Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Í upphafi fundar fór formaður þess á leit við fundarmenn að taka inn tvö mál á dagskrá fundarins með afbrigðum. Fyrra málið er 2511174 - Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu og skoteldasýningu. Seinna málið er 2511145 - Kauptilboð í íbúð á Víðigrund 16. Samþykkt samhljóða.
1.Gamlárshlaup 2025 - erindi til byggðarráðs
Málsnúmer 2511154Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dags. 13. nóvember 2025, frá Bryndísi Lilju Hallsdóttur f.h. hlaupahópsins 550 Rammvilltar. Hópurinn er að skipuleggja gamlárshlaup sem ræst verður frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30 á gamlársdag. Þátttakendur eiga að vera komnir aftur að íþróttahúsi kl. 13:30. Óskað er eftir leyfi til að loka fyrir bílaumferð á Skagfirðingabraut frá innkeyrslu á bílastæði íþróttahúss og suður að Kirkjutorgi frá kl. 12:15 til 13:00 þann 31. desember nk. Þegar hefur verið haft samband við lögreglu sem hefur samþykkt lokunina fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða leyfi fyrir umbeðinni lokun fyrir sitt leyti.
Byggðarráð samþykkir samhljóða leyfi fyrir umbeðinni lokun fyrir sitt leyti.
2.Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu og skoteldasýningu við Hofsós og á Hólum
Málsnúmer 2511166Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dags. 21. nóvember 2025, frá Ingvari Daða Jóhannssyni f.h. Björgunarsveitarinnar Grettis, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda brennu á landi sveitarfélagsins við Móhól ofan við Hofsós og skoteldasýningu á sama stað, á gamlársdag kl. 16:00. Jafnframt leyfi til að vera með brennu og skoteldasýningu í landi Hóla norðan við grunnskólann, á gamlársdag kl. 21:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðnum brennum og skoteldasýningum, svo fremi að önnur skilyrði fyrir þeim séu uppfyllt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðnum brennum og skoteldasýningum, svo fremi að önnur skilyrði fyrir þeim séu uppfyllt.
3.Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu og skoteldasýningu
Málsnúmer 2511174Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dags. 23. nóvember 2025, frá Einari Ólasyni f.h. Flugbjörgunarsveitarinnar í Varmahlíð, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda skoteldasýningu á landi sveitarfélagsins neðan Varmahlíðar á gamlársdag.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðinni skoteldasýningu, svo fremi að önnur skilyrði fyrir henni séu uppfyllt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðinni skoteldasýningu, svo fremi að önnur skilyrði fyrir henni séu uppfyllt.
4.Sala á félagsheimilinu Skagaseli
Málsnúmer 2502173Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dags. 18. nóvember 2025, frá íbúum í fyrrum Skefilsstaðahreppi. Í bréfinu er tilgreint að haldinn hafi verið íbúafundur þann dag í Skagaseli þar sem sala á félagsheimilinu Skagaseli var til umræðu. Er óskað eftir fundi með byggðarráði til að fara nánar þetta mál.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn hópsins til fundar við byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn hópsins til fundar við byggðarráð.
5.Söfnun til varðveislu Gunnfaxa TF-ISB
Málsnúmer 2511128Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi, dags. 18. nóvember 2025, frá Vinum Gunnfaxa, þar sem óskað er eftir styrk til að verndunar Gunnfaxa en Samgöngusafnið á Skógum hefur samþykkt að taka við vélinni til varðveislu í sýningarhæfu ástandi.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðninni.
6.Viðauki við samning um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra
Málsnúmer 2511152Vakta málsnúmer
Lögð fram drög að viðauka við samning á milli sveitarfélagsins Skagafjarðar, Húnaþings vestra, Sveitarfélagsins Skagastrandar og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis um rekstur Náttúrustofu Norðurlands vestra. Viðaukinn, sem lagður er fram að ósk ráðuneytisins, felur í sér að gildistími samnings aðila á milli verður framlengdur út árið 2026.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða framlagðan viðauka og vísar honum til afgreiðslu sveitarstjórnar.
7.Kauptilboð í íbúð á Víðigrund 16
Málsnúmer 2511145Vakta málsnúmer
Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Víðigrund 16, F213-2397, er á meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 30. október sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara tilboðinu með gagntilboði.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að svara tilboðinu með gagntilboði.
