Fara í efni

Kauptilboð í Laugatún 9

Málsnúmer 2511001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 169. fundur - 05.11.2025

Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Laugatún 9, F221-3302, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 28. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun og sölu á annarri fasteign.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Máli vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn Skagafjarðar - 43. fundur - 19.11.2025

Vísað frá 169. fundi byggðarráðs frá 5. nóvember sl. til afgreiðslu sveitarstjórnar, þannig bókað:
„Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Laugatún 9, F221-3302, er meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 28. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun og sölu á annarri fasteign.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu með fyrirvara um samþykki sveitarstjórnar. Máli vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.“

Sveitarstjórn samþykkir með níu atkvæðum að ganga að tilboðinu.

Byggðarráð Skagafjarðar - 172. fundur - 25.11.2025

Á 169. fundi byggðarráðs þann 5. nóvember 2025 var samþykkt innkomið tilboð í íbúðina að Laugatúni 9 á Sauðárkróki. Kaupendur hafa óskað eftir lengdum fresti til að aflétta fyrirvara um sölu íbúðar. Samkvæmt tilboði hefur kaupandi til 30. nóvember til að aflétta fyrirvara um sölu íbúðar en óskar eftir fresti til 8. desember sem er jafn langur fyrirvari um sölu og settur er í samþykktu kauptilboði núverandi eignar kaupanda.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni um framlengingu á fresti til afléttingar fyrirvara um sölu til 8. desember nk.

Byggðarráð Skagafjarðar - 174. fundur - 10.12.2025

Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Moniku Hjálmtýsdóttur, fasteignasala, þar sem óskað er eftir að frestur til að aflétta fyrirvara um sölu á núverandi eign kaupanda verði framlengdur til 7. janúar 2026.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn frest.

Byggðarráð Skagafjarðar - 176. fundur - 07.01.2026

Á fundinum var lagður fram tölvupóstur frá Moniku Hjálmtýsdóttur fasteignasala, dagsettur 5. janúar sl. Í tölvupóstinum óskar Monika fyrir hönd kaupenda eftir að frestur til að aflétta fyrirvara um sölu á núverandi eign kaupanda verði framlengdur til 23. janúar næstkomandi.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita umbeðinn frest.