Lagt fram erindi, dags. 21. nóvember 2025, frá Ingvari Daða Jóhannssyni f.h. Björgunarsveitarinnar Grettis, þar sem óskað er eftir leyfi landeiganda til að halda brennu á landi sveitarfélagsins við Móhól ofan við Hofsós og skoteldasýningu á sama stað, á gamlársdag kl. 16:00. Jafnframt leyfi til að vera með brennu og skoteldasýningu í landi Hóla norðan við grunnskólann, á gamlársdag kl. 21:00.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðnum brennum og skoteldasýningum, svo fremi að önnur skilyrði fyrir þeim séu uppfyllt.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita leyfi sitt fyrir umbeðnum brennum og skoteldasýningum, svo fremi að önnur skilyrði fyrir þeim séu uppfyllt.