8.Tilboð í íbúð 3HH að Víðimýri 10
Málsnúmer 2511146Vakta málsnúmer
Á 166. fundi byggðarráðs samþykkti byggðarráð samhljóða að veita heimild fyrir sölu á 5 eignum. Víðimýri 10, F213-2494, er á meðal þeirra eigna sem um ræðir og var hún auglýst til sölu 6. nóvember sl. Borist hefur eitt tilboð í eignina með fyrirvara um fjármögnun.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að ganga að tilboðinu og felur sveitarstjóra að ganga frá sölunni.
9.Kauptilboð í Laugatún 9
Málsnúmer 2511001Vakta málsnúmer
Á 169. fundi byggðarráðs þann 5. nóvember 2025 var samþykkt innkomið tilboð í íbúðina að Laugatúni 9 á Sauðárkróki. Kaupendur hafa óskað eftir lengdum fresti til að aflétta fyrirvara um sölu íbúðar. Samkvæmt tilboði hefur kaupandi til 30. nóvember til að aflétta fyrirvara um sölu íbúðar en óskar eftir fresti til 8. desember sem er jafn langur fyrirvari um sölu og settur er í samþykktu kauptilboði núverandi eignar kaupanda.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni um framlengingu á fresti til afléttingar fyrirvara um sölu til 8. desember nk.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að verða við beiðni um framlengingu á fresti til afléttingar fyrirvara um sölu til 8. desember nk.
10.Umsagnarbeiðni; Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög
Málsnúmer 2511096Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 229. mál, Verndar- og orkunýtingaráætlun og raforkulög. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og markmiði þess um að gera ferli rammaáætlunar skilvirkara og með skilgreindum tímafrestum vegna ýmissa þátta við meðferð mála í áætluninni, án þess að dregið sé úr faglegum kröfum. Nauðsynlegt er að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða.
Byggðarráð fagnar framkomnu frumvarpi og markmiði þess um að gera ferli rammaáætlunar skilvirkara og með skilgreindum tímafrestum vegna ýmissa þátta við meðferð mála í áætluninni, án þess að dregið sé úr faglegum kröfum. Nauðsynlegt er að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða.
11.Umsagnarbeiðni; Breyting á þingsályktun nr. 24 152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða
Málsnúmer 2511097Vakta málsnúmer
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar 237. mál, Breyting á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Frestur til að senda inn umsögn er til og með 25. nóvember nk.
Byggðarráð Skagafjarðar telur að nauðsynlegt sé að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða. Byggðarráð bendir á að Skatastaðavirkjun er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð mótmæla fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Héraðsvötnum á þeim grunni að hún sé í þveröfugu samræmi við forsendur rammaáætlunarinnar og stofni í hættu bæði lífríki svæðisins og sjálfbærri þróun.
Í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er skýrt kveðið á um að svæði með mjög mikla eða verulega náttúruverndargildi skuli vernduð og virkjanaheimildir takmarkaðar þannig að verndargildin eigi forgang. Ef litið er til Héraðsvatnasvæðisins, þá er þar er til staðar fjölbreytt lífríki sem verður fyrir verulegu raski. Virkjun sem ætlað er að breyta fallvatni og vatnaflæði rennur bersýnilega gegn markmiðum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruauðlinda.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
- Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fjölbreytni.
- Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
- Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
VG og óháð í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir því faglegu mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa."
Byggðarráð Skagafjarðar telur að nauðsynlegt sé að ráðast í aukna orkuöflun þar sem það á við til að styðja við orkuöryggi, orkuskipti og verðmætasköpun um land allt. Brýnt er í ljósi óvissu sem uppi er vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti og vegna orkuöryggis þjóðarinnar að litið sé til hagkvæmra virkjanakosta utan eldvirkra svæða. Byggðarráð bendir á að Skatastaðavirkjun er einn besti valkosturinn af fyrirliggjandi virkjunarkostum á Íslandi í þeirri vegferð að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða.
Fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð mótmæla fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Héraðsvötnum á þeim grunni að hún sé í þveröfugu samræmi við forsendur rammaáætlunarinnar og stofni í hættu bæði lífríki svæðisins og sjálfbærri þróun.
Í rammaáætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða er skýrt kveðið á um að svæði með mjög mikla eða verulega náttúruverndargildi skuli vernduð og virkjanaheimildir takmarkaðar þannig að verndargildin eigi forgang. Ef litið er til Héraðsvatnasvæðisins, þá er þar er til staðar fjölbreytt lífríki sem verður fyrir verulegu raski. Virkjun sem ætlað er að breyta fallvatni og vatnaflæði rennur bersýnilega gegn markmiðum um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og náttúruauðlinda.
