Félagsmála- og tómstundanefnd
Dagskrá
1.Reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna
Málsnúmer 2308153Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lágu reglur Skagafjarðar um þjónustu stuðningsfjölskyldna, reglurnar grundvallast á 15. gr. laga nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Reglurnar eru einnig háðar samþykki sveitarstjórna aðildarsveitarfélaga um sameiginlegt þjónustusvæði á Norðurlandi vestra um þjónustu við fatlað fólk. Aðildarsveitarafélögin hafa samþykkt reglurnar fyrir sitt leyti. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.
2.Breytingar á reglum um fjárhagsaðstoð
Málsnúmer 2501377Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. þar sem nefndin samþykkti drög að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð. Starfsfólk fjölskyldusviðs Skagafjarðar leggur til breytingar á reglum Skagafjarðar um fjárhagsaðstoð, sbr. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, með síðari breytingum. Verið er að innleiða rafræna fjárhagsaðstoð og eru tillögurnar nauðsynlegar til að klára innleiðinguna. Reglurnar voru endurskoðaðar með tilliti til innleiðingarinnar. Í ferlinu voru einnig lagðar til aðrar breytingar sem einfaldað geta vinnslu mála ráðgjafa á fjölskyldusviði, þegar sótt er um fjárhagsaðstoð. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir reglurnar samhljóða með áorðnum breytingum fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu byggðarráðs.
3.Frumkvæðisathugun á reglum sveitarfélaga um stoð- og stuðningsþjónustu
Málsnúmer 2403003Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndar 29. sept. sl. Lögð fram til kynningar skýrsla Gæða- og eftirlitsstofnunar (GEV) um frumkvæðisathugun á stoð- og stuðningsþjónustureglum sveitarfélaga sem fram fór á árinu 2024. GEV þakkar sveitarfélaginu góða samvinnu við framkvæmd athugunarinnar. Nefndin samþykkir samhljóða að fela starfsfólki að senda GEV afrit nýrra reglna frá því könnunin fór fram, sveitarfélögum er gefin frestur á úrbótum til 15. september 2025.
4.Fagráð - fjallað um og veitt ráðgjöf um einstök mál
Málsnúmer 2107015Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar 33.fundargerð ráðins frá 3. febrúar 2025.
5.Barnavernarþjónusta Mið - Norðurlands fundargerðir faghóps
Málsnúmer 2301093Vakta málsnúmer
Lagðar fram til kynningar fjórar fundargerðir ráðsins frá 5. október 2024, 21. október 2024, 2. desember 2024 og 13. janúar 2025.
6.Áskorun á sveitarfélög vegna áfengissölu á íþróttaviðburðum
Málsnúmer 2501264Vakta málsnúmer
Lögð fram til kynningar ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum. Nefndin hvetur skipuleggjendur íþróttaviðburða að standa vörð um gildi íþróttahreyfingarinnar og tryggja þannig heilbrigt umhverfi fyrir öll sem taka þátt í íþróttastarfi á Íslandi.
7.Sinfó í sundi - bréf til sveitarstjórna
Málsnúmer 2503007Vakta málsnúmer
Fyrir fundinum lá bréf frá Sinfoníuhljómsveit Íslands þar sem vakin er athygli á því að hljómsveitin heldur upp á 75 ára afmæli sitt á árinu 2025. Ýmsir viðburðir verða haldnir í tengslum við afmælið og er einn af þeim sjónvarpstónleikarnir Klassíkin okkar sem verða í beinni útsendingu þann 29. ágúst. Með bréfinu er sveitarstjórnarfólk, menningarfulltrúar, íþrótta- og æskulýðsfulltrúar og rekstraraðilar sundlauga og baðstaða hvött til að hafa opið fram á kvöld í sundlaugum og bjóða upp á beina útsendingu frá tónleikunum, annaðhvort á skjá eða í gegnum útvarp.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki nefndarinnar að finna lausnir til þess að hægt sé að verða við beiðninni.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsfólki nefndarinnar að finna lausnir til þess að hægt sé að verða við beiðninni.
8.Styrkur til húsaleigu
Málsnúmer 2502147Vakta málsnúmer
Pílukastfélag Skagafjarðar hefur síðustu ár leigt húsnæði hér í bænum undir sína íþróttastarfsemi og staðið undir þeim kostnaði sjálft. Kostnaður vegna leigu vegur þungt í rekstri félagsins, sem telur rúmlega 60 skráða iðkendur. Alls eru 24 iðkendur undir 18 ára aldri og af þeim eru 19 á grunnskólaaldri. Félagið heldur úti æfingum fyrir börn undir leiðsögn leiðbeinanda. Félagið fékk formlega inngöngu í UMSS á síðasta ársþingi þess. Pílukastfélag Skagafjarðar óskar eftir styrk frá Skagafirði til niðurgreiðslu leigu húsnæðis sem félagið hefur haft á leigu undanfarin ár. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að fela starfsmönnum nefndarinnar að boða forsvarsmenn Pílukastfélags Skagafjarðar á næsta fund nefndarinnar.
