Lagt fram erindi f.h. Sóta Lodge í Fljótum í Skagafirði, dagsett 29. júlí sl. þar sem þess er farið á leit við byggðaráð Skagafjarðar að veitt verði samþykki fyrir frekari uppbyggingarheimildum á svæðinu sunnan við sundlaugina að Sólgörðum í Fljótum. Skv. fasteignaskrá er lóðin sem um ræðir með landnúmer 146780. Innan hennar er óskað eftir svæði sem er u.þ.b. 7.850 m2 að stærð fyrir uppbyggingu hótels.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhuguð uppbyggingaráform, tímalínu og fleira.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að fela sveitarstjóra að afla frekari upplýsinga um fyrirhuguð uppbyggingaráform, tímalínu og fleira.