Byggðarráð Skagafjarðar
Dagskrá
Á 39. fundi sveitarstjórnar Skagafjarðar þann 23. júní 2025, var samþykkt að veita byggðarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu mála í sumarleyfi sveitarstjórnar, skv. III. kafla 8. gr. samþykkta sveitarfélagsins. Sumarleyfið hefst 24. júní og stendur til og með 20. ágúst 2025.
1.Umsókn um rekstur Félagsheimili Hegraness
Málsnúmer 2508035Vakta málsnúmer
Álfhildur Leifsdóttir vék af fundi við afgreiðslu þessa máls.
Á 156. fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 23. júlí sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstrarhald félagsheimilanna Skagasels og félagsheimilisins í Hegranesi, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra. Húsin voru í kjölfarið auglýst með umsóknarfresti til 10. ágúst sl. Ein umsókn barst um rekstur félagsheimilisins í Hegranesi, í samræmi við auglýsingu sveitarfélagsins, frá óstofnuðum íbúasamtökum um rekstur Félagsheimilis Hegraness.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við íbúasamtökin.
Á 156. fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 23. júlí sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstrarhald félagsheimilanna Skagasels og félagsheimilisins í Hegranesi, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra. Húsin voru í kjölfarið auglýst með umsóknarfresti til 10. ágúst sl. Ein umsókn barst um rekstur félagsheimilisins í Hegranesi, í samræmi við auglýsingu sveitarfélagsins, frá óstofnuðum íbúasamtökum um rekstur Félagsheimilis Hegraness.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að ganga til samninga við íbúasamtökin.
2.Sala á félagsheimilinu Skagaseli
Málsnúmer 2502173Vakta málsnúmer
Á 156. fundi byggðarráðs Skagafjarðar þann 23. júlí sl. var samþykkt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum til að sjá um rekstrarhald félagsheimilanna Skagasels og félagsheimilisins í Hegranesi, með þeim hætti að sveitarfélagið Skagafjörður beri engan kostnað af rekstri þeirra. Húsin voru í kjölfarið auglýst með umsóknarfresti til 10. ágúst sl. Engin umsókn barst um rekstur félagsheimilisins Skagasels.
Í bókun 156. fundar byggðarráðs kemur fram að reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda. Gildir þá samhljóða samþykkt byggðarráðs frá 135. fundi byggðarráðs um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.
Í bókun 156. fundar byggðarráðs kemur fram að reynist enginn aðili áhugasamur um rekstur húsanna með þessum hætti verða framangreind félagsheimili auglýst til sölu til hæstbjóðenda. Gildir þá samhljóða samþykkt byggðarráðs frá 135. fundi byggðarráðs um að 10% af söluandvirði þeirra félagsheimila sem seld verða muni renna til UMSS og SSK og að í framhaldinu væru þessi tvö félög ábyrg fyrir að nýta fjármunina með sanngjörnum hætti í þágu sinna félagsmanna.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að auglýsa fasteignina til sölu.
3.Fyrirspurn um Lindargötu 17, Sauðárkróki
Málsnúmer 2507207Vakta málsnúmer
Fyrirspurnir hafa borist um Lindagötu 17 á Sauðárkróki, húsnæði sem Skagafjörður keypti upp á sínum tíma til niðurrifs.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirspyrjendur og fyrirætlan þeirra varðandi nýtingu og endurbætur á húsinu.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirspyrjendur og fyrirætlan þeirra varðandi nýtingu og endurbætur á húsinu.
4.Sólgarðar í Fljótum - Sóti Lodge - Ósk um uppbyggingarheimildir á lóð LN146780
Málsnúmer 2508012Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi f.h. Sóta Lodge í Fljótum í Skagafirði, dagsett 29. júlí sl. þar sem þess er farið á leit við byggðaráð Skagafjarðar að veitt verði samþykki fyrir frekari uppbyggingarheimildum á svæðinu sunnan við sundlaugina að Sólgörðum í Fljótum. Skv. fasteignaskrá er lóðin sem um ræðir með landnúmer 146780. Innan hennar er óskað eftir svæði sem er u.þ.b. 7.850 m2 að stærð fyrir uppbyggingu hótels.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhuguð uppbyggingaráform, tímalínu og fleira.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhuguð uppbyggingaráform, tímalínu og fleira.
