Tillaga - Matarsendingar til eldri borgara
Málsnúmer 2211102
Vakta málsnúmerFélagsmála- og tómstundanefnd - 6. fundur - 10.11.2022
Máli frestað til næsta fundar.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 7. fundur - 01.12.2022
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hafi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins.
Tillögurnar verða jafnframt lagðar fyrir öldrunarráð en því ráði er ætlað að vera formlegur samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagsins. Samráðið yrði í formi könnunar á meðal eldri borgara um áhuga á því að kaupa mat sem stæði þeim hugsanlega til boða í tveimur mismunandi útfærslum.
1) Ef samstarf næðist um það við mötuneyti grunnskóla og/eða veitingasala utan Sauðárkróks yrði matur í boði fyrir eldri borgara á þessum stöðum á opnunartíma þeirra gegn greiðslu fyrir matinn.
2) Ef samstarf næðist við aðila sem hafa leyfi til veitingasölu á mismunandi stöðum í Skagafirði yrði heimsendur matur í boði fyrir eldri borgara í héraðinu gegn greiðslu.
Jafnvel yrði mögulegt að bjóða upp á blandaða þjónustu þessara tveggja útfærslna. Í kjölfar niðurstöðu samráðsferlis yrði tekin ákvörðun um hvaða útfærslu á matarþjónustu yrði unnt að bjóða fyrir eldri borgara í Skagafirði með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023.
Tillögurnar verða jafnframt lagðar fyrir öldrunarráð en því ráði er ætlað að vera formlegur samráðsvettvangur um þjónustu við aldraða og þróun öldrunarmála innan sveitarfélagsins. Samráðið yrði í formi könnunar á meðal eldri borgara um áhuga á því að kaupa mat sem stæði þeim hugsanlega til boða í tveimur mismunandi útfærslum.
1) Ef samstarf næðist um það við mötuneyti grunnskóla og/eða veitingasala utan Sauðárkróks yrði matur í boði fyrir eldri borgara á þessum stöðum á opnunartíma þeirra gegn greiðslu fyrir matinn.
2) Ef samstarf næðist við aðila sem hafa leyfi til veitingasölu á mismunandi stöðum í Skagafirði yrði heimsendur matur í boði fyrir eldri borgara í héraðinu gegn greiðslu.
Jafnvel yrði mögulegt að bjóða upp á blandaða þjónustu þessara tveggja útfærslna. Í kjölfar niðurstöðu samráðsferlis yrði tekin ákvörðun um hvaða útfærslu á matarþjónustu yrði unnt að bjóða fyrir eldri borgara í Skagafirði með það að markmiði að þjónustan hæfist eigi síðar en í ágústmánuði 2023.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 11. fundur - 13.04.2023
Mál áður á dagskrá í október sl. þar sem nefndin samþykkti að beita sér fyrir samráði við eldri borgara í Skagafirði um mögulegt fyrirkomulag matarþjónustu svo unnt sé að koma í framkvæmd þeirri lögbundnu grunnþjónustu að allir eldri borgarar í Skagafirði hafi kost á því að fá keyptan heitan mat með forgöngu sveitarfélagsins. Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir að hefja reynsluverkefni með það að markmiði að eldri borgurum utan Sauðárkróks standi til boða að kaupa heimsendan mat. Nefndin felur félagsmálastjóra að leggja fram drög að auglýsingu þar sem auglýst verði eftir áhugasömum eldri borgurum utan Sauðárkróks til þátttöku í verkefninu sem áætlað er að standi í eitt ár. Þátttakendur munu taka þátt í að móta útfærslur þjónustunnar sem henta best og hægt er að koma í framkvæmd.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 17. fundur - 01.11.2023
Lagt fram minnisblað félagsmálastjóra varðandi auglýsingu. Alls voru 12 aðilar sem sýndu áhuga á að þiggja þjónustuna. Nefndin fagnar því að áhugi sé á verkefninu og felur starfsmönnum að skoða nánar útfærslu á verkefninu og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 19. fundur - 30.11.2023
Félagsmálastjóri kynnti stöðu verkefnisins og þá vinnu sem unnin hefur verið frá því að nefndin fjallaði síðast um málið. Nefndin felur starfsfólki að kanna aðrar mögulegar útfærslur og leggja fyrir á næsta fundi nefndarinnar.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 20. fundur - 01.02.2024
Félagsmálastjóri fór yfir stöðu verkefnisins. Skólastjórar Varmahlíðarskóla og Grunnskólans austan Vatna hafa lýst yfir samstarfsvilja vegna verkefnisins en það snýr að matseld en ekki akstri og geta skólarnir boðið upp á matseld þá daga sem skólahald er í gangi.
