hámarksverði á þessum svæðum, væri verið að gera þau landsvæði meira freistandi fyrir fólk til að byggja á. Á Norðurlandi vestra vantar t.d. fólk til starfa en húsnæðisframboðið er verulega takmarkað nema fólk byggi sjálft en með smávægilegum breytingum á fyrirkomulagi hlutdeildarlána mætti styðja við frekari uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í landshlutanum.