Talið var að um ofmat væri að ræða í rökstuðningi faghóps rammaáætlunar 3 og óskað var eftir endurmati á þeim grundvelli. Voru Héraðsvötn færð aftur í biðflokk í síðustu rammaáætlun fyrir vikið. Niðurstöður endurmatsins eru afdráttarlausar. Höfundar greinargerðar um endurmat telja að ekki hafi verið um ofmat að ræða á áhrifum fyrirhugaðra virkjana í Héraðsvötnum á þá þætti náttúrufars sem óskað var nánari skoðunar á.
Meðal þess sem fram kom í athugunum endurmatsins var:
- Náttúruverndargildi Héraðsvatna er mjög hátt enda meðal umfangsmestu flæðiengja landsins. Þetta endurspeglast í því að svæðið hefur fengið sérstaka stöðu m.t.t. náttúruverndar, bæði innanlands og alþjóðlega, m.a. vegna mikilvægi svæðisins fyrir fugla og líffræðilega fjölbreytni.
- Líffræðileg fjölbreytni og vistkerfi flæðiengjanna hafa þróast í takt við reglubundnar sveiflur í umhverfinu. Aurinn sem berst með flóðum sem veita vatni á landið er vistfræðilega mikilvægur fyrir flæðiengjarnar og forsenda fyrir því að þær geti viðhaldið sér. Vatnsmiðlun vegna virkjunarframkvæmda hefur mikil og ófyrirsjáanleg áhrif á eðli flóða í vatnakerfinu en þau eru grundvöllur vistkerfis flæðiengjanna.
- Flæðiengjar í Skagafirði eru hluti af stærri vistfræðilegri heild og því mikilvægt að huga að því þegar horft er til verðmætamats og mögulegra áhrifa aðgerða á vatnasvið Héraðsvatna. Orravatnsrústir sem eru efst á vatnasviði Héraðsvatna hafa hátt náttúruverndargildi ekki síst vegna rústamýra sem teljast alþjóðlega verndarþurfi og eru fremur sjaldgæfar hérlendis. Lón Skatastaðavirkjunar mun teygja sig inn á svæðið sem lagt er til að verði friðlýst og gæti haft áhrif á rústirnar.
VG og óháð í Skagafirði krefjast þess að farið verði eftir því faglegu mati og um leið þeirri faglegu sátt sem rammaáætlun er ætlað að skapa."
12.Samráð; Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtaplan til 2035
Málsnúmer 2511104Vakta málsnúmer
Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 226/2025, "Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 05.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fram séu komin drög að atvinnustefnu Íslands til umsagnar.
Skagafjörður er sem kunnugt er eitt blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands. Byggðarráði er því nærtækt að benda á hve litla athygli landbúnaður fær í umræddum drögum. Vissulega er fjallað um matvæli í drögunum en eingöngu í samhengi við alþjóðlega samkeppnishæfni sjávarútvegs, tækifærum í lagareldi í sjó og á landi, og tækifærum til útflutnings í t.d. hátækniframleiðslu próteina, ylrækt og ýmsum hefðbundnum og óhefðbundnum landbúnaðarafurðum. Landbúnaður kemur að öðru leyti ekki við sögu í drögum að atvinnustefnu Íslands. Sömuleiðis koma orðin matvælaöryggi eða fæðuöryggi hvergi fram í drögunum en ætla má að skynsamlegt væri að skilgreina í atvinnustefnu landsins hvernig tryggja megi slíkt grundvallaratriði fyrir öryggi þjóðarinnar í neyðartilvikum, sbr. vinnu sem atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt í.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir þann punkt í drögum að atvinnustefnu að mikilvægt sé að stuðla að því að þróun atvinnulífs sé í jafnvægi við innviði og umhverfi. Í því skyni má benda á að hagkvæmt getur verið að styrkja innviði á landsbyggðinni, þar sem stór hluti verðmætasköpunar þjóðarinnar og framleiðsla útflutningsvara fer fram, með skattalegum hvötum, afsláttum af námslánum o.s.frv. Benda má á góða reynslu Norðmanna af slíku fyrirkomulagi.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fram séu komin drög að atvinnustefnu Íslands til umsagnar.
