Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 226/2025, "Drög að atvinnustefnu Íslands - vaxtarplan til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 05.12. 2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fram séu komin drög að atvinnustefnu Íslands til umsagnar.
Skagafjörður er sem kunnugt er eitt blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands. Byggðarráði er því nærtækt að benda á hve litla athygli landbúnaður fær í umræddum drögum. Vissulega er fjallað um matvæli í drögunum en eingöngu í samhengi við alþjóðlega samkeppnishæfni sjávarútvegs, tækifærum í lagareldi í sjó og á landi, og tækifærum til útflutnings í t.d. hátækniframleiðslu próteina, ylrækt og ýmsum hefðbundnum og óhefðbundnum landbúnaðarafurðum. Landbúnaður kemur að öðru leyti ekki við sögu í drögum að atvinnustefnu Íslands. Sömuleiðis koma orðin matvælaöryggi eða fæðuöryggi hvergi fram í drögunum en ætla má að skynsamlegt væri að skilgreina í atvinnustefnu landsins hvernig tryggja megi slíkt grundvallaratriði fyrir öryggi þjóðarinnar í neyðartilvikum, sbr. vinnu sem atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt í.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir þann punkt í drögum að atvinnustefnu að mikilvægt sé að stuðla að því að þróun atvinnulífs sé í jafnvægi við innviði og umhverfi. Í því skyni má benda á að hagkvæmt getur verið að styrkja innviði á landsbyggðinni, þar sem stór hluti verðmætasköpunar þjóðarinnar og framleiðsla útflutningsvara fer fram, með skattalegum hvötum, afsláttum af námslánum o.s.frv. Benda má á góða reynslu Norðmanna af slíku fyrirkomulagi.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar því að fram séu komin drög að atvinnustefnu Íslands til umsagnar.
Skagafjörður er sem kunnugt er eitt blómlegasta landbúnaðarhérað Íslands. Byggðarráði er því nærtækt að benda á hve litla athygli landbúnaður fær í umræddum drögum. Vissulega er fjallað um matvæli í drögunum en eingöngu í samhengi við alþjóðlega samkeppnishæfni sjávarútvegs, tækifærum í lagareldi í sjó og á landi, og tækifærum til útflutnings í t.d. hátækniframleiðslu próteina, ylrækt og ýmsum hefðbundnum og óhefðbundnum landbúnaðarafurðum. Landbúnaður kemur að öðru leyti ekki við sögu í drögum að atvinnustefnu Íslands. Sömuleiðis koma orðin matvælaöryggi eða fæðuöryggi hvergi fram í drögunum en ætla má að skynsamlegt væri að skilgreina í atvinnustefnu landsins hvernig tryggja megi slíkt grundvallaratriði fyrir öryggi þjóðarinnar í neyðartilvikum, sbr. vinnu sem atvinnuvegaráðuneytið hefur lagt í.
Byggðarráð Skagafjarðar tekur undir þann punkt í drögum að atvinnustefnu að mikilvægt sé að stuðla að því að þróun atvinnulífs sé í jafnvægi við innviði og umhverfi. Í því skyni má benda á að hagkvæmt getur verið að styrkja innviði á landsbyggðinni, þar sem stór hluti verðmætasköpunar þjóðarinnar og framleiðsla útflutningsvara fer fram, með skattalegum hvötum, afsláttum af námslánum o.s.frv. Benda má á góða reynslu Norðmanna af slíku fyrirkomulagi.