9.Fyrirspurn vegna æfinga á íþróttavellinum á Sauðárkróki
Málsnúmer 2502205Vakta málsnúmer
Knattspyrnufélagið Kormákur/Hvöt hefur mikinn áhuga á því að nýta æfingaaðstöðuna á gervigrasvellinum á Sauðárkróki. Fyrir fundinum lá fyrirspurn frá forsvarsmanni meistaraflokks um það hvort hægt sé að veita afslátt af fyrirliggjandi gjaldskrá ef liðið æfir reglulega á vellinum í átta vikur.
Félagsmála- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á fyrirliggjandi gjaldskrá.
Félagsmála- og tómstundanefnd telur sér ekki fært að verða við beiðninni og bendir á fyrirliggjandi gjaldskrá.
10.Frístundaakstur
Málsnúmer 2412001Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. og þannig bókað:
„Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
"Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum.“
Minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að nýting frístundaaksturs hefur verið um 55% miðað við þann fjölda sem talið var að hugsanlega myndi nýta aksturinn eftir að könnun þess efnis var send út. Þegar tekið er tillit til uppbrotsdaga má segja að nýtingin sé rúmlega 60%.
Drög að skoðanakönnun sem áætlað er að senda forráðamönnum voru einnig lögð fyrir nefndina.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsfólki nefndarinnar að senda út könnun og vinna með niðurstöður hennar fyrir næsta fund nefndarinnar.
„Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
"Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.
Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."
Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum.“
Minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að nýting frístundaaksturs hefur verið um 55% miðað við þann fjölda sem talið var að hugsanlega myndi nýta aksturinn eftir að könnun þess efnis var send út. Þegar tekið er tillit til uppbrotsdaga má segja að nýtingin sé rúmlega 60%.
Drög að skoðanakönnun sem áætlað er að senda forráðamönnum voru einnig lögð fyrir nefndina.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsfólki nefndarinnar að senda út könnun og vinna með niðurstöður hennar fyrir næsta fund nefndarinnar.
Anna Lilja Guðmundsdóttir vék af fundinum undir þessum dagskrárlið.
11.Tillaga - Matarþjónusta - eldri borgarar
Málsnúmer 2211102Vakta málsnúmer
Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar undir málsnúmeri 2501260 á 30. fundi 6. febrúar 2025 og eftirfarandi bókað: „Nefndinni barst fyrirspurn frá aðstandanda aldraðs einstaklings, um það hvar mál væri statt er varðar heimsendan mat til eldri borgara utan Sauðárkróks. Nefndin felur leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks að leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar?.
Minnisblað dags. 3. mars sl. frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að mat á þjónustu byggist á reglum Skagafjarðar um stuðnings- og stoðþjónustu, yfirlit yfir mögulegar leiðir sem nefndin hefur verið að skoða ásamt kostnaðarmati. Í minnisblaðinu má einnig sjá útfærslu á öðrum möguleikum.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að velja leiðir 7 og 8 sem fram koma í minnisblaðinu til prufu til að koma til móts við þörf eldri borgara í dreifbýli fyrir mat. Leiðirnar fela annars vegar í sér að einstaklingar búsettir í dreifbýli sem nýta sér þjónustu dagdvalar á Sauðárkróki fái aðstoð við að kaupa sér tilbúna rétti sem þau taka með sér heim úr dagdvöl. Hins vegar verði í boði að eldri borgarar í dreifbýli geta sótt um matarbakka til að fara með heim og geta sótt þá í grunnskólana í Varmahlíð og á Hofsósi. Seinni kosturinn er einungis í boði á virkum dögum á starfstíma skólanna.
Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd þjónustunnar hefjist sem fyrst. Nefndin sér sér ekki fært að bjóða upp á heimsendingu matar í dreifbýli að svo stöddu. Staða og nýting verður tekin í lok maí og lögð fyrir nefndina.
Sigurlaug Vordís Vg og óháð óskar bókað:
Það er mikið fagnaðarefni að hefja eigi matarþjónustu í dreifbýli með einhverjum hætti en auðsýnilega verða þó einhverjir einstaklingar án þessarar þjónustu áfram. Það munu vera þeir einstaklingar sem ekki sækja dagdvöl og eru ekki í aðstöðu til að sækja mat eða láta sækja fyrir sig. Það er því ekki jafnræði í þessari þjónustu og líklega bitnar þjónustuskortur á þeim sem mest þurfa á þjónustinni að halda. Þetta er jákvætt fyrsta skref en huga þarf sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli.
