Fara í efni

Samráð; Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035

Málsnúmer 2508059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 157. fundur - 15.08.2025

Forsætisráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 144/2025, "Áform um atvinnustefnu Íslands til 2035". Umsagnarfrestur er til og með 26.08.2025.
Byggðarráð Skagafjarðar fagnar áformum um atvinnustefnu Íslands til ársins 2035. Í því sambandi bendir byggðarráð á að eitt meginhlutverk stjórnvalda er að vinna að fjölbreytni í atvinnulífi og hagstæðum rekstrarskilyrðum fyrirtækja, svo sem fram kemur í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Margvíslegar íþyngjandi ákvarðanir stjórnvalda geta haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir atvinnustarfsemi á Íslandi, ekki síst þar sem minni fjölbreytni er í atvinnulífi eins og sums staðar á landsbyggðinni, og er nærtækt að benda á afleiðingar nýs innviðagjalds á komu skemmtiferðaskipa sem þegar hefur leitt til fækkunar á komum skipa á árinu 2025 og enn meiri á árunum 2026 og 2027. Þar er um að ræða verulega neikvæðar afleiðingar af ákvarðanatöku stjórnvalda á fámennari og "kaldari" ferðaþjónustusvæði á landsbyggðinni. Einnig má nefna heimildir til innflutnings á niðurgreiddum kísilmálmi, án verndartolla, sem ógnar rekstri innlendrar framleiðslu og hefur þegar haft áhrif á strandsiglingar til hafna á Vestfjörðum og Norðurlandi. Enn má benda á ónýtt tækifæri til nýtingar á hagkvæmum virkjanakostum utan eldsumbrotasvæða sem stutt getur við margvíslega og fjölbreytta atvinnusköpun á landsbyggðinni. Byggðarráð Skagafjarðar bendir að lokum á að stuðningur við fjölbreytta menntun, öfluga háskólastarfsemi og nýsköpun um land allt skapar skilyrði fyrir nýja vaxtarsprota í íslensku atvinnulífi.