5.Beiðni um rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur
Málsnúmer 2507205Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá almannaheillafélaginu Lítilli Þúfu fta, dagsett 23. júlí 2025, þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk að fjárhæð kr. 300.000, sem dreifast myndi yfir þrjú ár með árlegri greiðslu að fjárhæð kr. 100.000, til reksturs áfangaheimilis í Reykjavík fyrir konur í bata frá vímuefnaröskun.
Byggðarráð þakkar fyrir innkomið erindi en telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
Byggðarráð þakkar fyrir innkomið erindi en telur sér ekki fært að verða við beiðninni.
6.Fyrirspurn vegna æfinga á íþróttavellinum á Sauðárkróki
Málsnúmer 2502205Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi dags. 31. júlí 2025 frá Stefáni Jónssyni, f.h. meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á innheimtu vegna æfingakostnaðar félaganna á Sauðárkróksvelli á undirbúningstímabili sl. vor.
Fyrir liggur að erindi barst frá forsvarsmanni meistaraflokks félaganna í febrúar sl. þar sem óskað var eftir afslætti af gjaldskrá vegna æfinga meistaraflokks félaganna. Það erindi var tekið fyrir í félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar 6. mars sl. og taldi nefndin sér ekki fært að verða við beiðninni. Var afgreiðslan staðfest í sveitarstjórn Skagafjarðar 12. mars sl.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.
Fyrir liggur að erindi barst frá forsvarsmanni meistaraflokks félaganna í febrúar sl. þar sem óskað var eftir afslætti af gjaldskrá vegna æfinga meistaraflokks félaganna. Það erindi var tekið fyrir í félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar 6. mars sl. og taldi nefndin sér ekki fært að verða við beiðninni. Var afgreiðslan staðfest í sveitarstjórn Skagafjarðar 12. mars sl.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.
7.Sundlaugin Sólgörðum - Viðhaldsframkvæmdir 2025
Málsnúmer 2508062Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Sótahnjúk, dags. 2. ágúst 2025, þar sem óskað er eftir greiðslu til málningar á kari sundlaugarinnar að Sólgörðum, í samræmi við samning við sveitarfélagið um viðhald laugarinnar. Það er mat umsjónarmanns eignarsjóðs að mála þurfi laugina.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að farið verði í framkvæmdina enda rúmast hún innan fyrirliggjandi samnings.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að farið verði í framkvæmdina enda rúmast hún innan fyrirliggjandi samnings.
8.Ósk um tímabundið leyfi frá nefndarstörfum í fræðslunefnd
Málsnúmer 2502117Vakta málsnúmer
Lagt fram erindi frá Kristóferi Má Maronssyni dagsett 11. ágúst 2025, þar sem hann óskar eftir að framlengja áður veitt tímabundið leyfi frá störfum sem formaður fræðslunefndar Skagafjarðar til 27. ágúst 2025.
Byggðarráð samþykkir samhljóða, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi. Formaður ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu. Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
Byggðarráð samþykkir samhljóða, að veita Kristóferi umbeðið leyfi.
Tilnefna þarf að nýju í fræðslunefnd í stað Kristófers Más Maronssonar á meðan hann er í leyfi. Formaður ber upp tillögu um Hrund Pétursdóttur sem formann fræðslunefndar, Sigrúnu Evu Helgadóttur sem aðalmann og Sólborgu Sigurrós Borgarsdóttur sem varamann Sigrúnar Evu. Aðrar tilnefningar bárust ekki og skoðast þau því rétt kjörin.