Enn er óleyst hvernig akstri matarbakka verði háttað. Nefndin felur starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar eru í boði og kostnaðarmeta þann hluta.
Enn er óleyst hvernig akstri matarbakka verði háttað. Nefndin felur starfsmönnum að skoða hvaða möguleikar eru í boði og kostnaðarmeta þann hluta.
Félagsmála- og tómstundanefnd - 31. fundur - 06.03.2025
Málið áður á dagskrá félagsmála- og tómstundanefndar undir málsnúmeri 2501260 á 30. fundi 6. febrúar 2025 og eftirfarandi bókað: „Nefndinni barst fyrirspurn frá aðstandanda aldraðs einstaklings, um það hvar mál væri statt er varðar heimsendan mat til eldri borgara utan Sauðárkróks. Nefndin felur leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks að leggja fram minnisblað á næsta fundi nefndarinnar?.
Minnisblað dags. 3. mars sl. frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að mat á þjónustu byggist á reglum Skagafjarðar um stuðnings- og stoðþjónustu, yfirlit yfir mögulegar leiðir sem nefndin hefur verið að skoða ásamt kostnaðarmati. Í minnisblaðinu má einnig sjá útfærslu á öðrum möguleikum.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að velja leiðir 7 og 8 sem fram koma í minnisblaðinu til prufu til að koma til móts við þörf eldri borgara í dreifbýli fyrir mat. Leiðirnar fela annars vegar í sér að einstaklingar búsettir í dreifbýli sem nýta sér þjónustu dagdvalar á Sauðárkróki fái aðstoð við að kaupa sér tilbúna rétti sem þau taka með sér heim úr dagdvöl. Hins vegar verði í boði að eldri borgarar í dreifbýli geta sótt um matarbakka til að fara með heim og geta sótt þá í grunnskólana í Varmahlíð og á Hofsósi. Seinni kosturinn er einungis í boði á virkum dögum á starfstíma skólanna.
Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd þjónustunnar hefjist sem fyrst. Nefndin sér sér ekki fært að bjóða upp á heimsendingu matar í dreifbýli að svo stöddu. Staða og nýting verður tekin í lok maí og lögð fyrir nefndina.
Sigurlaug Vordís Vg og óháð óskar bókað:
Það er mikið fagnaðarefni að hefja eigi matarþjónustu í dreifbýli með einhverjum hætti en auðsýnilega verða þó einhverjir einstaklingar án þessarar þjónustu áfram. Það munu vera þeir einstaklingar sem ekki sækja dagdvöl og eru ekki í aðstöðu til að sækja mat eða láta sækja fyrir sig. Það er því ekki jafnræði í þessari þjónustu og líklega bitnar þjónustuskortur á þeim sem mest þurfa á þjónustinni að halda. Þetta er jákvætt fyrsta skref en huga þarf sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli.
Minnisblað dags. 3. mars sl. frá leiðtoga fatlaðs fólks og eldra fólks lagt fyrir nefndina. Þar kemur fram að mat á þjónustu byggist á reglum Skagafjarðar um stuðnings- og stoðþjónustu, yfirlit yfir mögulegar leiðir sem nefndin hefur verið að skoða ásamt kostnaðarmati. Í minnisblaðinu má einnig sjá útfærslu á öðrum möguleikum.
Félagsmála- og tómstundanefnd samþykkir samhljóða að velja leiðir 7 og 8 sem fram koma í minnisblaðinu til prufu til að koma til móts við þörf eldri borgara í dreifbýli fyrir mat. Leiðirnar fela annars vegar í sér að einstaklingar búsettir í dreifbýli sem nýta sér þjónustu dagdvalar á Sauðárkróki fái aðstoð við að kaupa sér tilbúna rétti sem þau taka með sér heim úr dagdvöl. Hins vegar verði í boði að eldri borgarar í dreifbýli geta sótt um matarbakka til að fara með heim og geta sótt þá í grunnskólana í Varmahlíð og á Hofsósi. Seinni kosturinn er einungis í boði á virkum dögum á starfstíma skólanna.
Nefndin leggur áherslu á að framkvæmd þjónustunnar hefjist sem fyrst. Nefndin sér sér ekki fært að bjóða upp á heimsendingu matar í dreifbýli að svo stöddu. Staða og nýting verður tekin í lok maí og lögð fyrir nefndina.
Sigurlaug Vordís Vg og óháð óskar bókað:
Það er mikið fagnaðarefni að hefja eigi matarþjónustu í dreifbýli með einhverjum hætti en auðsýnilega verða þó einhverjir einstaklingar án þessarar þjónustu áfram. Það munu vera þeir einstaklingar sem ekki sækja dagdvöl og eru ekki í aðstöðu til að sækja mat eða láta sækja fyrir sig. Það er því ekki jafnræði í þessari þjónustu og líklega bitnar þjónustuskortur á þeim sem mest þurfa á þjónustinni að halda. Þetta er jákvætt fyrsta skref en huga þarf sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli.
