Fara í efni

Frístundaakstur

Málsnúmer 2412001

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Skagafjarðar - 125. fundur - 04.12.2024

Lagður fram tölvupóstur dagsettur 1. desember 2024 þar sem annars vegar er verið að þakka fyrir fyrirkomulag frístundaferða þar sem ekið er með börn frá Hofsósi og Varmahlíð á Sauðárkrók. Aksturinn er tilraunaverkefni til áramóta og hefur verið mikið nýttur af börnum til íþróttaiðkunar. Þess er einnig farið á leit við sveitarfélagið að fyrirkomulaginu verði haldið áfram eftir áramót og jafnvel skoðað að aka bæði frá Hofsósi og Varmahlíð á Sauðárkrók og aftur til baka frá Sauðárkróki í Varmahlíð og á Hofsós. Undir erindið rita U.Í. Smári, Neisti, Knattspyrnudeild Tindastóls og Körfuknattleiksdeild Tindastóls.

Byggðarráð tekur jákvætt í erindið og samþykkir samhljóða að vísa málinu til félagsmála- og tómstundanefndar. Byggðarráð óskar jafnframt eftir upplýsingum um afstöðu nefndarinnar.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 29. fundur - 17.12.2024

Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótarfrístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
Anna Lilja Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Byggðarráð Skagafjarðar - 128. fundur - 08.01.2025

Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."

Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 30. fundur - 06.02.2025

Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
"Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."

Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."

Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum.
Anna Lilja Guðmundsdóttir vék af fundi undir þessum dagskrárlið.
Þorvaldur Gröndal vék af fundi að dagskrárlið 2 loknum.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025

Málið áður á dagskrá nefndarinnar þann 6. febrúar sl. og þannig bókað:
„Málið tekið fyrir á fundi byggðarráðs þann 8. janúar sl. og þannig bókað:
"Máli vísað frá 29. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 17. desember 2024, þannig bókað:
"Lagt fram minnisblað um nýtingu viðbótar frístundaaksturs á þriðjudögum, sem samþykktur var til prufu fram að áramótum á 27. fundi nefndarinnar þann 14. október síðastliðinn. Nefndin fagnar frumkvæði íþróttafélaganna að koma að máli við nefndina og samþykkir samhljóða framlengingu á núverandi fyrirkomulagi, þ.e. akstur aðra leið að loknum skóladegi á þriðjudögum frá Hofsósi og Varmahlíð, á æfingar á Sauðárkróki, til loka skólaársins 2024-2025. Nýting og fyrirkomulag verður skoðað með skólum, íþróttafélögum og forráðamönnum að nýju þegar líða fer að vori. Nefndin vísar málinu til byggðarráðs og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025."

Byggðarráð skorar á félagsmála- og tómstundanefnd að flýta skoðun á nýtingu og fyrirkomulagi þannig að þeirri vinnu verði lokið fyrir miðjan febrúar.

Byggðarráð samþykkir samhljóða að veita verkefninu fjármögnun með framlagðri beiðni um viðauka 1 við fjárhagsáætlun ársins 2025."

Nefndin samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsmönnum nefndarinnar að taka saman nýtingu á frístundaakstri það sem af er skólaári og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar auk þess að leggja fram drög að skoðanakönnun sem send verður forráðamönnum og íþróttafélögum.“

Minnisblað frá leiðtoga frístunda- og íþróttamála lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að nýting frístundaaksturs hefur verið um 55% miðað við þann fjölda sem talið var að hugsanlega myndi nýta aksturinn eftir að könnun þess efnis var send út. Þegar tekið er tillit til uppbrotsdaga má segja að nýtingin sé rúmlega 60%.
Drög að skoðanakönnun sem áætlað er að senda forráðamönnum voru einnig lögð fyrir nefndina.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir með öllum greiddum atkvæðum að fela starfsfólki nefndarinnar að senda út könnun og vinna með niðurstöður hennar fyrir næsta fund nefndarinnar.
Anna Lilja Guðmundsdóttir vék af fundinum undir þessum dagskrárlið.

Félagsmála- og tómstundanefnd - 33. fundur - 03.04.2025

Niðurstöður könnunar sem send var forráðamönnum iðkenda á vegum Smárans, Neista og Hjalta í árgöngum 2009-2014 lagðar fram. Alls bárust 25 svör. Niðurstöður sýna að almenn ánægja sé með fyrirkomulag frístundaaksturs og leggur nefndin til við byggðarráð að óbreytt fyrirkomulag verði viðhaft næstkomandi skólaár og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir haustönn 2025. Nefndin felur starfsfólki nefndarinnar að vinna málið áfram með hlutaðeigandi aðilum og biðlar til skólastjórnenda að hafa frístundaakstur í huga við skipulag skólastarfs skólaársins 2025-2026. Samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs.

Byggðarráð Skagafjarðar - 141. fundur - 08.04.2025

Vísað frá 33. fundi félagsmála- og tómstundanefndar þann 3. apríl sl., þannig bókað:
"Niðurstöður könnunar sem send var forráðamönnum iðkenda á vegum Smárans, Neista og Hjalta í árgöngum 2009-2014 lagðar fram. Alls bárust 25 svör. Niðurstöður sýna að almenn ánægja sé með fyrirkomulag frístundaaksturs og leggur nefndin til við byggðarráð að óbreytt fyrirkomulag verði viðhaft næstkomandi skólaár og óskar eftir því að verkefnið fái fjármögnun með viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025 fyrir haustönn 2025. Nefndin felur starfsfólki nefndarinnar að vinna málið áfram með hlutaðeigandi aðilum og biðlar til skólastjórnenda að hafa frístundaakstur í huga við skipulag skólastarfs skólaársins 2025-2026. Samþykkt samhljóða. Vísað til byggðarráðs."

Byggðarráð samþykkir samhljóða að viðhafa sama fyrirkomulag á frístundaakstri og verið hefur og felur sviðsstjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs að undirbúa viðauka vegna málsins.