Minnisblað dags. 3. mars sl. frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að mat á þjónustu byggist á reglum Skagafjarðar um stuðnings- og stoðþjónustu, yfirlit yfir mögulegar leiðir sem nefndin hefur verið að skoða ásamt kostnaðarmati. Í minnisblaðinu má einnig sjá útfærslu á öðrum möguleikum.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að velja leiðir 7 og 8 sem fram koma í minnisblaðinu til prufu til að koma til móts við þörf eldri borgara í dreifbýli fyrir mat. Leiðirnar fela annars vegar í sér að einstaklingar búsettir í dreifbýli sem nýta sér þjónustu dagdvalar á Sauðárkróki fái aðstoð við að kaupa sér tilbúna rétti sem þau taka með sér heim úr dagdvöl. Hins vegar verði í boði að eldri borgarar í dreifbýli geta sótt um matarbakka til að fara með heim og geta sótt þá í grunnskólana í Varmahlíð og á Hofsósi. Seinni kosturinn er einungis í boði á virkum dögum á starfstíma skólanna.
Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd þjónustunnar hefjist sem fyrst. Nefndin sér sér ekki fært að bjóða upp á heimsendingu matar í dreifbýli að svo stöddu. Staða og nýting verður tekin í lok maí og lögð fyrir nefndina.
Sigurlaug Vordís Vg og óháð óskar bókað:
Það er mikið fagnaðarefni að hefja eigi matarþjónustu í dreifbýli með einhverjum hætti en auðsýnilega verða þó einhverjir einstaklingar án þessarar þjónustu áfram. Það munu vera þeir einstaklingar sem ekki sækja dagdvöl og eru ekki í aðstöðu til að sækja mat eða láta sækja fyrir sig. Það er því ekki jafnræði í þessari þjónustu og líklega bitnar þjónustuskortur á þeim sem mest þurfa á þjónustinni að halda. Þetta er jákvætt fyrsta skref en huga þarf sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli.
Fundarhlé tekið kl. 12:25 og fundi haldið áfram kl. 12:50
12.Vinnufundur félagsmála- og tómstundanefndar ásamt starfsmönnum
Málsnúmer 2503022Vakta málsnúmer
VG og óháð ásamt Byggðalista óska eftir vinnufundi núna í mars eða apríl þar sem starfsmenn Félagsmála- og tómstundanefndar verði búin að taka saman sameiginlegt vinnuplagg fyrir nefndina þar sem farið yrði yfir stefnur, gjaldskrár, samstarfssamninga, reglur og samþykktir nefndarinnar, ásamt ókláruðum verkefnum síðasta kjörtímabils.
Nefndin samþykkir samhljóða að halda vinnufund í maí og undirbúa gögn fyrir fundinn í samræmi við umræður á fundinum.
Nefndin samþykkir samhljóða að halda vinnufund í maí og undirbúa gögn fyrir fundinn í samræmi við umræður á fundinum.
13.Ungmennaráð
Málsnúmer 2503023Vakta málsnúmer
Samkvæmt fundargerðum Ungmennaráðs Skagafjarðar þá er síðasti fundur þeirra skráður í mars 2023. Með vísan í reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar sbr. lög nr. 70/2007. Óska VG og óháð ásamt Byggðalista eftir útskýringu á hvað valdi að ekki hefur verið fundað með reglulegum hætti með ungmennaráði undanfarin tvö ár og hvort ekki standi til að bæta úr stöðunni.
Samkvæmt reglum um Ungmennaráð Skagafjarðar skal ráðið funda reglulega yfir skólaárið, að lágmarki tvisvar á hvorri önn. Hlutverk ráðsins er meðal annars að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og vera sveitarstjórn ráðgefandi um málefni ungs fólks í Skagafirði, en ráðið er vettvangur ungs fólks til þess að hafa áhrif á þau mál sem þau varða og því mikilvægt að það sé virkt. Þessu hefur ekki verið fylgt eftir undangengna tvo vetur. Félagsmála- og tómstundanefnd harmar að Ungmennaráð hafi ekki verið virkt á þessum tíma og hvetur starfsmenn Skagafjarðar til þess að vinna að því að ráðið verði myndað á ný og að séð verði til þess að það starfi samkvæmt reglum um það.
Samþykkt samhljóða.
Samkvæmt reglum um Ungmennaráð Skagafjarðar skal ráðið funda reglulega yfir skólaárið, að lágmarki tvisvar á hvorri önn. Hlutverk ráðsins er meðal annars að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og vera sveitarstjórn ráðgefandi um málefni ungs fólks í Skagafirði, en ráðið er vettvangur ungs fólks til þess að hafa áhrif á þau mál sem þau varða og því mikilvægt að það sé virkt. Þessu hefur ekki verið fylgt eftir undangengna tvo vetur. Félagsmála- og tómstundanefnd harmar að Ungmennaráð hafi ekki verið virkt á þessum tíma og hvetur starfsmenn Skagafjarðar til þess að vinna að því að ráðið verði myndað á ný og að séð verði til þess að það starfi samkvæmt reglum um það.
Samþykkt samhljóða.
14.Trúnaðarbók félagsmála- og tómstundanefndar 2025
Málsnúmer 2501432Vakta málsnúmer
Tvö mál tekin fyrir og færð í trúnaðarbók.
Fundi slitið - kl. 13:24.