9.Samráð; Tillaga um flokkun Kjalölduveitu og virkjunarkosta í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar
Málsnúmer 2508044Vakta málsnúmer
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 142/2025 - "Tillaga um flokkun Kjalölduveitu og virkjunarkosta í Héraðsvötnum í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar". Umsagnarfrestur er til og með 31.10. 2025.
Aðalmenn í byggðarráði Skagafjarðar fagna ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að Kjalölduveita og virkjunarkostir í Héraðsvötnum, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D, Villinganesvirkjun og Blanda, Vestari-Jökulsá verði flokkaður í biðflokk.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar óskar bókað:
"Áður hefur verið bent á að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Meirihluti byggðarráðs hefur einnig ítrekað bent á að ef Skatastaðavirkjun yrði færð í nýtingarflokk myndu fyrrgreind áhrif verða ítarlega skoðuð í umhverfismati.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar minnir einnig á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Skatastaðavirkjun er besti virkjunarkostur á Íslandi til að stuðla að raunhæfni þess markmiðs. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Það yrði því mikið gáleysi að færa jafn hagkvæman virkjunarkost utan eldvirkra svæða sem Skatastaðavirkjun er í verndarflokk.
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi. Öll rök hníga til þess að virkjanir í Héraðsvötnum verði að lágmarki áfram í biðflokki, meti Alþingi það sem svo að Skatastaðavirkjun verði ekki án frekari rannsókna færð í nýtingarflokk."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð í Skagafirði lýsa yfir eindreginni andstöðu við þá ákvörðun umhverfis- og orkumálaráðherra að færa Jökulárnar í Skagafirði í biðflokk í stað þess að fylgja skýru og faglegu mati faghópa í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem hafa lagt til að árnar verði settar í verndarflokk.
Ítrekað hafa sérfræðingar bent á hve mikils virði náttúra og lífríki Jökuláa og Héraðsvatna er, bæði fyrir fugla, fiskeldi, líffræðilega fjölbreytni og sem undirstaða sjálfbærrar ferðaþjónustu á svæðinu. Skýrslur og endurmat sýna að svæðið hefur hátt náttúruverndargildi, bæði á landsvísu og alþjóðlega vísu.
Það er áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn víkja frá niðurstöðu faghópa sem rammaáætlun byggir á, með því er grafið undan þeirri faglegu sátt og réttmæti sem kerfið á að tryggja. Ísland framleiðir nú þegar meira af raforku á hvern íbúa en flest önnur lönd heims. Það hlýtur að kalla á umræðu um hvort þörf sé á því að fórna verðmætum vistkerfum og landslagi fyrir vangreindar hugmyndir um orkuframleiðslu þvert á faglegt mat Rammaáætlunar.
Áætlanir eru um að stækka Blönduvirkjun, sem þegar er til staðar í landshlutanum, um 31 MW. Slík nýting innviða er í takt við umhverfisvernd, ábyrga orkunýtingu og hagsmuni byggðarlaga. Væri nær að hraða þeirri uppbyggingu og nýta viðbótarorkuna á Norðurlandi vestra.
VG og óháð í Skagafirði hvetja umhverfisráðherra og Alþingi til að virða þá sátt og faglegu vinnu sem rammaáætlun stendur fyrir og hafna þeim pólitíska þrýstingi sem stefnir einu verðmætasta náttúrusvæði Skagafjarðar í hættu."
Aðalmenn í byggðarráði Skagafjarðar fagna ákvörðun umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um að setja breytingu á tillögu verkefnisstjórnar í samráðferli, þess efnis að Kjalölduveita og virkjunarkostir í Héraðsvötnum, þ.e. Skatastaðavirkjun C, Skatastaðavirkjun D, Villinganesvirkjun og Blanda, Vestari-Jökulsá verði flokkaður í biðflokk.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar óskar bókað:
"Áður hefur verið bent á að málið hafi ekki verið rannsakað eins og lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun kveða á um. Meirihluti byggðarráðs hefur einnig ítrekað bent á að ef Skatastaðavirkjun yrði færð í nýtingarflokk myndu fyrrgreind áhrif verða ítarlega skoðuð í umhverfismati.
