Atvinnuvegaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 229/2025, "Áformaskjöl vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um Matvælastofnun, Fiskistofu o.fl. (sameining stofnana)". Umsagnarfrestur er til og með 01.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að samkvæmt nýlegri samantekt Byggðastofnunar á fjölda ríkisstarfa á árinu 2024, þá fjölgaði slíkum störfum á milli áranna 2023 og 2024 um 538 eða 1,9%. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta. Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022. Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö. Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum. Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra. Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar en í öðrum landshlutum.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra og aðra ráðherra í ríkisstjórn Íslands að horfa til þess að við sameiningu stofnana ríkisins verði hluti starfsemi þeirra staðsettur á Norðurlandi vestra og þannig sýni ríkisstjórnin byggðaáherslur í verki.
Byggðarráð Skagafjarðar bendir á að samkvæmt nýlegri samantekt Byggðastofnunar á fjölda ríkisstarfa á árinu 2024, þá fjölgaði slíkum störfum á milli áranna 2023 og 2024 um 538 eða 1,9%. Flest eru stöðugildi á vegum ríkisins staðsett á höfuðborgarsvæðinu eða 70%. Höfuðborgarsvæðið er jafnframt eini landshlutinn þar sem hlutfall stöðugilda er hærra en hlutfall íbúa, en 64% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu. Í öðrum landshlutum er hlutfall stöðugilda ríkisins minna eða sambærilegt og hlutfall landsmanna er í viðkomandi landshluta. Norðurland vestra og Suðurland eru einu landshlutarnir þar sem stöðugildum fækkar á milli áranna 2023 og 2024. Á Suðurlandi hefur hins vegar orðið verulega mikil og samfelld fjölgun ríkisstarfa um allmörg ár fyrir árið 2023 á meðan staðan á Norðurlandi vestra er mun daprari en þar fækkaði einnig stöðugildum á vegum ríkisins á milli áranna 2021 og 2022. Milli áranna 2023 og 2024 var mest fækkun ríkisstarfa í Húnaþingi vestra eða um níu stöðugildi sem samsvarar 11,3%. Þar fækkaði stöðugildum m.a. hjá Umhverfisstofnun, Íslandspósti og Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Í Húnabyggð fjölgaði stöðugildum um 7 en þar varð fjölgun m.a. hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands og Landsvirkjun. Í Sveitarfélaginu Skagaströnd fækkaði stöðugildum um fimm, mest vegna fækkunar hjá Vinnumálastofnun. Í Skagafirði fækkaði stöðugildum um tvö. Sé þróun ríkisstarfa á Norðurlandi vestra skoðuð síðustu 4 ár, frá 2020 til 2024, hefur ríkisstörfum einungis fjölgað um 23 stöðugili eða 4,4%, en á sama tímabili fjölgaði ríkisstörfum um rúmlega 3.500 á landinu öllu sem gerir 11-42% fjölgun í öllum öðrum landshlutum. Sé horft á skiptingu starfanna á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra út frá fjölda íbúa, má sjá að hún er nokkuð jöfn, þó tölurnar sýni að störfin séu hlutfallslega flest í Húnabyggð en fæst í Húnaþingi vestra. Byggðarráð Skagafjarðar harmar að störfum á vegum ríkisins á Norðurlandi vestra skuli fækka á milli síðustu tveggja ára og að þróunin í landshlutanum skuli vera sú að þeim fjölgi þegar á heildina er litið meira en helmingi hægar en í öðrum landshlutum.
Byggðarráð Skagafjarðar skorar á atvinnuvegaráðherra og aðra ráðherra í ríkisstjórn Íslands að horfa til þess að við sameiningu stofnana ríkisins verði hluti starfsemi þeirra staðsettur á Norðurlandi vestra og þannig sýni ríkisstjórnin byggðaáherslur í verki.