Fara í efni

Fyrirspurn vegna æfinga á íþróttavellinum á Sauðárkróki

Málsnúmer 2502205

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025

Knattspyrnufélagið Kormákur/Hvöt hefur mikinn áhuga á því að nýta æfingaaðstöðuna á gervigrasvellinum á Sauðárkróki. Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá forsvarsmanni meistaraflokks um það hvort hægt sé að veita afslátt af fyrirliggjandi gjaldskrá ef liðið æfir reglulega á vellinum í átta vikur.
Félagsmála- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á fyrirliggjandi gjaldskrá.

Byggðarráð Skagafjarðar - 157. fundur - 15.08.2025

Lagt fram erindi dags. 31. júlí 2025 frá Stefáni Jónssyni, f.h. meistaraflokksráðs Kormáks/Hvatar, þar sem óskað er eftir niðurfellingu á innheimtu vegna æfingakostnaðar félaganna á Sauðárkróksvelli á undirbúningstímabili sl. vor.
Fyrir liggur að erindi barst frá forsvarsmanni meistaraflokks félaganna í febrúar sl. þar sem óskað var eftir afslætti af gjaldskrá vegna æfinga meistaraflokks félaganna. Það erindi var tekið fyrir í félagsmála- og tómstundanefnd Skagafjarðar 6. mars sl. og taldi nefndin sér ekki fært að verða við beiðninni. Var afgreiðslan staðfest í sveitarstjórn Skagafjarðar 12. mars sl.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að hafna erindinu.