Fara í efni

Fyrirspurn vegna æfinga á íþróttavellinum á Sauðárkróki

Málsnúmer 2502205

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025

Knattspyrnufélagið Kormákur/Hvöt hefur mikinn áhuga á því að nýta æfingaaðstöðuna á gervigrasvellinum á Sauðárkróki. Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá forsvarsmanni meistaraflokks um það hvort hægt sé að veita afslátt af fyrirliggjandi gjaldskrá ef liðið æfir reglulega á vellinum í átta vikur.
Félagsmála- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á fyrirliggjandi gjaldskrá.