Fara í efni

Umsókn um leyfi fyrir áramótabrennu og skoteldasýningu við Hofsós og á Hólum

Málsnúmer 2511166

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 172. fundur - 25.11.2025

Lagt fram erindi, dags. 21. nóvember 2025, frá Ingvari Daða Jóhannssyni f.h. Björgunarsveitarinnar Grettis, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda brennu á landi sveitarfélagsins við Móhól ofan við Hofsós og skoteldasýningu á sama stað, á gamlársdag kl. 16:00. Jafnframt leyfi til að vera með brennu og skoteldasýningu í landi Hóla norðan við grunnskólann, á gamlársdag kl. 21:00.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðnum brennum og skoteldasýningum, svo fremi að önnur skilyrði fyrir þeim séu uppfyllt.