Fara í efni

Ungmennaráð

Málsnúmer 2503023

Vakta málsnúmer

Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025

Samkvæmt fundargerðum Ungmennaráðs Skagafjarðar þá er síðasti fundur þeirra skráður í mars 2023. Með vísan í reglur um Ungmennaráð Skagafjarðar sbr. lög nr. 70/2007. Óska VG og óháð ásamt Byggðalista eftir útskýringu á hvað valdi að ekki hefur verið fundað með reglulegum hætti með ungmennaráði undanfarin tvö ár og hvort ekki standi til að bæta úr stöðunni.

Samkvæmt reglum um Ungmennaráð Skagafjarðar skal ráðið funda reglulega yfir skólaárið, að lágmarki tvisvar á hvorri önn. Hlutverk ráðsins er meðal annars að þjálfa ungt fólk í lýðræðislegum vinnubrögðum og vera sveitarstjórn ráðgefandi um málefni ungs fólks í Skagafirði, en ráðið er vettvangur ungs fólks til þess að hafa áhrif á þau mál sem þau varða og því mikilvægt að það sé virkt. Þessu hefur ekki verið fylgt eftir undangengna tvo vetur. Félagsmála- og tómstundanefnd harmar að Ungmennaráð hafi ekki verið virkt á þessum tíma og hvetur starfsmenn Skagafjarðar til þess að vinna að því að ráðið verði myndað á ný og að séð verði til þess að það starfi samkvæmt reglum um það.
Samþykkt samhljóða.