Sala á félagsheimilinu Skagaseli
Málsnúmer 2502173
Vakta málsnúmerByggðarráð Skagafjarðar - 172. fundur - 25.11.2025
Lagt fram erindi, dags. 18. nóvember 2025, frá íbúum í fyrrum Skefilsstaðahreppi. Í bréfinu er tilgreint að haldinn hafi verið íbúafundur þann dag í Skagaseli þar sem sala á félagsheimilinu Skagaseli var til umræðu. Er óskað eftir fundi með byggðarráði til að fara nánar þetta mál.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn hópsins til fundar við byggðarráð.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að boða forsvarsmenn hópsins til fundar við byggðarráð.
Í bókun 156. fundar byggðarráðs kemur fram að reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda. Gildir þá samhljóða samþykkt byggðarráðs frá 135. fundi byggðarráðs um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.