Fundarhlé tekið kl. 12:25 og fundi haldið áfram kl. 12:50
Félagsmála- og tómstundanefnd - 35. fundur - 19.05.2025
Lagt fram minnisblað um stöðu mála og nýtingu á auglýstri matarþjónustu í dreifbýli. Staðan er sú að engin hefur óskað eftir að nýta sér þjónustuna m.a. vegna þess að hún kemur ekki til móts við þjónustuþarfir þeirra sem sýndu áhuga á að taka þátt í reynsluverkefninu og engin ný umsókn barst. Skólastjórar og starfsmenn grunnskólanna tóku mjög vel í verkefnið og var undirbúningur þeirra til fyrirmyndar. Aðilar sem sækja dagdvöl aldraðra á Sauðárkróki fengu kynningu á því fyrirkomulagi að geta fengið aðstoð við að versla inn tilbúna rétti og hafa með sér heim. Enginn hefur nýtt sér það.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Samkvæmt 1. gr. laga um málefni aldraðra þá eiga aldraðir að eiga völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Samkvæmt 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 skal sveitarstjórn sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Þar er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar.
Sveitarfélaginu er skylt samkvæmt lögum að stuðla að því að aldraðir geti búið sem lengst heima og við eðlilegt heimilislíf, því ber að gæta þess að aldraðir njóti jafnréttis og því ber að sinna þörfum aldraðra eins og heimsendingu matar.
Bókun VG og Óháðra á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar í þessu máli hefur því miður raungerst, þær leiðir sem valdar voru á síðasta fundi eru ekki að koma til móts við þarfir né sinna þeirri þjónustu sem skortir en sveitarfélaginu ber að sinna. Sveitarfélagið er ekki enn að veita þá félagslegu þjónustu miðað við þörf og ástand þeirra öldruðu sem ekki búa í póstnúmerinu 550, en þar er vissulega heimsending matarbakka og því er jafnræðis ekki gætt, heldur á sér stað mismunun eftir búsetu. Þjónustuskorturinn bitnar því á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda og því leggja VG og óháð fram eftirfarandi tillögu:
Setja skal heimsendingu matar til aldraðra í dreifbýli í útboð strax eða sjá til þess með annars konar útfærslum að þessi lögbundna þjónusta raungerist á árinu.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafna tillögu fulltrúa VG og Óháðra og minnir á að fulltrúinn samþykkti þá leið sem var ákveðið að fara í á fundi nefndarinnar 6. mars 2025. Á þeim sama fundi lá fyrir mjög gott minnisblað tekið saman af starfsmönnum nefndarinnar þar sem ólíkar sviðsmyndir voru dregnar upp og nokkrar þeirra tengdust heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Það var ekki talinn vænlegur kostur sökum kostnaðar og flækjustig þótti mikið. Meirihluti hvetur fulltrúa VG og Óháðra að koma með útfærslu sem ekki hefur verið velt upp áður svo hægt sé að taka umræðu um hana á næsta fundi.
Meirihluti telur að stutt sé liðið síðan hinar sviðsmyndirnar voru valdar og viljum við hafa þær í boði óbreyttar fram í haustið og biður starfsmenn nefndarinnar að auglýsa fyrir sumarið og aftur í haust.
Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Með því að hafna tillögunni hefur meirihluti ákveðið að hafna því að senda heim mat í dreifbýli Skagafjarðar. Fulltrúi VG og óháðra minnir á að hann samþykkti tillögurnar á síðasta fundi svo framkvæmd kæmist eitthvað af stað og bókaði jafnframt að þetta væri jákvætt fyrsta skref en huga þyrfti sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Fulltrúi VG og óháðra vill jafnframt ítreka rétt sinn til að koma fram með tillögur og sjónarmið þrátt fyrir fyrri samþykktir og minnir á að stjórnsýsla og stefnumótun þarf að vera lifandi ferli sem bregst við nýjum upplýsingum og breyttum aðstæðum. Tillaga fulltrúa VG og óháðra snýst um að sinna þörfum sem bundin eru lögum, fyrri útfærsla sem ákveðin var að fara skilaði ekki tilætluðum árangri og því eðlilegt að endurskoða.
Meirihluti bendir á að með því að hafna tillögunni er ekki verið að hafna heimsendingu matar í dreifbýli Skagafjarðar og bendir á bókun meirihluta. Samþykkt með atkvæðum meirihluta að fela starfsfólki að auglýsa þjónustuna sem er í boði.
Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir, fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Samkvæmt 1. gr. laga um málefni aldraðra þá eiga aldraðir að eiga völ á þeirri heilbrigðis- og félagslegu þjónustu sem þeir þurfa á að halda og að hún sé veitt á því þjónustustigi sem er eðlilegast miðað við þörf og ástand hins aldraða. Einnig er markmið laganna að aldraðir geti, eins lengi og unnt er, búið við eðlilegt heimilislíf. Við framkvæmd laganna skal þess gætt að aldraðir njóti jafnréttis á við aðra þjóðfélagsþegna og að sjálfsákvörðunarréttur þeirra sé virtur. Samkvæmt 40. gr laga félagsþjónustu sveitarfélaga 40/1991 skal sveitarstjórn sjá um að félagsþjónusta aldraðra sé fyrir hendi í sveitarfélaginu eftir þörfum. Þar er m.a. átt við heimaþjónustu, félagsráðgjöf og heimsendingu matar.
Sveitarfélaginu er skylt samkvæmt lögum að stuðla að því að aldraðir geti búið sem lengst heima og við eðlilegt heimilislíf, því ber að gæta þess að aldraðir njóti jafnréttis og því ber að sinna þörfum aldraðra eins og heimsendingu matar.
Bókun VG og Óháðra á síðasta fundi félagsmála- og tómstundanefndar í þessu máli hefur því miður raungerst, þær leiðir sem valdar voru á síðasta fundi eru ekki að koma til móts við þarfir né sinna þeirri þjónustu sem skortir en sveitarfélaginu ber að sinna. Sveitarfélagið er ekki enn að veita þá félagslegu þjónustu miðað við þörf og ástand þeirra öldruðu sem ekki búa í póstnúmerinu 550, en þar er vissulega heimsending matarbakka og því er jafnræðis ekki gætt, heldur á sér stað mismunun eftir búsetu. Þjónustuskorturinn bitnar því á þeim sem mest þurfa á þjónustunni að halda og því leggja VG og óháð fram eftirfarandi tillögu:
Setja skal heimsendingu matar til aldraðra í dreifbýli í útboð strax eða sjá til þess með annars konar útfærslum að þessi lögbundna þjónusta raungerist á árinu.
Meirihluti Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks hafna tillögu fulltrúa VG og Óháðra og minnir á að fulltrúinn samþykkti þá leið sem var ákveðið að fara í á fundi nefndarinnar 6. mars 2025. Á þeim sama fundi lá fyrir mjög gott minnisblað tekið saman af starfsmönnum nefndarinnar þar sem ólíkar sviðsmyndir voru dregnar upp og nokkrar þeirra tengdust heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Það var ekki talinn vænlegur kostur sökum kostnaðar og flækjustig þótti mikið. Meirihluti hvetur fulltrúa VG og Óháðra að koma með útfærslu sem ekki hefur verið velt upp áður svo hægt sé að taka umræðu um hana á næsta fundi.
Meirihluti telur að stutt sé liðið síðan hinar sviðsmyndirnar voru valdar og viljum við hafa þær í boði óbreyttar fram í haustið og biður starfsmenn nefndarinnar að auglýsa fyrir sumarið og aftur í haust.
Fulltrúi Vg og óháðra óskar bókað:
Með því að hafna tillögunni hefur meirihluti ákveðið að hafna því að senda heim mat í dreifbýli Skagafjarðar. Fulltrúi VG og óháðra minnir á að hann samþykkti tillögurnar á síðasta fundi svo framkvæmd kæmist eitthvað af stað og bókaði jafnframt að þetta væri jákvætt fyrsta skref en huga þyrfti sem fyrst að útfærslum sem bjóða upp á heimsendingu matarbakka í dreifbýli. Fulltrúi VG og óháðra vill jafnframt ítreka rétt sinn til að koma fram með tillögur og sjónarmið þrátt fyrir fyrri samþykktir og minnir á að stjórnsýsla og stefnumótun þarf að vera lifandi ferli sem bregst við nýjum upplýsingum og breyttum aðstæðum. Tillaga fulltrúa VG og óháðra snýst um að sinna þörfum sem bundin eru lögum, fyrri útfærsla sem ákveðin var að fara skilaði ekki tilætluðum árangri og því eðlilegt að endurskoða.
Meirihluti bendir á að með því að hafna tillögunni er ekki verið að hafna heimsendingu matar í dreifbýli Skagafjarðar og bendir á bókun meirihluta. Samþykkt með atkvæðum meirihluta að fela starfsfólki að auglýsa þjónustuna sem er í boði.