Meirihluti byggðarráðs Skagafjarðar minnir einnig á stefnu stjórnvalda um að orkuskiptum á Íslandi skuli lokið fyrir árið 2040. Skatastaðavirkjun er besti virkjunarkostur á Íslandi til að stuðla að raunhæfni þess markmiðs. Einnig má benda á að á Norðurlandi öllu er verulegur skortur á orku ásamt því að vegalengdir frá virkjunum hamla meðal annars möguleikum á nýtingu jarðstrengja í uppbyggingu flutningskerfisins á Norðurlandi. Dreifing raforkuvinnslu hefur jákvæð áhrif á flutningskerfi raforku samhliða því að styrkja staðbundið orkuöryggi. Jafnframt er rétt að minna á þá miklu jarðfræðilegu óvissu sem ríkir í dag um jarðvarmavirkjanir á Suðvesturhorni landsins en við virkjun Blöndu á sínum tíma voru meðal annars notuð þau rök að hún væri utan eldvirkra svæða. Sömu rök gilda einnig í dag um t.d. virkjun Skatastaðavirkjunar en ógnin af áhrifum eldsumbrota á virkjanir á Suðvesturhorninu hefur aldrei verið áþreifanlegri en í dag. Um hreint þjóðaröryggismál er að ræða. Það yrði því mikið gáleysi að færa jafn hagkvæman virkjunarkost utan eldvirkra svæða sem Skatastaðavirkjun er í verndarflokk.
Fulltrúar meirihluta byggðarráðs Skagafjarðar skora á umhverfis- og auðlindaráðherra og Alþingi að tryggja að allir virkjunarkostir Héraðsvatna verði skoðaðir ítarlega með hugsanlega nýtingu þeirra í huga. Fyrir því eru margvíslög rök svo sem kemur fram hér að framan en þeirra veigamest eru raforkuöryggi þjóðarinnar sem stendur nú frammi fyrir verulegri ógn vegna áhrifa jarðhræringa á virkjanir og virkjanakosti á Reykjanesskaganum. Jafnframt er áréttað mikilvægi þess að ekki séu teknar óafturkræfar ákvarðanir um röðun virkjunarkosta í vernd nema að vel athuguðu máli og með fullum skilningi á mögulegum áhrifum slíkra ákvarðana á orkuskipti og orkuöryggi. Öll rök hníga til þess að virkjanir í Héraðsvötnum verði að lágmarki áfram í biðflokki, meti Alþingi það sem svo að Skatastaðavirkjun verði ekki án frekari rannsókna færð í nýtingarflokk."
Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi VG og óháðra óskar bókað:
"VG og óháð í Skagafirði lýsa yfir eindreginni andstöðu við þá ákvörðun umhverfis- og orkumálaráðherra að færa Jökulárnar í Skagafirði í biðflokk í stað þess að fylgja skýru og faglegu mati faghópa í þriðja áfanga rammaáætlunar, sem hafa lagt til að árnar verði settar í verndarflokk.
Ítrekað hafa sérfræðingar bent á hve mikils virði náttúra og lífríki Jökuláa og Héraðsvatna er, bæði fyrir fugla, fiskeldi, líffræðilega fjölbreytni og sem undirstaða sjálfbærrar ferðaþjónustu á svæðinu. Skýrslur og endurmat sýna að svæðið hefur hátt náttúruverndargildi, bæði á landsvísu og alþjóðlega vísu.