Skagafjörður er sem kunnugt er eitt blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands. Byggðarráði er því nærtækt að benda á hve litla athygli landbúnaður fær í umræddum drögum. Vissulega er fjallað um matvæli í drögunum en eingöngu í samhengi við alþjóðlega samkeppnishæfni sjávarútvegs, tækifærum í lagareldi í sjó og á landi, og tækifærum til útflutnings í t.d. hátækniframleiðslu próteina, ylrækt og ýmsum hefðbundnum og óhefðbundnum landbúnaðarafurðum. Landbúnaður kemur að öðru leyti ekki við sögu í drögum að atvinnustefnu Íslands. Sömuleiðis koma orðin matvælaöryggi eða fæðuöryggi hvergi fram í drögunum en ætla má að skynsamlegt væri að skilgreina í atvinnustefnu landsins hvernig tryggja megi slíkt grundvallaratriði fyrir öryggi þjóðarinnar í neyðartilvikum, sbr. vinnu sem atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt í.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir þann punkt í drögum að atvinnustefnu að mikilvægt sé að stuðla að því að þróun atvinnulífs sé í jafnvægi við innviði og umhverfi. Í því skyni má benda á að hagkvæmt getur verið að styrkja innviði á landsbyggðinni, þar sem stór hluti verðmætasköpunar þjóðarinnar og framleiðsla útflutningsvara fer fram, með skattalegum hvötum, afsláttum af námslánum o.s.frv. Benda má á góða reynslu Norðmanna af slíku fyrirkomulagi.
13.Samráð; Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu o.fl. (sameining stofnana)
Málsnúmer 2511125Vakta málsnúmer
Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2025, "Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu o.fl. (sameining stofnana)". Umsagnarfrestur er til og með 01.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að samkvæmt nýlegri samantekt Byggðastofnunar á fjölda ríkisstarfa á árinu 2024, þá fjölgaði slíkum störfum á milli áranna 2023 og 2024 um 538 eða 1,9%. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta. Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022. Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö. Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum. Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra. Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar en í öðrum landshlutum.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra og aðra ráðherra í ríkisstjórn Íslands að horfa til þess að við sameiningu stofnana ríkisins verði hluti starfsemi þeirra staðsettur á Norðurlandi vestra og þannig sýni ríkisstjórnin byggðaáherslur í verki.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að samkvæmt nýlegri samantekt Byggðastofnunar á fjölda ríkisstarfa á árinu 2024, þá fjölgaði slíkum störfum á milli áranna 2023 og 2024 um 538 eða 1,9%. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta. Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022. Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö. Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum. Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra. Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar en í öðrum landshlutum.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra og aðra ráðherra í ríkisstjórn Íslands að horfa til þess að við sameiningu stofnana ríkisins verði hluti starfsemi þeirra staðsettur á Norðurlandi vestra og þannig sýni ríkisstjórnin byggðaáherslur í verki.
14.Raforkukerfið á Norðurlandi vestra
Málsnúmer 2511151Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar skýrsla um raforkukerfið á Norðurlandi vestra sem Lota vann fyrir Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
15.Opinber grunnþjónusta - Leiðbeiningar um mótun og framkvæmd stefna
Málsnúmer 2511139Vakta málsnúmer
Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá innviðaráðuneytinu, dags. 19. nóvember 2025, þar sem vakin er athygli á að ráðuneytið, í samstarfi við Byggðastofnun, hefur gefið út skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu ásamt leiðbeiningum fyrir stjórnvöld um mótun og framkvæmd stefna. Leiðbeiningarnar voru unnar á grundvelli aðgerðar A.15 á byggðaáætlun, Opinber grunnþjónusta og jöfnun aðgengis. Verkefnið tengist jafnframt aðgerð 12 í stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga, Lágmarksþjónusta sveitarfélaga. Ráðuneytið fól Byggðastofnun að vinna drög að skilgreiningu að leiðbeiningunum og voru þær unnar í samráði við ráðuneyti, sveitarfélög o.fl. og að auki lögð fram í samráðsgátt stjórnvalda. Skilgreiningin er m.a. ætluð ríki og sveitarfélögum til leiðbeiningar við stefnumótun, framkvæmd stefna og við mat á áhrifum lagafrumvarpa og annarra stjórnvaldsfyrirmæla eða stefnumarkandi ákvarðana hins opinbera.
Fundi slitið - kl. 10:59.