Það er áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn víkja frá niðurstöðu faghópa sem rammaáætlun byggir á, með því er grafið undan þeirri faglegu sátt og réttmæti sem kerfið á að tryggja. Ísland framleiðir nú þegar meira af raforku á hvern íbúa en flest önnur lönd heims. Það hlýtur að kalla á umræðu um hvort þörf sé á því að fórna verðmætum vistkerfum og landslagi fyrir vangreindar hugmyndir um orkuframleiðslu þvert á faglegt mat Rammaáætlunar.
Áætlanir eru um að stækka Blönduvirkjun, sem þegar er til staðar í landshlutanum, um 31 MW. Slík nýting innviða er í takt við umhverfisvernd, ábyrga orkunýtingu og hagsmuni byggðarlaga. Væri nær að hraða þeirri uppbyggingu og nýta viðbótarorkuna á Norðurlandi vestra.
VG og óháð í Skagafirði hvetja umhverfisráðherra og Alþingi til að virða þá sátt og faglegu vinnu sem rammaáætlun stendur fyrir og hafna þeim pólitíska þrýstingi sem stefnir einu verðmætasta náttúrusvæði Skagafjarðar í hættu."
10.Samráð; Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035
Málsnúmer 2508059Vakta málsnúmer
Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 144/2025, "Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 26.08.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035. Í því sambandi bendir byggðarráð á að eitt meginhlutverk stjórnvalda er að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja, svo sem fram kemur í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Margvíslegar íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnustarfsemi á Íslandi, ekki síst þar sem minni fjölbreytni er í atvinnulífi eins og sums staðar á landsbyggðinni, og er nærtækt að benda á afleiðingar nýs innviðagjalds á komu skemmtiferðaskipa sem þegar hefur leitt til fækkunar á komum skipa á árinu 2025 og enn meiri á árunum 2026 og 2027. Þar er um að ræða verulega neikvæðar afleiðingar af ákvarðanatöku stjórnvalda á fámennari og "kaldari" ferðaþjónustusvæði á landsbyggðinni. Einnig má nefna heimildir til innflutnings á niðurgreiddum kísilmálmi, án verndartolla, sem ógnar rekstri innlendrar framleiðslu og hefur þegar haft áhrif á strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi. Enn má benda á ónýtt tækifæri til nýtingar á hagkvæmum virkjanakostum utan eldsumbrotasvæða sem stutt getur við margvíslega og fjölbreytta atvinnusköpun á landsbyggðinni. Byggðarráð Skagafjarðar bendir að lokum á að stuðningur við fjölbreytta menntun, öfluga háskólastarfsemi og nýsköpun um land allt skapar skilyrði fyrir nýja vaxtarsprota í íslensku atvinnulífi.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035. Í því sambandi bendir byggðarráð á að eitt meginhlutverk stjórnvalda er að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja, svo sem fram kemur í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Margvíslegar íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnustarfsemi á Íslandi, ekki síst þar sem minni fjölbreytni er í atvinnulífi eins og sums staðar á landsbyggðinni, og er nærtækt að benda á afleiðingar nýs innviðagjalds á komu skemmtiferðaskipa sem þegar hefur leitt til fækkunar á komum skipa á árinu 2025 og enn meiri á árunum 2026 og 2027. Þar er um að ræða verulega neikvæðar afleiðingar af ákvarðanatöku stjórnvalda á fámennari og "kaldari" ferðaþjónustusvæði á landsbyggðinni. Einnig má nefna heimildir til innflutnings á niðurgreiddum kísilmálmi, án verndartolla, sem ógnar rekstri innlendrar framleiðslu og hefur þegar haft áhrif á strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi. Enn má benda á ónýtt tækifæri til nýtingar á hagkvæmum virkjanakostum utan eldsumbrotasvæða sem stutt getur við margvíslega og fjölbreytta atvinnusköpun á landsbyggðinni. Byggðarráð Skagafjarðar bendir að lokum á að stuðningur við fjölbreytta menntun, öfluga háskólastarfsemi og nýsköpun um land allt skapar skilyrði fyrir nýja vaxtarsprota í íslensku atvinnulífi.
Fundi slitið - kl. 11:04.